Fótbolti

Viktor varð Norðurlandameistari í Álaborg

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Viktor á verðlaunapallinum um helgina.
Viktor á verðlaunapallinum um helgina. Mynd/Sigurjón Pétursson
Viktor Samúelsson, KFA, bætti tvö Íslandsmet er hann varð Norðurlandameistari unglinga í kraftlyftingum um helgina.

Viktor varð stigahæstur í unglingaflokki en hann lyfti samtals 900 kg í -120 kg flokki í móti sem fór fram í Álaborg í Danmörku.

Hann lyfti 330 kg í hnébeygju, 260 kg í bekkpressu og 310 kg í réttstöðulyftu. Viktor, sem er á 21. aldursári, bætti þar með Íslandsmetið í hnébeygju og samanlögðum árangri í opnum flokki.

Alexandra Guðlaugsdóttir, sem einnig keppir fyrir KFA, vann brons í -72 kg flokki unglinga. Hún lyfti 422,5 kg samanlagt og bætti Íslandsmet unglinga með því að lyfta 172,5 kg í réttstöðulyftu.

Fríða Björk Einarsdóttir, Camilla Thomsen og Einar Hannesson tóku einnig þátt í mótinu en náðu ekki að klára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×