Segjum JÁ við líffæragjöf Jórunn Sörensen skrifar 15. febrúar 2014 06:00 Eftir lestur greinar Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, formanns velferðarnefndar, sem birtist í Fréttablaðinu 1. febrúar sl., verður ekki hjá því komist að velta því fyrir sér af hverju hún vill leggja stein í götu þess að gengið sé út frá ætluðu samþykki í frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi um breytingu á lögum um brottnám líffæra en Sigríður Ingibjörg lætur að því liggja í grein sinni að ef til vill þurfi ekki að gera slíka breytingu á lögunum. Sigríður Ingibjörg kemst að þessari niðurstöðu eftir að hafa heyrt skoðanir „sumra siðfræðinga“ sem hún kallar svo en þeir, segir Sigríður Ingibjörg: „benda á að líffæragjöf sé mikilvæg gjöf og það eigi ekki að taka ákvörðunina um að gefa slíka gjöf af fólki með lagasetningu“. Það er út af fyrir sig athyglisvert að „sumir siðfræðingar“ líti á það sem neikvætt að löggjöfin vilji greiða fyrir því að líffæri þeirra sem látast með sviplegum hætti séu notuð til lækninga. Með breytingu á lögum um brottnám líffæra, frá ætlaðri neitun í ætlað samþykki, verður viðhorf löggjafans til líffæragjafar jákvætt og þar með verður það eðlilegri og auðveldari ákvörðun fyrir ættingja að samþykkja líffæragjöf látins ástvinar. Af hverju velur Sigríður Ingibjörg ekki að halda á lofti áliti annarra siðfræðinga eins og til dæmis skoðun dr. Vilhjálms Árnasonar heimspekings sem hann setur fram í bók sinni „Siðfræði lífs og dauða“? Þar ber hann saman kostina tvo – ætlað samþykki og ætlaða neitun og segir: „Í ljósi þess sem ég hef sagt um rök fyrir líffæragjöfum, þá tel ég að fyrra viðhorfið sé ákjósanlegra frá siðfræðilegu sjónarmiði […] Í siðuðu samfélagi er eðlilegra að gera ráð fyrir því að manneskjan vilji koma náunga sínum til hjálpar í neyð heldur en að hún hafni því.“ (V.Á. Reykjavík 1993, s: 174-175). Þetta viðhorf hafa allar þjóðirnar í kringum okkur nú þegar gert að sínu og breytt sínum lögum um brottnám líffæra í ætlað samþykki. Er það einlæg von mín að Íslendingar beri gæfu til þess að gera það einnig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Eftir lestur greinar Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, formanns velferðarnefndar, sem birtist í Fréttablaðinu 1. febrúar sl., verður ekki hjá því komist að velta því fyrir sér af hverju hún vill leggja stein í götu þess að gengið sé út frá ætluðu samþykki í frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi um breytingu á lögum um brottnám líffæra en Sigríður Ingibjörg lætur að því liggja í grein sinni að ef til vill þurfi ekki að gera slíka breytingu á lögunum. Sigríður Ingibjörg kemst að þessari niðurstöðu eftir að hafa heyrt skoðanir „sumra siðfræðinga“ sem hún kallar svo en þeir, segir Sigríður Ingibjörg: „benda á að líffæragjöf sé mikilvæg gjöf og það eigi ekki að taka ákvörðunina um að gefa slíka gjöf af fólki með lagasetningu“. Það er út af fyrir sig athyglisvert að „sumir siðfræðingar“ líti á það sem neikvætt að löggjöfin vilji greiða fyrir því að líffæri þeirra sem látast með sviplegum hætti séu notuð til lækninga. Með breytingu á lögum um brottnám líffæra, frá ætlaðri neitun í ætlað samþykki, verður viðhorf löggjafans til líffæragjafar jákvætt og þar með verður það eðlilegri og auðveldari ákvörðun fyrir ættingja að samþykkja líffæragjöf látins ástvinar. Af hverju velur Sigríður Ingibjörg ekki að halda á lofti áliti annarra siðfræðinga eins og til dæmis skoðun dr. Vilhjálms Árnasonar heimspekings sem hann setur fram í bók sinni „Siðfræði lífs og dauða“? Þar ber hann saman kostina tvo – ætlað samþykki og ætlaða neitun og segir: „Í ljósi þess sem ég hef sagt um rök fyrir líffæragjöfum, þá tel ég að fyrra viðhorfið sé ákjósanlegra frá siðfræðilegu sjónarmiði […] Í siðuðu samfélagi er eðlilegra að gera ráð fyrir því að manneskjan vilji koma náunga sínum til hjálpar í neyð heldur en að hún hafni því.“ (V.Á. Reykjavík 1993, s: 174-175). Þetta viðhorf hafa allar þjóðirnar í kringum okkur nú þegar gert að sínu og breytt sínum lögum um brottnám líffæra í ætlað samþykki. Er það einlæg von mín að Íslendingar beri gæfu til þess að gera það einnig.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun