Hefðu betur sleppt því að sækja um ríkisstyrk Kristján Már Unnarsson skrifar 12. október 2014 19:45 Fjárfestingarsamningur við ríkið, sem fært hefur nýju iðnfyrirtæki tvær og hálfa milljón króna í skattaívilnun, kostaði fyrirtækið hins vegar þrjár milljónir króna. Nú stefnir í að fyrirtækið þurfi að endurgreiða ríkisstyrkinn.Katrín Júlíusdóttir, þáverandi iðnaðarráðherra, og Eyþór Arnalds undirrituðu fjárfestingarsamning vegna Becromals á Akureyri í júlí 2009.Fréttir bárust af því síðastliðinn fimmtudag að Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefði úrskurðað að fjárfestingarsamningar sem ríkið gerði við fimm ný fyrirtæki væru ólögmætir. Eitt þessara fyrirtækja er stálbræðslan GMR-endurvinnslan, sem tók til starfa á Grundartanga í fyrra. Iðnaðarráðherra sagði fyrir helgi að fyrirtækin yrðu að öllum líkindum krafin um endurgreiðslu á ríkisstyrknum. Ráðamenn GMR eru ekki sáttir. „Ef fyrirtæki eins og við leggur út í kostnað til að uppfylla slíka ívilnunarsamninga þá verður náttúrlega að vera nokkuð ljóst að þær ívilnanir haldi,“ sagði Sigurður Ágústsson, framkvæmdastjóri GMR endurvinnslunnar, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. „Í þessu tilviki hafa þessir samningar verið dæmdir ólögmætir og þá finnst mér það sérkennilegt ef það á að velta þeim kostnaði yfir á fyrirtækin. Það kannski þýðir þá á endanum að fyrirtæki, sem eru að hugsa sér að fjárfesta á Íslandi, munu hugsa sig tvisvar um ef svona samningar gætu orðið dæmdir ólögmætir. Og ríkið segir bara: Fyrirtækin þurfa bara að borga,“ segir Sigurður.Stáli skipað út frá TMR á Grundartanga síðastliðinn föstudag.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Í tilviki TMR virðist dæmið þannig að fyrirtækið hefði betur sleppt því að sækja yfirhöfuð um ríkisstuðning. „Það kostaði okkur um þrjár milljónir króna að gera samninginn. Við fengum til baka úr þessum samningi tvær og hálfa milljón nú þegar. Þannig að við erum í 500 þúsund kall í mínus nú þegar,“ sagði Sigurður. Nú stendur fyrirtæki frammi fyrir því að þurfa hugsanlega að endurgreiða ílvilnuna alla til baka. Sigurður taldi það hárrétta ályktun að svona staða væri náttúrlega bara della. Oddný Harðardóttir iðnaðarráðherra, fyrir hönd ríkisins, og Arthur Guðmundsson og Eyþór Arnalds, fyrir hönd GMR Endurvinnslunnar, við undirritun fjárfestingarsamnings í maí 2012.Mynd/Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. Tengdar fréttir Treystum því að samningur ráðherra um ívilnanir haldi Talsmaður Silicor Materials, sem undirbýr sólarkísilverksmiðju á Grundartanga, kveðst treysta orðum ráðherra um að fjárfestingarsamningur við ríkið haldi. 9. október 2014 20:00 Ráðherra segir úrskurð ekki hindra byggingu kísilvera Eftirlitsstofnun EFTA hefur komist að þeirri niðurstöðu að íslensk stjórnvöld hafi veitt ólögmæta ríkisaðstoð með fjárfestingarsamningum sem gerðir voru til að liðka fyrir iðnaðaruppbyggingu. 8. október 2014 21:45 Endurheimta alla ríkisaðstoð vegna ívilnunarsamninga Ívilnunarsamningar íslenskra stjórnvalda við fimm fyrirtæki: Becromal, Verne, Íslenska Kísilfélagið, Thorsil og GMR Endurvinnsluna, fólu í sér ríkisaðstoð sem gengur gegn EES-samningnum. 8. október 2014 16:28 Áminning til stjórnvalda um að vanda til verka Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra segir að úrskurður Eftirlitsstofnunar EFTA, um ólögmæti ríkisstyrkja vegna fjárfestinga, sé áminning um að íslensk stjórnvöld verði að vanda til verka. 9. október 2014 14:15 Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Fjárfestingarsamningur við ríkið, sem fært hefur nýju iðnfyrirtæki tvær og hálfa milljón króna í skattaívilnun, kostaði fyrirtækið hins vegar þrjár milljónir króna. Nú stefnir í að fyrirtækið þurfi að endurgreiða ríkisstyrkinn.Katrín Júlíusdóttir, þáverandi iðnaðarráðherra, og Eyþór Arnalds undirrituðu fjárfestingarsamning vegna Becromals á Akureyri í júlí 2009.Fréttir bárust af því síðastliðinn fimmtudag að Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefði úrskurðað að fjárfestingarsamningar sem ríkið gerði við fimm ný fyrirtæki væru ólögmætir. Eitt þessara fyrirtækja er stálbræðslan GMR-endurvinnslan, sem tók til starfa á Grundartanga í fyrra. Iðnaðarráðherra sagði fyrir helgi að fyrirtækin yrðu að öllum líkindum krafin um endurgreiðslu á ríkisstyrknum. Ráðamenn GMR eru ekki sáttir. „Ef fyrirtæki eins og við leggur út í kostnað til að uppfylla slíka ívilnunarsamninga þá verður náttúrlega að vera nokkuð ljóst að þær ívilnanir haldi,“ sagði Sigurður Ágústsson, framkvæmdastjóri GMR endurvinnslunnar, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. „Í þessu tilviki hafa þessir samningar verið dæmdir ólögmætir og þá finnst mér það sérkennilegt ef það á að velta þeim kostnaði yfir á fyrirtækin. Það kannski þýðir þá á endanum að fyrirtæki, sem eru að hugsa sér að fjárfesta á Íslandi, munu hugsa sig tvisvar um ef svona samningar gætu orðið dæmdir ólögmætir. Og ríkið segir bara: Fyrirtækin þurfa bara að borga,“ segir Sigurður.Stáli skipað út frá TMR á Grundartanga síðastliðinn föstudag.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Í tilviki TMR virðist dæmið þannig að fyrirtækið hefði betur sleppt því að sækja yfirhöfuð um ríkisstuðning. „Það kostaði okkur um þrjár milljónir króna að gera samninginn. Við fengum til baka úr þessum samningi tvær og hálfa milljón nú þegar. Þannig að við erum í 500 þúsund kall í mínus nú þegar,“ sagði Sigurður. Nú stendur fyrirtæki frammi fyrir því að þurfa hugsanlega að endurgreiða ílvilnuna alla til baka. Sigurður taldi það hárrétta ályktun að svona staða væri náttúrlega bara della. Oddný Harðardóttir iðnaðarráðherra, fyrir hönd ríkisins, og Arthur Guðmundsson og Eyþór Arnalds, fyrir hönd GMR Endurvinnslunnar, við undirritun fjárfestingarsamnings í maí 2012.Mynd/Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið.
Tengdar fréttir Treystum því að samningur ráðherra um ívilnanir haldi Talsmaður Silicor Materials, sem undirbýr sólarkísilverksmiðju á Grundartanga, kveðst treysta orðum ráðherra um að fjárfestingarsamningur við ríkið haldi. 9. október 2014 20:00 Ráðherra segir úrskurð ekki hindra byggingu kísilvera Eftirlitsstofnun EFTA hefur komist að þeirri niðurstöðu að íslensk stjórnvöld hafi veitt ólögmæta ríkisaðstoð með fjárfestingarsamningum sem gerðir voru til að liðka fyrir iðnaðaruppbyggingu. 8. október 2014 21:45 Endurheimta alla ríkisaðstoð vegna ívilnunarsamninga Ívilnunarsamningar íslenskra stjórnvalda við fimm fyrirtæki: Becromal, Verne, Íslenska Kísilfélagið, Thorsil og GMR Endurvinnsluna, fólu í sér ríkisaðstoð sem gengur gegn EES-samningnum. 8. október 2014 16:28 Áminning til stjórnvalda um að vanda til verka Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra segir að úrskurður Eftirlitsstofnunar EFTA, um ólögmæti ríkisstyrkja vegna fjárfestinga, sé áminning um að íslensk stjórnvöld verði að vanda til verka. 9. október 2014 14:15 Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Treystum því að samningur ráðherra um ívilnanir haldi Talsmaður Silicor Materials, sem undirbýr sólarkísilverksmiðju á Grundartanga, kveðst treysta orðum ráðherra um að fjárfestingarsamningur við ríkið haldi. 9. október 2014 20:00
Ráðherra segir úrskurð ekki hindra byggingu kísilvera Eftirlitsstofnun EFTA hefur komist að þeirri niðurstöðu að íslensk stjórnvöld hafi veitt ólögmæta ríkisaðstoð með fjárfestingarsamningum sem gerðir voru til að liðka fyrir iðnaðaruppbyggingu. 8. október 2014 21:45
Endurheimta alla ríkisaðstoð vegna ívilnunarsamninga Ívilnunarsamningar íslenskra stjórnvalda við fimm fyrirtæki: Becromal, Verne, Íslenska Kísilfélagið, Thorsil og GMR Endurvinnsluna, fólu í sér ríkisaðstoð sem gengur gegn EES-samningnum. 8. október 2014 16:28
Áminning til stjórnvalda um að vanda til verka Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra segir að úrskurður Eftirlitsstofnunar EFTA, um ólögmæti ríkisstyrkja vegna fjárfestinga, sé áminning um að íslensk stjórnvöld verði að vanda til verka. 9. október 2014 14:15