Innlent

Skýrslur teknar af tveimur ákærðu en málinu frestað

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/stefán
Aðalmeðferð í máli þremenninganna sem ákærðir eru fyrir að auglýsa vændi og ráðast á kaupanda fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Skýrslur af tveimur ákærðu voru teknar og af brotaþola.

Öll þrjú eru ákærð fyrir fjársvik. Þeim er gefið að sök að hafa sett auglýsingu um kynlífsþjónustu í dagblað. Fertugur karlmaður svaraði auglýsingunni og reiddi hann fram fjörutíu þúsund krónur sem einn ákærðu hafði af honum.

Þá eru mennirnir ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Annar ákærðu játar sök en segir það hafa verið óviljaverk. Honum er gefið að sök að hafa skorið manninn á háls, annars vegar frá vinstra kjálkabarði og skáhalt niður á við í átt að hálsæðum, og hins vegar þvert á hálsinn í átt að barkanum.

Einn ákærðu mætti ekki fyrir dóm og var því málinu frestað til 9. apríl næstkomandi.


Tengdar fréttir

Auglýstu vændi og réðust á kaupanda

Vændiskaupandinn var skorinn á háls, annars vegar frá vinstra kjálkabarði og skáhalt niður á við í átt að hálsæðum, og hins vegar þvert á hálsinn í átt að barkanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×