Sutil svelti sig í tvo daga til að léttast Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 8. maí 2014 23:00 Adrian Sutil er með hávöxnustu ökumönnum í Formúlu 1. Hann er að ræða við Lewis Hamilton. Vísir/Getty Adrain Sutil ökumaður Sauber liðsins hefur greint frá því að hann hafi sleppt því að borða í tvo daga í örvæntingarfullri tilraun til að léttast. Ný kynslóð véla sem tekin var í notkun í ár er þyngri en forveri hennar. Það hefur leitt til þess að bílarnir eru ekki í eins góðu jafnvægi og áður. Samkvæmt tæknireglugerðinni verður bíllinn með ökumanni að vera að minnsta kosti 691 kg. Nú þegar vélin er þyngri er minna hægt að nýta af lóðum. Þau voru áður sett á útvalda staði til að auka jafnvægi og bæta aksturseiginleika bílsins. Liðin hafa gripið til þess ráðs að senda ökumenn sína í megrun. Ekki er þó af miklu að taka enda eru Formúlu 1 ökumenn allir í mjög góðu formi fyrir. Tilgangurinn er að færa þyngdina á hentugari staði í bílnum en ökumannssætið, með lóðum. „Ég prófaði aðeins hér og þar. Tveir dagar án matar og bara drekka, ég prófaði það. Það var ekki auðvelt, en áhugavert að sjá hver viðbrögðin voru. Ég er samt að borða núna, sem er betra. Æfingakerfið mitt hefur breyst, vegna þess að ég þurfti að missa vöðva svo ég get hlaupið, en hjólreiðar byggja bara upp vöðva og það þunga vöðva, svo maður þarf að forðast svoleiðis hluti,“ sagði Sutil um sínar leiðir til að léttast. Umræða um hættur þess að svelta sig til að léttast hafa skapast í Formúlu 1. Hugmyndir um lágmarks líkamsþyngdarstuðul (BMI) hafa heyrst. Slík regla er líkleg til að auka forskot lágvaxnari ökumanna. Formúla Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Fótbolti Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Fótbolti Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Adrain Sutil ökumaður Sauber liðsins hefur greint frá því að hann hafi sleppt því að borða í tvo daga í örvæntingarfullri tilraun til að léttast. Ný kynslóð véla sem tekin var í notkun í ár er þyngri en forveri hennar. Það hefur leitt til þess að bílarnir eru ekki í eins góðu jafnvægi og áður. Samkvæmt tæknireglugerðinni verður bíllinn með ökumanni að vera að minnsta kosti 691 kg. Nú þegar vélin er þyngri er minna hægt að nýta af lóðum. Þau voru áður sett á útvalda staði til að auka jafnvægi og bæta aksturseiginleika bílsins. Liðin hafa gripið til þess ráðs að senda ökumenn sína í megrun. Ekki er þó af miklu að taka enda eru Formúlu 1 ökumenn allir í mjög góðu formi fyrir. Tilgangurinn er að færa þyngdina á hentugari staði í bílnum en ökumannssætið, með lóðum. „Ég prófaði aðeins hér og þar. Tveir dagar án matar og bara drekka, ég prófaði það. Það var ekki auðvelt, en áhugavert að sjá hver viðbrögðin voru. Ég er samt að borða núna, sem er betra. Æfingakerfið mitt hefur breyst, vegna þess að ég þurfti að missa vöðva svo ég get hlaupið, en hjólreiðar byggja bara upp vöðva og það þunga vöðva, svo maður þarf að forðast svoleiðis hluti,“ sagði Sutil um sínar leiðir til að léttast. Umræða um hættur þess að svelta sig til að léttast hafa skapast í Formúlu 1. Hugmyndir um lágmarks líkamsþyngdarstuðul (BMI) hafa heyrst. Slík regla er líkleg til að auka forskot lágvaxnari ökumanna.
Formúla Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Fótbolti Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Fótbolti Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira