Skammast sín fyrir að hafa kallað fjármálaráðherra „helvítis dóna“ Jóhannes Stefánsson skrifar 26. febrúar 2014 20:06 Hér sést fjármálaráðherra leggja dagskrá Alþingis í pontuna. Vísir/Valli Katrín Júlíusdóttir segist skammast sín fyrir að hafa brugðist við framkomu fjármálaráðherra með því að hafa kallað hann „helvítis dóna.“ Þetta kemur fram í færslu hennar á Facebook undir stöðuuppfærslu þar sem orðaskipti hennar og Bjarna Benediktssonar á Alþingi í dag eru til umræðu. Flestir sem tjá sig við stöðuppfærsluna segja framkomu á þinginu vera sorglega eða að um farsa sé að ræða. Viðbrögð Katrínar eru þar ýmist sögð ofureðlileg í samhengi hlutanna eða ofsafengin og henni ekki til framdráttar. Eins og fram hefur komið sakaði Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Bjarna Benediktsson um kvenfyrirlitningu með því að biðja Katrínu Júlíusdóttur um að róa sig undir ræðu sinni.Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, sagði á Facebook síðu sinni í tilefni málsins að „þegar fólk er farið að saka Bjarna um kvenfyrirlitningu og dónaskap hljóta bara allar aðrar ásakanir að vera búnar. Hann, sem hefur bæði einstakt jafnaðargeð og kemur jafnt fram við alla.“Í færslu Katrínar segir orðrétt: „Bjarni sagði mèr ítrekað að róa mig á meðan ég var í stólnum og að ganga úr honum. Svona brást ég við því. Er ekki stolt af því og kannski full viðkvæm fyrir því að vera sýnd óvirðing.“Fjármálaráðherra biður Katrínu Júlíusdóttur um að róa sig á meðan forsætisráðherra stangar úr tönnunum á sér.Vísir/ValliUppfært klukkan 20:51:Katrín Júlíusdóttir steig upp í pontu á Alþingi fyrir skemmstu þar sem hún baðst afsökunar á að hafa brugðist við með þeim hætti sem hún gerði fyrr í dag: „Þá er ég auðvitað ekkert sátt við það að hafa verið sýnd sú óvirðing sem mér var sýnd í ræðustól áðan að fá hér miða í hendur frá hæstvirtum fjármálaráðherra sem hefur ekki tekið þátt í þessari umræðu og síðan vera sagt hér af nokkrum ráðherrum í hliðarsölum að ég skyldi róa mig. Það er ástæða þess að ég snöggreiddist og sagði hluti hér eftir að ég kom úr stólnum sem ég hefði ekki átt að segja og bið ég þingheim afsökunar á því,“ sagði Katrín Júlíusdóttir í ræðu á Alþingi. ESB-málið Tengdar fréttir Sakaði fjármálaráðherra um kvenfyrirlitningu Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sakaði Bjarna Benediktsson um kvenfyrirlitningu þegar hann bað Katrínu Júlíusdóttur um að róa sig. 26. febrúar 2014 17:51 „Helvítis dóni“ Upp úr sauð á Alþingi í dag þegar Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, kallaði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, helvítis dóna. 26. febrúar 2014 17:52 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira
Katrín Júlíusdóttir segist skammast sín fyrir að hafa brugðist við framkomu fjármálaráðherra með því að hafa kallað hann „helvítis dóna.“ Þetta kemur fram í færslu hennar á Facebook undir stöðuuppfærslu þar sem orðaskipti hennar og Bjarna Benediktssonar á Alþingi í dag eru til umræðu. Flestir sem tjá sig við stöðuppfærsluna segja framkomu á þinginu vera sorglega eða að um farsa sé að ræða. Viðbrögð Katrínar eru þar ýmist sögð ofureðlileg í samhengi hlutanna eða ofsafengin og henni ekki til framdráttar. Eins og fram hefur komið sakaði Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Bjarna Benediktsson um kvenfyrirlitningu með því að biðja Katrínu Júlíusdóttur um að róa sig undir ræðu sinni.Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, sagði á Facebook síðu sinni í tilefni málsins að „þegar fólk er farið að saka Bjarna um kvenfyrirlitningu og dónaskap hljóta bara allar aðrar ásakanir að vera búnar. Hann, sem hefur bæði einstakt jafnaðargeð og kemur jafnt fram við alla.“Í færslu Katrínar segir orðrétt: „Bjarni sagði mèr ítrekað að róa mig á meðan ég var í stólnum og að ganga úr honum. Svona brást ég við því. Er ekki stolt af því og kannski full viðkvæm fyrir því að vera sýnd óvirðing.“Fjármálaráðherra biður Katrínu Júlíusdóttur um að róa sig á meðan forsætisráðherra stangar úr tönnunum á sér.Vísir/ValliUppfært klukkan 20:51:Katrín Júlíusdóttir steig upp í pontu á Alþingi fyrir skemmstu þar sem hún baðst afsökunar á að hafa brugðist við með þeim hætti sem hún gerði fyrr í dag: „Þá er ég auðvitað ekkert sátt við það að hafa verið sýnd sú óvirðing sem mér var sýnd í ræðustól áðan að fá hér miða í hendur frá hæstvirtum fjármálaráðherra sem hefur ekki tekið þátt í þessari umræðu og síðan vera sagt hér af nokkrum ráðherrum í hliðarsölum að ég skyldi róa mig. Það er ástæða þess að ég snöggreiddist og sagði hluti hér eftir að ég kom úr stólnum sem ég hefði ekki átt að segja og bið ég þingheim afsökunar á því,“ sagði Katrín Júlíusdóttir í ræðu á Alþingi.
ESB-málið Tengdar fréttir Sakaði fjármálaráðherra um kvenfyrirlitningu Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sakaði Bjarna Benediktsson um kvenfyrirlitningu þegar hann bað Katrínu Júlíusdóttur um að róa sig. 26. febrúar 2014 17:51 „Helvítis dóni“ Upp úr sauð á Alþingi í dag þegar Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, kallaði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, helvítis dóna. 26. febrúar 2014 17:52 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira
Sakaði fjármálaráðherra um kvenfyrirlitningu Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sakaði Bjarna Benediktsson um kvenfyrirlitningu þegar hann bað Katrínu Júlíusdóttur um að róa sig. 26. febrúar 2014 17:51
„Helvítis dóni“ Upp úr sauð á Alþingi í dag þegar Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, kallaði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, helvítis dóna. 26. febrúar 2014 17:52