Innlent

Mest fór í kjördæmi forsætisráðherra sjálfs

Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar
Brynhildur Pétursdóttir vildi fá að sjá hvaða verkefni þetta væru og hvort jafnræðis hefði verið gætt við úthlutun.
Brynhildur Pétursdóttir vildi fá að sjá hvaða verkefni þetta væru og hvort jafnræðis hefði verið gætt við úthlutun.
Forsætisráðuneytið hefur á tæpu ári ráðstafað 205 milljónum króna í verkefni tengd húsfriðun, græna hagkerfinu og varðveislu menningarminja.

Tæplega helmingur fjárins, eða 97 milljónir, fer til verkefna í kjördæmi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra, Norðausturkjördæmi.

Styrkirnir voru ekki auglýstir og ekki kemur fram að í öllum tilvikum hafi verið úthlutað á grundvelli skriflegrar umsóknar.

„Ég vildi fá að sjá hvaða verkefni þetta væru og hvort jafnræðis hefði verið gætt við úthlutun,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, Bjartri framtíð, sem bar fram fyrirspurn um málið á Alþingi.

„Það kom mér á óvart hvað þetta voru margir styrkir og þar af leiðandi há upphæð sem þegar er búið að ráðstafa.“

Hún segist ekki hafa fengið svör við því hvort allir hafi setið við sama borð.

„Mér fannst forsætisráðherra ekki svara öllum mínum spurningum. Því finnst mér ástæða til að skoða málið betur og hef óskað eftir sérstakri umræðu á Alþingi í framhaldinu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×