Ástæða til að gleðjast í stað almennra leiðinda Heimir Már Pétursson skrifar 2. apríl 2014 19:45 Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að skuldaniðurfærsla heimilanna verði mun minni en formenn stjórnarflokkanna boðuðu í Hörpu á sínum tíma. Forsætisráðherra sakaði hann um að ala á ótta hjá þeim tugum þúsunda heimila sem búast megi við leiðréttingu húsnæðisskulda sinna. Fjármálaráðherra mælti loks fyrir stóru skuldaniðurfellingarfrumvörpunum á Alþingi í dag. En í fyrirspurnartíma fékk þingflokksformaður Samfylkingarinnar dæmi ríkisstjórnarinnar ekki til að ganga upp. Í frumvörpunum sem Bjarni Benediktsson mælti fyrir í dag er annars vegar gert ráð fyrir ráðstöfun séreignarsparnaðar til lækkunar höfuðstóls verðtryggðra lána og hins vegar beinu framlagi úr ríkissjóði upp á 80 milljarða á næstu fjórum árum í sama tilgangi. Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar ynnti forsætisráðherra eftir reiknivél sem boðað hafi verið að sett yrði upp svo skuldarar gætu séð hversu mikið lán þeirra muni lækka. „Þegar maður pantar sér pítsu veit maður hvort maður fær senda 18 tommu, 9 tommu eða bara brauðstangir. Maður hefur líka upplýsingar um verðið. En nú ber svo við að almenningur getur ekki fengið upplýsingar um það hvað hver og einn fær í skuldaleiðréttingu,“ sagði Helgi. Það hafi hins vegar átt að vera hægt samkvæmt tillögum sem kynntar voru í Hörpu í nóvember. „Og í fréttatilkynningunni með Hörpu var reiknivél lofað um tillögurnar. Svo var allt í einu hætt við að setja fram reiknivél og eftir það var alveg horfið frá tillögunum sem kynntar voru í Hörpu,“ sagði Helgi. „Hér er verið að kynna tillögur sem fela í sér gríðarlega stórt úrræði til að koma til móts við heimili landsins. Viðbrögð háttvirts þingmanns við þessu og undirbúningur hans fyrir umræðuna hefur eingöngu snúist um það að reyna að ala sem mest á tortryggni og reyna að finna sem flesta hópa sem hann getur mögulega á einhvern hátt gert óörugga eða óánægða,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Svarið væri einfalt, það sem kynnt hafi verið í Hörpu hafi síðan verið útfært. „Í Hörpu töluðu forsætis- og fjármálaráðherra um að fólk mætti vænta þess að fá 13 prósent. Nú eru þeir alveg hættir að nefna prósentur. Leiðrétingartillögurnar sem kynntar voru í Iðnó nema 5,7 prósentum af verðtryggðum skuldum heimilanna. Það er allt önnur tala en 13 prósentin sem nefnd voru í Hörpu,“ sagði Helgi. „Virðulegur forseti, ég er ekki að hugsa um háttvirtan þingmann Helga Hjörvar. Ég er að hugsa um allt það fólk sem háttvirtur þingmaður einbeitir sér að því að blekkja, gera óöruggt og skapa almenn leiðindi, þegar við höfum einmitt ástæðu til að gleðjast,“ sagði forsætisráðherra. Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Fleiri fréttir Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Sjá meira
Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að skuldaniðurfærsla heimilanna verði mun minni en formenn stjórnarflokkanna boðuðu í Hörpu á sínum tíma. Forsætisráðherra sakaði hann um að ala á ótta hjá þeim tugum þúsunda heimila sem búast megi við leiðréttingu húsnæðisskulda sinna. Fjármálaráðherra mælti loks fyrir stóru skuldaniðurfellingarfrumvörpunum á Alþingi í dag. En í fyrirspurnartíma fékk þingflokksformaður Samfylkingarinnar dæmi ríkisstjórnarinnar ekki til að ganga upp. Í frumvörpunum sem Bjarni Benediktsson mælti fyrir í dag er annars vegar gert ráð fyrir ráðstöfun séreignarsparnaðar til lækkunar höfuðstóls verðtryggðra lána og hins vegar beinu framlagi úr ríkissjóði upp á 80 milljarða á næstu fjórum árum í sama tilgangi. Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar ynnti forsætisráðherra eftir reiknivél sem boðað hafi verið að sett yrði upp svo skuldarar gætu séð hversu mikið lán þeirra muni lækka. „Þegar maður pantar sér pítsu veit maður hvort maður fær senda 18 tommu, 9 tommu eða bara brauðstangir. Maður hefur líka upplýsingar um verðið. En nú ber svo við að almenningur getur ekki fengið upplýsingar um það hvað hver og einn fær í skuldaleiðréttingu,“ sagði Helgi. Það hafi hins vegar átt að vera hægt samkvæmt tillögum sem kynntar voru í Hörpu í nóvember. „Og í fréttatilkynningunni með Hörpu var reiknivél lofað um tillögurnar. Svo var allt í einu hætt við að setja fram reiknivél og eftir það var alveg horfið frá tillögunum sem kynntar voru í Hörpu,“ sagði Helgi. „Hér er verið að kynna tillögur sem fela í sér gríðarlega stórt úrræði til að koma til móts við heimili landsins. Viðbrögð háttvirts þingmanns við þessu og undirbúningur hans fyrir umræðuna hefur eingöngu snúist um það að reyna að ala sem mest á tortryggni og reyna að finna sem flesta hópa sem hann getur mögulega á einhvern hátt gert óörugga eða óánægða,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Svarið væri einfalt, það sem kynnt hafi verið í Hörpu hafi síðan verið útfært. „Í Hörpu töluðu forsætis- og fjármálaráðherra um að fólk mætti vænta þess að fá 13 prósent. Nú eru þeir alveg hættir að nefna prósentur. Leiðrétingartillögurnar sem kynntar voru í Iðnó nema 5,7 prósentum af verðtryggðum skuldum heimilanna. Það er allt önnur tala en 13 prósentin sem nefnd voru í Hörpu,“ sagði Helgi. „Virðulegur forseti, ég er ekki að hugsa um háttvirtan þingmann Helga Hjörvar. Ég er að hugsa um allt það fólk sem háttvirtur þingmaður einbeitir sér að því að blekkja, gera óöruggt og skapa almenn leiðindi, þegar við höfum einmitt ástæðu til að gleðjast,“ sagði forsætisráðherra.
Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Fleiri fréttir Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Sjá meira