„Business as usual“ Jón Júlíus Karlsson skrifar 2. apríl 2014 20:35 „Það eru vissulega vonbrigði að bandamenn til margra ára skuli bregðast við með þessum hætti,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra. Kristján Loftsson hjá Hval hf. segir ekkert nýtt í hótunum Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, sem í minnisblaði sínu til bandaríska þingsins, gagnrýnir hvalveiðar Íslendinga á langreyði harðlega. Sigurður Ingi segir engan vafa leika á því að veiðarnar á langreyði séu löglegar. Sú fullyrðing Bandaríkjaforsta að Íslendingar séu að veiða dýrategund í útrýmingarhættu sé rangt. „Sannarlega er þessi stofn í útrýmingarhættu í Suður-Atlantshafi en stofninn sem er á norðursvæðum er í engri úttrýmingarhættu og er ekki á neinum slíkum lista. Þetta er einfaldlega rangt,“ segir Sigurður Ingi.Ekkert nýtt Fyrirtækið Hvalur hf. er tilgreint í minnisblaði Obama. Flutningaskipið Alma siglir nú með um 2000 tonn af hvalkjöti til Japan. Venjulega fara flutningaskip á þessari leið í gegnum Súezskurðinn en vegna farmsins þarf Alma að sigla suður fyrir Góðravonahöfða á leið sinni til Japan. Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., segir ekkert nýtt í minnisblaði Obama. „Þetta er bara 'buisness as usual'. Þetta er ekkert nýtt,“ segir Kristján. „Þetta er í fimmta sinn sem við fáum svona aðvörun. Textinn í þessu er meira og minna eins.“ Kristján túlkar minnisblað Obama sem svo að sú hvalaskoðun sem Íslendingar stunda sé óábyrg. „Ef þú skoðar myndirnar hjá fyrirtækjunum sem auglýsa þessar hvalaskoðunarferðir þá fara þau miklu nær hvölunum en samkvæmt reglum sem settar eru um hvalaskoðunarferðir. Þeir eru hálfpartinn að riðlast á þeim allt sumarið,“ segir Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf. Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
„Það eru vissulega vonbrigði að bandamenn til margra ára skuli bregðast við með þessum hætti,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra. Kristján Loftsson hjá Hval hf. segir ekkert nýtt í hótunum Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, sem í minnisblaði sínu til bandaríska þingsins, gagnrýnir hvalveiðar Íslendinga á langreyði harðlega. Sigurður Ingi segir engan vafa leika á því að veiðarnar á langreyði séu löglegar. Sú fullyrðing Bandaríkjaforsta að Íslendingar séu að veiða dýrategund í útrýmingarhættu sé rangt. „Sannarlega er þessi stofn í útrýmingarhættu í Suður-Atlantshafi en stofninn sem er á norðursvæðum er í engri úttrýmingarhættu og er ekki á neinum slíkum lista. Þetta er einfaldlega rangt,“ segir Sigurður Ingi.Ekkert nýtt Fyrirtækið Hvalur hf. er tilgreint í minnisblaði Obama. Flutningaskipið Alma siglir nú með um 2000 tonn af hvalkjöti til Japan. Venjulega fara flutningaskip á þessari leið í gegnum Súezskurðinn en vegna farmsins þarf Alma að sigla suður fyrir Góðravonahöfða á leið sinni til Japan. Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., segir ekkert nýtt í minnisblaði Obama. „Þetta er bara 'buisness as usual'. Þetta er ekkert nýtt,“ segir Kristján. „Þetta er í fimmta sinn sem við fáum svona aðvörun. Textinn í þessu er meira og minna eins.“ Kristján túlkar minnisblað Obama sem svo að sú hvalaskoðun sem Íslendingar stunda sé óábyrg. „Ef þú skoðar myndirnar hjá fyrirtækjunum sem auglýsa þessar hvalaskoðunarferðir þá fara þau miklu nær hvölunum en samkvæmt reglum sem settar eru um hvalaskoðunarferðir. Þeir eru hálfpartinn að riðlast á þeim allt sumarið,“ segir Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf.
Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira