Innlent

Fékk Sony-myndavél í verðlaun

Freyr Bjarnason skrifar
Frá vinstri: Gísli Þorsteinsson, markaðsstjóri Nýherja, Jón Rúnar Hilmarsson og Eyjólfur Jóhannsson, vörustjóri Sony hjá Nýherja.
Frá vinstri: Gísli Þorsteinsson, markaðsstjóri Nýherja, Jón Rúnar Hilmarsson og Eyjólfur Jóhannsson, vörustjóri Sony hjá Nýherja. Fréttablaðið/Vilhelm
Jón Rúnar Hilmarsson, sem bar sigur úr býtum í jólamyndakeppni Fréttablaðsins, fékk á dögunum afhent sigurlaunin sem voru glæsileg Sony-myndavél frá Sony Center.

Um er að ræða svokallaða A300-vél með útskiptanlegum linsum og HD-vídeóupptöku.

Sigurmynd Jóns var af norðurljósum yfir Skarðshyrnunni á Skarðsheiði, en hann býr í Melahverfinu í Hvalfirði þar sem hann starfar sem skólastjóri.

Alls bárust 272 myndir í jólamyndakeppnina en þátttakendur hlóðu upp myndum sínum á vefsíðuna Ljosmyndakeppni.visir.is þar sem hægt er að skoða allar myndirnar.

Lesendur gátu kosið myndir á Vísi og hafði dómnefnd keppninnar kosninguna til hliðsjónar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×