Atvinnumenn í internettölvuleik Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 26. febrúar 2014 09:10 Aðalsteinn er "Senior Developement Director“ eða þróunarstjóri hjá leikjafyrirtækinu Riot Games. Vísir/Colin Young-Wolff Riot Games „League of Legends, eða LoL eins og hann er oft kallaður, er langstærsti netleikurinn sem spilaður er í heiminum í dag, það er að segja PC-leikur,“ segir Aðalsteinn Óttarsson í samtali við Markaðinn í dag. Aðalsteinn er „Senior Developement Director“ eða þróunarstjóri hjá leikjafyrirtækinu Riot Games sem gefur út leikinn. Um 27 milljónir spilara spila leikinn á degi hverjum og 67 milljónir á mánuði. Hjá fyrirtækinu starfa yfir 1.400 manns á heimsvísu og yfir 800 eru starfandi í höfuðstöðvum þess í Santa Monica í Los Angeles í Bandaríkjunum.Byrjaði hjá OZ Aðalsteinn starfaði áður sem forritari og síðar við verkefna- og framleiðslustjórnun hjá íslenska leikjafyrirtækinu CCP sem allir þekkja. „Ég var það heppinn að vera ráðinn inn í fyrirtækið OZ seint á tíunda áratugnum sem forritari. Þar hitti ég mikið af frábæru fólki sem síðar fór og stofnaði CCP og ég fór með. Ég var þar að forrita, en stuttu eftir að góður vinur minn slóst í hópinn, benti hann mér á það að ég væri ekkert sérlega góður í því og fór að huga að verkefnastjórnun og innleiðingu á aðferðafræðum,“ segir Aðalsteinn. Hann kynntist Riot games skömmu eftir að fyrirtækið gaf út LoL og var í sambandi við stjórnendur þess á ráðstefnum og öðrum viðburðum. Hann segir fyrirtækið keimlíkt CCP að því leytinu til, að leikurinn er gefinn út beint til spilaranna og notuð er svipuð aðferðafræði við að skila honum út til þeirra.Stríð milli fylkinga Sögusvið League of Legends er heimurinn Runeterra þar sem hinar ýmsu fylkingar háðu hatrömm stríð sín á milli. Eftir því sem eyðilegging og ókyrrð vegna þessara stríða jókst í Runeterra varð ljóst að nýja lausn þurfti til þess að útkljá valdabaráttuna. Galdramenn einnar fylkingarinnar bjuggu því til Réttlætisvöllinn, þar sem stríð eru háð án þess að stofna almennum borgurum í hættu. Helstu stríðsmenn hverrar fylkingar byrjuðu að keppa um réttinn til þess að berjast fyrir þjóð sína og hljóta þann heiður að komast í hóp virtustu stríðsmanna Runeterra. League of Legends er nettengdur fjölspilunarleikur með 10 spilurum í hverjum leik, fimm í hvoru liði. Hver spilari stjórnar einni hetju sem hann velur fyrir leikinn úr hópi 117 hetja. Leikurinn byggir á svipuðum lögmálum og aðrir tölvuleikir, það er, spilarinn safnar fjármunum (gulli) og reynslustigum á meðan á leiknum stendur. Reynslustigin fara í að þróa krafta hetjunnar á meðan gullið fer í að kaupa hluti sem styrkja hinar ýmsu hliðar hetjunnar, eins og að auka skaða hetjunnar eða byggja upp meira þol gagnvart skaða. Hver leikur endist í um 35 til 45 mínútur og er markmiðið að eyðileggja turna og bækistöð óvinaliðsins og leikurinn vinnst þegar aðalbygging óvinarins er eyðilögð.Leikurinn einfaldlega góður Hlutverk Aðalsteins í vinnunni er að leiða teymi sem vinnur að lóðsun og stjórnun á þróunarteymum tölvuleiksins og er ábyrgur fyrir vinnukerfinu, sem allir í þessu umhverfi vinna eftir, og einnig stöðugum endurbótum á því. „Þetta eru um 400 manns sem vinna í teymum og skila frá sér tölvuleiknum á tveggja til þriggja vikna fresti til spilara úti um allan heim. Ég samkeyri það sem þessi teymi eru að gera,“ segir Aðalsteinn, sem segist einblína á að ganga úr skugga um að teymin nái eins góðum árangri og þau mögulega geta. Hann segir ástæðu velgengninnar aðallega vera þá að leikurinn sé einfaldlega rosalega góður. „Svo hefur hann mikið endurspilunargildi. Það er mikil dýpt og breidd í leiknum og þó það sé svolítið flókið að byrja að spila þá lærir maður fljótt inn á hann,“ segir Aðalsteinn.Síðasta heimsmeistaramót í LoL var haldið í Staples Center í Los Angeles, á heimavelli körfuboltaliðsins LA Lakers.Vísir/JesterAtvinnumenn í LoL „Leikurinn er spilaður bæði af nýgræðingum eða áhugamönnum úti um allan heim. En það er líka keppt í þessu sem íþróttagrein á heimsvísu. Það er bara hefðbundið atvinnumannaumhverfi. Aðalsteinn segir muninn á þeim sem spila leikinn sér til dundurs og öðrum sem spila á hæstu stigum og keppa til að mynda á heimsmeistaramótum vera gríðarlegan. „Þetta er atvinnumannaíþrótt, bæði eru almennt peningaverðlaun í boði og síðan eru liðin styrkt af fyrirtækjum um allan heim,“ segir Aðalsteinn. Sem dæmi er lið frá Danmörku, Copenhagen Wolves, styrkt af Adidas. Þá segir Aðalsteinn þekkja dæmi um lið sem haldi til í villu í Beverly Hills þar sem liðsmenn búa allir saman, æfa alla daga og gera ekkert annað. „Þá erum við með vikulegar útsendingar frá keppnum úti um allan heim. Það er meira áhorf á þessar vikulegu útsendingar okkar af keppnum LoL heldur en útsendingar af hafnabolta, sem er þjóðaríþrótt Bandaríkjanna,“ segir Aðalsteinn. Leikurinn er ókeypis og hægt er að spila endalaust án þess að greiða nokkuð fyrir það. Aðalsteinn segir þó að tekjumódelið sé traust. „Þetta virkar þannig að við bjóðum upp á yfir 100 hetjur sem hafa hver og ein ákveðna hæfileika. Í hverri viku er ókeypis að spila tíu af þessum rúmlega 100 hetjum en það er breytilegt hverjar þær eru. Fólki finnst oft gaman að spila eina ákveðna hetju og þá kaupir það hana. Síðan gerir fólk útlitsbreytingar á sínum hetjum, til að persónugera þær. Það er oft mjög flott og fallegt og við erum með sérstaka hönnuði sem eru bara í því að gera þessar útlitsbreytingar,“ segir Aðalsteinn.Miðja tölvuleikjaiðnaðarins Aðspurður um muninn á því að vinna í leikjabransanum úti og heima segir Aðalsteinn léttur að mesti munurinn felist í loftslaginu. „En við leggjum rosalega mikið upp úr því að ráða til okkar toppfólk og það er töluvert auðveldara í borg eins og Los Angeles, sem er mikil miðja tölvuleikja- og skemmtanaiðnaðarins, að sannfæra fólk um að flytjast hingað heldur en á eyju í norðanverðu Atlantshafi.“ Tengdar fréttir Tölvuleikjamarkaðurinn þenst út Leikir á netinu og í fartæki kynda undir gífurlegan vöxt í leikjaiðnaði. Tekjuspár nálgast stjarnfræðilegar stærðir. 26. febrúar 2014 10:14 Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
„League of Legends, eða LoL eins og hann er oft kallaður, er langstærsti netleikurinn sem spilaður er í heiminum í dag, það er að segja PC-leikur,“ segir Aðalsteinn Óttarsson í samtali við Markaðinn í dag. Aðalsteinn er „Senior Developement Director“ eða þróunarstjóri hjá leikjafyrirtækinu Riot Games sem gefur út leikinn. Um 27 milljónir spilara spila leikinn á degi hverjum og 67 milljónir á mánuði. Hjá fyrirtækinu starfa yfir 1.400 manns á heimsvísu og yfir 800 eru starfandi í höfuðstöðvum þess í Santa Monica í Los Angeles í Bandaríkjunum.Byrjaði hjá OZ Aðalsteinn starfaði áður sem forritari og síðar við verkefna- og framleiðslustjórnun hjá íslenska leikjafyrirtækinu CCP sem allir þekkja. „Ég var það heppinn að vera ráðinn inn í fyrirtækið OZ seint á tíunda áratugnum sem forritari. Þar hitti ég mikið af frábæru fólki sem síðar fór og stofnaði CCP og ég fór með. Ég var þar að forrita, en stuttu eftir að góður vinur minn slóst í hópinn, benti hann mér á það að ég væri ekkert sérlega góður í því og fór að huga að verkefnastjórnun og innleiðingu á aðferðafræðum,“ segir Aðalsteinn. Hann kynntist Riot games skömmu eftir að fyrirtækið gaf út LoL og var í sambandi við stjórnendur þess á ráðstefnum og öðrum viðburðum. Hann segir fyrirtækið keimlíkt CCP að því leytinu til, að leikurinn er gefinn út beint til spilaranna og notuð er svipuð aðferðafræði við að skila honum út til þeirra.Stríð milli fylkinga Sögusvið League of Legends er heimurinn Runeterra þar sem hinar ýmsu fylkingar háðu hatrömm stríð sín á milli. Eftir því sem eyðilegging og ókyrrð vegna þessara stríða jókst í Runeterra varð ljóst að nýja lausn þurfti til þess að útkljá valdabaráttuna. Galdramenn einnar fylkingarinnar bjuggu því til Réttlætisvöllinn, þar sem stríð eru háð án þess að stofna almennum borgurum í hættu. Helstu stríðsmenn hverrar fylkingar byrjuðu að keppa um réttinn til þess að berjast fyrir þjóð sína og hljóta þann heiður að komast í hóp virtustu stríðsmanna Runeterra. League of Legends er nettengdur fjölspilunarleikur með 10 spilurum í hverjum leik, fimm í hvoru liði. Hver spilari stjórnar einni hetju sem hann velur fyrir leikinn úr hópi 117 hetja. Leikurinn byggir á svipuðum lögmálum og aðrir tölvuleikir, það er, spilarinn safnar fjármunum (gulli) og reynslustigum á meðan á leiknum stendur. Reynslustigin fara í að þróa krafta hetjunnar á meðan gullið fer í að kaupa hluti sem styrkja hinar ýmsu hliðar hetjunnar, eins og að auka skaða hetjunnar eða byggja upp meira þol gagnvart skaða. Hver leikur endist í um 35 til 45 mínútur og er markmiðið að eyðileggja turna og bækistöð óvinaliðsins og leikurinn vinnst þegar aðalbygging óvinarins er eyðilögð.Leikurinn einfaldlega góður Hlutverk Aðalsteins í vinnunni er að leiða teymi sem vinnur að lóðsun og stjórnun á þróunarteymum tölvuleiksins og er ábyrgur fyrir vinnukerfinu, sem allir í þessu umhverfi vinna eftir, og einnig stöðugum endurbótum á því. „Þetta eru um 400 manns sem vinna í teymum og skila frá sér tölvuleiknum á tveggja til þriggja vikna fresti til spilara úti um allan heim. Ég samkeyri það sem þessi teymi eru að gera,“ segir Aðalsteinn, sem segist einblína á að ganga úr skugga um að teymin nái eins góðum árangri og þau mögulega geta. Hann segir ástæðu velgengninnar aðallega vera þá að leikurinn sé einfaldlega rosalega góður. „Svo hefur hann mikið endurspilunargildi. Það er mikil dýpt og breidd í leiknum og þó það sé svolítið flókið að byrja að spila þá lærir maður fljótt inn á hann,“ segir Aðalsteinn.Síðasta heimsmeistaramót í LoL var haldið í Staples Center í Los Angeles, á heimavelli körfuboltaliðsins LA Lakers.Vísir/JesterAtvinnumenn í LoL „Leikurinn er spilaður bæði af nýgræðingum eða áhugamönnum úti um allan heim. En það er líka keppt í þessu sem íþróttagrein á heimsvísu. Það er bara hefðbundið atvinnumannaumhverfi. Aðalsteinn segir muninn á þeim sem spila leikinn sér til dundurs og öðrum sem spila á hæstu stigum og keppa til að mynda á heimsmeistaramótum vera gríðarlegan. „Þetta er atvinnumannaíþrótt, bæði eru almennt peningaverðlaun í boði og síðan eru liðin styrkt af fyrirtækjum um allan heim,“ segir Aðalsteinn. Sem dæmi er lið frá Danmörku, Copenhagen Wolves, styrkt af Adidas. Þá segir Aðalsteinn þekkja dæmi um lið sem haldi til í villu í Beverly Hills þar sem liðsmenn búa allir saman, æfa alla daga og gera ekkert annað. „Þá erum við með vikulegar útsendingar frá keppnum úti um allan heim. Það er meira áhorf á þessar vikulegu útsendingar okkar af keppnum LoL heldur en útsendingar af hafnabolta, sem er þjóðaríþrótt Bandaríkjanna,“ segir Aðalsteinn. Leikurinn er ókeypis og hægt er að spila endalaust án þess að greiða nokkuð fyrir það. Aðalsteinn segir þó að tekjumódelið sé traust. „Þetta virkar þannig að við bjóðum upp á yfir 100 hetjur sem hafa hver og ein ákveðna hæfileika. Í hverri viku er ókeypis að spila tíu af þessum rúmlega 100 hetjum en það er breytilegt hverjar þær eru. Fólki finnst oft gaman að spila eina ákveðna hetju og þá kaupir það hana. Síðan gerir fólk útlitsbreytingar á sínum hetjum, til að persónugera þær. Það er oft mjög flott og fallegt og við erum með sérstaka hönnuði sem eru bara í því að gera þessar útlitsbreytingar,“ segir Aðalsteinn.Miðja tölvuleikjaiðnaðarins Aðspurður um muninn á því að vinna í leikjabransanum úti og heima segir Aðalsteinn léttur að mesti munurinn felist í loftslaginu. „En við leggjum rosalega mikið upp úr því að ráða til okkar toppfólk og það er töluvert auðveldara í borg eins og Los Angeles, sem er mikil miðja tölvuleikja- og skemmtanaiðnaðarins, að sannfæra fólk um að flytjast hingað heldur en á eyju í norðanverðu Atlantshafi.“
Tengdar fréttir Tölvuleikjamarkaðurinn þenst út Leikir á netinu og í fartæki kynda undir gífurlegan vöxt í leikjaiðnaði. Tekjuspár nálgast stjarnfræðilegar stærðir. 26. febrúar 2014 10:14 Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Tölvuleikjamarkaðurinn þenst út Leikir á netinu og í fartæki kynda undir gífurlegan vöxt í leikjaiðnaði. Tekjuspár nálgast stjarnfræðilegar stærðir. 26. febrúar 2014 10:14