Sang-Moon Bae í lykilstöðu fyrir lokahringinn á Silverado 12. október 2014 12:00 Sang-Moon Bae var frábær á þriðja hring í gær. AP Suður-Kóreumaðurinn Sang-Moon Bae er í frábærri stöðu fyrir lokahringinn á Frys.com mótinu sem fram fer á Silverado vellinum í Kaliforníu en mótið er það fyrsta á nýju tímabili á PGA-mótaröðinni. Bae lék magnað golf á þriðja hring í gær eða á sjö höggum undir pari, en hann fékk meðal annars fimm fugla í röð á fyrri níu holunum og svo glæsilegan örn á 17. holu. Hann er samtals á 16 höggum undir pari, fjórum höggum á undan hinum unga Zachary Blair sem er á 12 höggum undir. Nokkrir öflugir kylfingar eru ofarlega á skortöflunni og ef Sang-Moon Bae verður ekki á tánum á lokahringnum gætu þeir gert atlögu að honum. Þar má nefna Matt Kuchar á 11 höggum undir, Hunter Mahan á 10 höggum undir sem og reynsluboltinn Retief Goosen. Skotinn Martin Laird sem leiddi eftir tvo hringi náði sér ekki almennilega á strik á þriðja hringnum í gær og kom inn á 71 höggi eða einu undir pari. Hann er þó enn á 11 höggum undir pari og gæti blandað sér í baráttuna um sigurinn með öflugum hring í kvöld. Lokahringurinn í þessu spennandi móti, sem fer fram á hinum glæsilega Silverado velli, verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Golfstöðinni og hefst útsending klukkan 21:00. Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Suður-Kóreumaðurinn Sang-Moon Bae er í frábærri stöðu fyrir lokahringinn á Frys.com mótinu sem fram fer á Silverado vellinum í Kaliforníu en mótið er það fyrsta á nýju tímabili á PGA-mótaröðinni. Bae lék magnað golf á þriðja hring í gær eða á sjö höggum undir pari, en hann fékk meðal annars fimm fugla í röð á fyrri níu holunum og svo glæsilegan örn á 17. holu. Hann er samtals á 16 höggum undir pari, fjórum höggum á undan hinum unga Zachary Blair sem er á 12 höggum undir. Nokkrir öflugir kylfingar eru ofarlega á skortöflunni og ef Sang-Moon Bae verður ekki á tánum á lokahringnum gætu þeir gert atlögu að honum. Þar má nefna Matt Kuchar á 11 höggum undir, Hunter Mahan á 10 höggum undir sem og reynsluboltinn Retief Goosen. Skotinn Martin Laird sem leiddi eftir tvo hringi náði sér ekki almennilega á strik á þriðja hringnum í gær og kom inn á 71 höggi eða einu undir pari. Hann er þó enn á 11 höggum undir pari og gæti blandað sér í baráttuna um sigurinn með öflugum hring í kvöld. Lokahringurinn í þessu spennandi móti, sem fer fram á hinum glæsilega Silverado velli, verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Golfstöðinni og hefst útsending klukkan 21:00.
Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira