Myndavélin á hjálmi Schumacher gerði mestan skaða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2014 11:30 Michael Schumacher. Vísir/AFP Nýjustu fréttirnar af formúlugoðsögninni Michael Schumacher eru þær að hinn 45 ára gamli Þjóðverji sé enn að vakna úr dáinu því að það ferli er allt mjög hægt. Þetta er haft eftir fimmtán ára syni hans Mick. Það er einnig komið í ljós að það var myndavélin á hjálmi hans sem orsakaði mesta skaðann. Michael Schumacher er nú í umsjón fimmtán sérfræðinga á heimili sínu við Genfar-vatn þar sem hann hefur verið undanfarna tvo mánuði á meðan unnið er í því að fá hann til fullrar meðvitunnar. Schumacher fékk mjög slæmt höfuðhögg eftir fall á skíðum í frönsku Ölpunum milli jóla og nýárs. Schumacher var í dái í 189 daga eða frá 29. desember 2013 til 16. júní 2014 en fór af spítalanum 9. september síðastliðinn. Mick er fimmtán ára sonur Michael Schumacher sem var með honum þegar slysið varð. Jean-Louis Monclova hitti hann og fékk innsýn í gang mála og tjáði sig síðan í útvarpsviðtali í gær. „Þrátt fyrir að hlutirnir gangi hægt þá hefur hann nægan tíma. Hann hefur allt lífið sitt til að koma til baka," sagði Monclova. „Aðalvandamálið hjá Michael var ekki að hann skall á steininum heldur gerði myndavélin á hjálmi hans mesta skaðann. Það er hún sem orsakaði heilaskaðann," sagði Monclova. Formúla Tengdar fréttir Endurhæfing Schumacher færð á heimili hans Talskona Michael Schumacher staðfesti í dag að Schumacher hefði verið fluttur af spítalanum í Lausanne á heimili sitt þar sem endurhæfingin mun halda áfram. 9. september 2014 14:00 Góðar fréttir af Michael Schumacher Jean Todt, forseti FIA, Alþjóðasambands atvinnuökumanna, færði heiminum góðar fréttir af þýsku formúlugoðsögninni Michael Schumacher sem er allur að koma til. 7. október 2014 09:30 Enn reynir á Schumacher-fjölskylduna Á meðan formúlugoðsögnin Michael Schumacher er í endurhæfingu eftir höfuðhöggið sem hann varð fyrir í frönsku Ölpunum í lok síðasta árs þá stendur yngri bróðir hans í erfiðum skilnaði. Það reynir því mikið á Schumacher-fjölskylduna þessi misserin. 9. október 2014 12:18 Ekki rétt haft eftir einum besta vini Schumacher Ummæli Jean Todt um ástand Michael Schumacher fóru eins og eldur um sinu um veraldarvefinn í gær en nú er komið í ljós að erlendu miðlarnir höfðu ekki rétt eftir einum besta vini formúlukappans. 8. október 2014 12:15 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Nýjustu fréttirnar af formúlugoðsögninni Michael Schumacher eru þær að hinn 45 ára gamli Þjóðverji sé enn að vakna úr dáinu því að það ferli er allt mjög hægt. Þetta er haft eftir fimmtán ára syni hans Mick. Það er einnig komið í ljós að það var myndavélin á hjálmi hans sem orsakaði mesta skaðann. Michael Schumacher er nú í umsjón fimmtán sérfræðinga á heimili sínu við Genfar-vatn þar sem hann hefur verið undanfarna tvo mánuði á meðan unnið er í því að fá hann til fullrar meðvitunnar. Schumacher fékk mjög slæmt höfuðhögg eftir fall á skíðum í frönsku Ölpunum milli jóla og nýárs. Schumacher var í dái í 189 daga eða frá 29. desember 2013 til 16. júní 2014 en fór af spítalanum 9. september síðastliðinn. Mick er fimmtán ára sonur Michael Schumacher sem var með honum þegar slysið varð. Jean-Louis Monclova hitti hann og fékk innsýn í gang mála og tjáði sig síðan í útvarpsviðtali í gær. „Þrátt fyrir að hlutirnir gangi hægt þá hefur hann nægan tíma. Hann hefur allt lífið sitt til að koma til baka," sagði Monclova. „Aðalvandamálið hjá Michael var ekki að hann skall á steininum heldur gerði myndavélin á hjálmi hans mesta skaðann. Það er hún sem orsakaði heilaskaðann," sagði Monclova.
Formúla Tengdar fréttir Endurhæfing Schumacher færð á heimili hans Talskona Michael Schumacher staðfesti í dag að Schumacher hefði verið fluttur af spítalanum í Lausanne á heimili sitt þar sem endurhæfingin mun halda áfram. 9. september 2014 14:00 Góðar fréttir af Michael Schumacher Jean Todt, forseti FIA, Alþjóðasambands atvinnuökumanna, færði heiminum góðar fréttir af þýsku formúlugoðsögninni Michael Schumacher sem er allur að koma til. 7. október 2014 09:30 Enn reynir á Schumacher-fjölskylduna Á meðan formúlugoðsögnin Michael Schumacher er í endurhæfingu eftir höfuðhöggið sem hann varð fyrir í frönsku Ölpunum í lok síðasta árs þá stendur yngri bróðir hans í erfiðum skilnaði. Það reynir því mikið á Schumacher-fjölskylduna þessi misserin. 9. október 2014 12:18 Ekki rétt haft eftir einum besta vini Schumacher Ummæli Jean Todt um ástand Michael Schumacher fóru eins og eldur um sinu um veraldarvefinn í gær en nú er komið í ljós að erlendu miðlarnir höfðu ekki rétt eftir einum besta vini formúlukappans. 8. október 2014 12:15 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Endurhæfing Schumacher færð á heimili hans Talskona Michael Schumacher staðfesti í dag að Schumacher hefði verið fluttur af spítalanum í Lausanne á heimili sitt þar sem endurhæfingin mun halda áfram. 9. september 2014 14:00
Góðar fréttir af Michael Schumacher Jean Todt, forseti FIA, Alþjóðasambands atvinnuökumanna, færði heiminum góðar fréttir af þýsku formúlugoðsögninni Michael Schumacher sem er allur að koma til. 7. október 2014 09:30
Enn reynir á Schumacher-fjölskylduna Á meðan formúlugoðsögnin Michael Schumacher er í endurhæfingu eftir höfuðhöggið sem hann varð fyrir í frönsku Ölpunum í lok síðasta árs þá stendur yngri bróðir hans í erfiðum skilnaði. Það reynir því mikið á Schumacher-fjölskylduna þessi misserin. 9. október 2014 12:18
Ekki rétt haft eftir einum besta vini Schumacher Ummæli Jean Todt um ástand Michael Schumacher fóru eins og eldur um sinu um veraldarvefinn í gær en nú er komið í ljós að erlendu miðlarnir höfðu ekki rétt eftir einum besta vini formúlukappans. 8. október 2014 12:15