Krefjast þess að stjórnvöld stöðvi gjaldtökur á ferðamannastöðum Samúel Karl Ólason skrifar 26. febrúar 2014 15:54 Dettifoss er einn þeirra ferðamannastaða þar sem hefja á gjaldtöku. Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn ferðaskrifstofa segja landeigendur stefna stærstu útflutningsgrein landsins í voða með fyrirhugðum gjaldtökum á ferðamannastöðum. Í tilkynningu frá fimm ferðaskrifstofum segir að undanfarnar vikur hafi hver landeigandinn á fætur öðrum stigið fram og ætli að hefja gjaldtöku við marga af lykilferðamannastöðum Íslands. Forsvarsmennirnir krefjast þess að stjórnvöld stöðvi afdráttarlaust fyriráætlanir landeigenda. Má þar nefna Geysi, Námaskarð, Leirhnjúka, Dettifoss og Látrabjarg. „Með þessu ryðjast landeigendur fram með látum og tillitsleysi við atvinnugreinina, stefna ímynd landsins og áratuga þrotlausu markaðsstarfi í hættu,“ segir í tilkynningunni. Einnig segir að þar að auki virði landeigendur að vettugi þær leikreglur sem gildi í alþjóðlegri ferðaþjónustu, því löngu sé búið að verðleggja og selja stóran hluta hópferða til Íslands árið 2014 og ekki hægt að velta aðgangseyri að svæðunum út í verð ferðanna og þar með yfir á neytendur eftir á. „Það er því ljóst að ef fyrirætlanir landeigenda ná fram að ganga munu íslenskir ferðaskipuleggjendur og ferðaskrifstofur sitja uppi með tugmilljóna tjón sem getur stefnt rekstrargrundvelli þeirra í hættu.“ „Landeigendur ætla auk þess án þess að blikka auga að svipta íslenskan almenning þeim rétti að ferðast um landið hindrunarlaust og láta Íslendinga á ferð um landið sitt greiða aðgangseyri að náttúruperlum.“ Þá segir í tilkynningunni að fáum sé ljósara að aðgerða sé þörf við viðhald og uppbyggingu ferðamannastaða, en þeim sem hafi að lifibrauði að skipuleggja ferðir um Ísland. Verið sé að vinna að heildstæðri lausn á verndun náttúruperla og uppbyggingu ferðamannastaða í samvinnu allra hagsmunaaðila. „Það gerir framgöngu landeiganda ennþá meira óviðeigandi.“ Einnig segir að óvissuþættir á borð við yfirvofandi skatta og gjöld geti valdið ómældum skaða í sölu og markaðssetningu ferða til Íslands. „Með hagsmuni alls Íslands sem ferðamannalands hljótum við því að krefjast þess að stjórnvöld stöðvi afdráttarlaust þessar fyrirætlanir landeigenda og gefi tafarlaust út yfirlýsingu þess efnis. Við þurfum vinnufrið til að klára þetta mikilvæga mál þar sem ferðamannalandið Ísland er að veði.“ Undir yfirlýsinguna skrifa: Ferðaskrifstofan Atlantik – Gunnar Rafn Birgisson Ferðaskrifstofan Snæland Grímsson – Hallgrímur Lárusson Ferðaskrifstofan Terra Nova – Bjarni Hrafn Ingólfsson Ferðaskrifstofan Katla DMI og Katla Travel GmbH – Bjarnheiður Hallsdóttir Viator – Pétur Óskarsson Tengdar fréttir „Það er mín von að landeigendur falli frá gjaldtöku“ „Ég ætla ekki að neyða neinn til að taka þátt í náttúrupassanum,“ sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar og viðskiptaráðherra, í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Gjaldtaka á náttúrusvæðum var til umræðu. 25. febrúar 2014 19:34 Ferðamenn rukkaðir um 800 krónur fyrir að skoða Dettifoss Ferðamenn sem vilja að skoða Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúka í sumar munu þurfa að borga fyrir. Landeigendur Í Reykjahlíð ætla að byggja upp þjónustumiðstöðvar á öllum þremur ferðamannastöðunum. Hafa enga trú á náttúrupassanum. 25. febrúar 2014 07:00 Frumvarp um náttúrupassa lagt fram innan skamms Iðnaðarráðherra reiknar með að leggja fram frumvarp um náttúrupassa á næstu dögum og gæti verið tekinn í notkun sumarið 2015. 25. febrúar 2014 20:00 Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Forsvarsmenn ferðaskrifstofa segja landeigendur stefna stærstu útflutningsgrein landsins í voða með fyrirhugðum gjaldtökum á ferðamannastöðum. Í tilkynningu frá fimm ferðaskrifstofum segir að undanfarnar vikur hafi hver landeigandinn á fætur öðrum stigið fram og ætli að hefja gjaldtöku við marga af lykilferðamannastöðum Íslands. Forsvarsmennirnir krefjast þess að stjórnvöld stöðvi afdráttarlaust fyriráætlanir landeigenda. Má þar nefna Geysi, Námaskarð, Leirhnjúka, Dettifoss og Látrabjarg. „Með þessu ryðjast landeigendur fram með látum og tillitsleysi við atvinnugreinina, stefna ímynd landsins og áratuga þrotlausu markaðsstarfi í hættu,“ segir í tilkynningunni. Einnig segir að þar að auki virði landeigendur að vettugi þær leikreglur sem gildi í alþjóðlegri ferðaþjónustu, því löngu sé búið að verðleggja og selja stóran hluta hópferða til Íslands árið 2014 og ekki hægt að velta aðgangseyri að svæðunum út í verð ferðanna og þar með yfir á neytendur eftir á. „Það er því ljóst að ef fyrirætlanir landeigenda ná fram að ganga munu íslenskir ferðaskipuleggjendur og ferðaskrifstofur sitja uppi með tugmilljóna tjón sem getur stefnt rekstrargrundvelli þeirra í hættu.“ „Landeigendur ætla auk þess án þess að blikka auga að svipta íslenskan almenning þeim rétti að ferðast um landið hindrunarlaust og láta Íslendinga á ferð um landið sitt greiða aðgangseyri að náttúruperlum.“ Þá segir í tilkynningunni að fáum sé ljósara að aðgerða sé þörf við viðhald og uppbyggingu ferðamannastaða, en þeim sem hafi að lifibrauði að skipuleggja ferðir um Ísland. Verið sé að vinna að heildstæðri lausn á verndun náttúruperla og uppbyggingu ferðamannastaða í samvinnu allra hagsmunaaðila. „Það gerir framgöngu landeiganda ennþá meira óviðeigandi.“ Einnig segir að óvissuþættir á borð við yfirvofandi skatta og gjöld geti valdið ómældum skaða í sölu og markaðssetningu ferða til Íslands. „Með hagsmuni alls Íslands sem ferðamannalands hljótum við því að krefjast þess að stjórnvöld stöðvi afdráttarlaust þessar fyrirætlanir landeigenda og gefi tafarlaust út yfirlýsingu þess efnis. Við þurfum vinnufrið til að klára þetta mikilvæga mál þar sem ferðamannalandið Ísland er að veði.“ Undir yfirlýsinguna skrifa: Ferðaskrifstofan Atlantik – Gunnar Rafn Birgisson Ferðaskrifstofan Snæland Grímsson – Hallgrímur Lárusson Ferðaskrifstofan Terra Nova – Bjarni Hrafn Ingólfsson Ferðaskrifstofan Katla DMI og Katla Travel GmbH – Bjarnheiður Hallsdóttir Viator – Pétur Óskarsson
Tengdar fréttir „Það er mín von að landeigendur falli frá gjaldtöku“ „Ég ætla ekki að neyða neinn til að taka þátt í náttúrupassanum,“ sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar og viðskiptaráðherra, í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Gjaldtaka á náttúrusvæðum var til umræðu. 25. febrúar 2014 19:34 Ferðamenn rukkaðir um 800 krónur fyrir að skoða Dettifoss Ferðamenn sem vilja að skoða Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúka í sumar munu þurfa að borga fyrir. Landeigendur Í Reykjahlíð ætla að byggja upp þjónustumiðstöðvar á öllum þremur ferðamannastöðunum. Hafa enga trú á náttúrupassanum. 25. febrúar 2014 07:00 Frumvarp um náttúrupassa lagt fram innan skamms Iðnaðarráðherra reiknar með að leggja fram frumvarp um náttúrupassa á næstu dögum og gæti verið tekinn í notkun sumarið 2015. 25. febrúar 2014 20:00 Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
„Það er mín von að landeigendur falli frá gjaldtöku“ „Ég ætla ekki að neyða neinn til að taka þátt í náttúrupassanum,“ sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar og viðskiptaráðherra, í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Gjaldtaka á náttúrusvæðum var til umræðu. 25. febrúar 2014 19:34
Ferðamenn rukkaðir um 800 krónur fyrir að skoða Dettifoss Ferðamenn sem vilja að skoða Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúka í sumar munu þurfa að borga fyrir. Landeigendur Í Reykjahlíð ætla að byggja upp þjónustumiðstöðvar á öllum þremur ferðamannastöðunum. Hafa enga trú á náttúrupassanum. 25. febrúar 2014 07:00
Frumvarp um náttúrupassa lagt fram innan skamms Iðnaðarráðherra reiknar með að leggja fram frumvarp um náttúrupassa á næstu dögum og gæti verið tekinn í notkun sumarið 2015. 25. febrúar 2014 20:00