Krefjast þess að stjórnvöld stöðvi gjaldtökur á ferðamannastöðum Samúel Karl Ólason skrifar 26. febrúar 2014 15:54 Dettifoss er einn þeirra ferðamannastaða þar sem hefja á gjaldtöku. Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn ferðaskrifstofa segja landeigendur stefna stærstu útflutningsgrein landsins í voða með fyrirhugðum gjaldtökum á ferðamannastöðum. Í tilkynningu frá fimm ferðaskrifstofum segir að undanfarnar vikur hafi hver landeigandinn á fætur öðrum stigið fram og ætli að hefja gjaldtöku við marga af lykilferðamannastöðum Íslands. Forsvarsmennirnir krefjast þess að stjórnvöld stöðvi afdráttarlaust fyriráætlanir landeigenda. Má þar nefna Geysi, Námaskarð, Leirhnjúka, Dettifoss og Látrabjarg. „Með þessu ryðjast landeigendur fram með látum og tillitsleysi við atvinnugreinina, stefna ímynd landsins og áratuga þrotlausu markaðsstarfi í hættu,“ segir í tilkynningunni. Einnig segir að þar að auki virði landeigendur að vettugi þær leikreglur sem gildi í alþjóðlegri ferðaþjónustu, því löngu sé búið að verðleggja og selja stóran hluta hópferða til Íslands árið 2014 og ekki hægt að velta aðgangseyri að svæðunum út í verð ferðanna og þar með yfir á neytendur eftir á. „Það er því ljóst að ef fyrirætlanir landeigenda ná fram að ganga munu íslenskir ferðaskipuleggjendur og ferðaskrifstofur sitja uppi með tugmilljóna tjón sem getur stefnt rekstrargrundvelli þeirra í hættu.“ „Landeigendur ætla auk þess án þess að blikka auga að svipta íslenskan almenning þeim rétti að ferðast um landið hindrunarlaust og láta Íslendinga á ferð um landið sitt greiða aðgangseyri að náttúruperlum.“ Þá segir í tilkynningunni að fáum sé ljósara að aðgerða sé þörf við viðhald og uppbyggingu ferðamannastaða, en þeim sem hafi að lifibrauði að skipuleggja ferðir um Ísland. Verið sé að vinna að heildstæðri lausn á verndun náttúruperla og uppbyggingu ferðamannastaða í samvinnu allra hagsmunaaðila. „Það gerir framgöngu landeiganda ennþá meira óviðeigandi.“ Einnig segir að óvissuþættir á borð við yfirvofandi skatta og gjöld geti valdið ómældum skaða í sölu og markaðssetningu ferða til Íslands. „Með hagsmuni alls Íslands sem ferðamannalands hljótum við því að krefjast þess að stjórnvöld stöðvi afdráttarlaust þessar fyrirætlanir landeigenda og gefi tafarlaust út yfirlýsingu þess efnis. Við þurfum vinnufrið til að klára þetta mikilvæga mál þar sem ferðamannalandið Ísland er að veði.“ Undir yfirlýsinguna skrifa: Ferðaskrifstofan Atlantik – Gunnar Rafn Birgisson Ferðaskrifstofan Snæland Grímsson – Hallgrímur Lárusson Ferðaskrifstofan Terra Nova – Bjarni Hrafn Ingólfsson Ferðaskrifstofan Katla DMI og Katla Travel GmbH – Bjarnheiður Hallsdóttir Viator – Pétur Óskarsson Tengdar fréttir „Það er mín von að landeigendur falli frá gjaldtöku“ „Ég ætla ekki að neyða neinn til að taka þátt í náttúrupassanum,“ sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar og viðskiptaráðherra, í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Gjaldtaka á náttúrusvæðum var til umræðu. 25. febrúar 2014 19:34 Ferðamenn rukkaðir um 800 krónur fyrir að skoða Dettifoss Ferðamenn sem vilja að skoða Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúka í sumar munu þurfa að borga fyrir. Landeigendur Í Reykjahlíð ætla að byggja upp þjónustumiðstöðvar á öllum þremur ferðamannastöðunum. Hafa enga trú á náttúrupassanum. 25. febrúar 2014 07:00 Frumvarp um náttúrupassa lagt fram innan skamms Iðnaðarráðherra reiknar með að leggja fram frumvarp um náttúrupassa á næstu dögum og gæti verið tekinn í notkun sumarið 2015. 25. febrúar 2014 20:00 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira
Forsvarsmenn ferðaskrifstofa segja landeigendur stefna stærstu útflutningsgrein landsins í voða með fyrirhugðum gjaldtökum á ferðamannastöðum. Í tilkynningu frá fimm ferðaskrifstofum segir að undanfarnar vikur hafi hver landeigandinn á fætur öðrum stigið fram og ætli að hefja gjaldtöku við marga af lykilferðamannastöðum Íslands. Forsvarsmennirnir krefjast þess að stjórnvöld stöðvi afdráttarlaust fyriráætlanir landeigenda. Má þar nefna Geysi, Námaskarð, Leirhnjúka, Dettifoss og Látrabjarg. „Með þessu ryðjast landeigendur fram með látum og tillitsleysi við atvinnugreinina, stefna ímynd landsins og áratuga þrotlausu markaðsstarfi í hættu,“ segir í tilkynningunni. Einnig segir að þar að auki virði landeigendur að vettugi þær leikreglur sem gildi í alþjóðlegri ferðaþjónustu, því löngu sé búið að verðleggja og selja stóran hluta hópferða til Íslands árið 2014 og ekki hægt að velta aðgangseyri að svæðunum út í verð ferðanna og þar með yfir á neytendur eftir á. „Það er því ljóst að ef fyrirætlanir landeigenda ná fram að ganga munu íslenskir ferðaskipuleggjendur og ferðaskrifstofur sitja uppi með tugmilljóna tjón sem getur stefnt rekstrargrundvelli þeirra í hættu.“ „Landeigendur ætla auk þess án þess að blikka auga að svipta íslenskan almenning þeim rétti að ferðast um landið hindrunarlaust og láta Íslendinga á ferð um landið sitt greiða aðgangseyri að náttúruperlum.“ Þá segir í tilkynningunni að fáum sé ljósara að aðgerða sé þörf við viðhald og uppbyggingu ferðamannastaða, en þeim sem hafi að lifibrauði að skipuleggja ferðir um Ísland. Verið sé að vinna að heildstæðri lausn á verndun náttúruperla og uppbyggingu ferðamannastaða í samvinnu allra hagsmunaaðila. „Það gerir framgöngu landeiganda ennþá meira óviðeigandi.“ Einnig segir að óvissuþættir á borð við yfirvofandi skatta og gjöld geti valdið ómældum skaða í sölu og markaðssetningu ferða til Íslands. „Með hagsmuni alls Íslands sem ferðamannalands hljótum við því að krefjast þess að stjórnvöld stöðvi afdráttarlaust þessar fyrirætlanir landeigenda og gefi tafarlaust út yfirlýsingu þess efnis. Við þurfum vinnufrið til að klára þetta mikilvæga mál þar sem ferðamannalandið Ísland er að veði.“ Undir yfirlýsinguna skrifa: Ferðaskrifstofan Atlantik – Gunnar Rafn Birgisson Ferðaskrifstofan Snæland Grímsson – Hallgrímur Lárusson Ferðaskrifstofan Terra Nova – Bjarni Hrafn Ingólfsson Ferðaskrifstofan Katla DMI og Katla Travel GmbH – Bjarnheiður Hallsdóttir Viator – Pétur Óskarsson
Tengdar fréttir „Það er mín von að landeigendur falli frá gjaldtöku“ „Ég ætla ekki að neyða neinn til að taka þátt í náttúrupassanum,“ sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar og viðskiptaráðherra, í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Gjaldtaka á náttúrusvæðum var til umræðu. 25. febrúar 2014 19:34 Ferðamenn rukkaðir um 800 krónur fyrir að skoða Dettifoss Ferðamenn sem vilja að skoða Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúka í sumar munu þurfa að borga fyrir. Landeigendur Í Reykjahlíð ætla að byggja upp þjónustumiðstöðvar á öllum þremur ferðamannastöðunum. Hafa enga trú á náttúrupassanum. 25. febrúar 2014 07:00 Frumvarp um náttúrupassa lagt fram innan skamms Iðnaðarráðherra reiknar með að leggja fram frumvarp um náttúrupassa á næstu dögum og gæti verið tekinn í notkun sumarið 2015. 25. febrúar 2014 20:00 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira
„Það er mín von að landeigendur falli frá gjaldtöku“ „Ég ætla ekki að neyða neinn til að taka þátt í náttúrupassanum,“ sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar og viðskiptaráðherra, í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Gjaldtaka á náttúrusvæðum var til umræðu. 25. febrúar 2014 19:34
Ferðamenn rukkaðir um 800 krónur fyrir að skoða Dettifoss Ferðamenn sem vilja að skoða Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúka í sumar munu þurfa að borga fyrir. Landeigendur Í Reykjahlíð ætla að byggja upp þjónustumiðstöðvar á öllum þremur ferðamannastöðunum. Hafa enga trú á náttúrupassanum. 25. febrúar 2014 07:00
Frumvarp um náttúrupassa lagt fram innan skamms Iðnaðarráðherra reiknar með að leggja fram frumvarp um náttúrupassa á næstu dögum og gæti verið tekinn í notkun sumarið 2015. 25. febrúar 2014 20:00