Enginn fullur á Samfés Snærós Sindradóttir skrifar 7. mars 2014 12:29 Myndin er tekin á Samfestingnum árið 2012 VÍSIR/Anton Brink Búist er við 4500 ungmennum á tónleika Samfés, Samfestinginn, í Laugardalshöll í kvöld. Hátt í 400 starfsmenn munu fylgja ungmennunum til að tryggja að allt fari vel fram. Páll Óskar mun tryggja stuð í höllinni auk þess sem hljómsveitin Retro Stefson mun leika fyrir dansi. „Það er bara mjög góð stemning“ segir bassaleikari Retro Stefson, Logi Pedro Stefánsson. „Fyrstu tónleikar Retro Stefson fyrir utan Austurbæjarskóla voru á Samfés.“ Þetta er í annað sinn sem hljómsveitin spilar á tónleikunum. Retro Stefson leika fyrir dansi. Samkvæmt Loga Pedro, bassaleikara hljómsveitarinnar, er mikil stemning fyrir kvöldinu.VÍSIR/Magnús AndersenEngin unglingadrykkjaBjörg Jónsdóttir, framkvæmdastýra Samfés, segir að síðustu ár hafi gengið áfallalaust fyrir sig. Samfestingurinn er áfengis og tóbakslaus samkoma og þau skilaboð hafa komist rækilega til skila til ungmennanna „Það hefur ekki komið upp eitt einasta tilvik síðastliðin 4 eða 5 ár“ segir Björg og bætir við „Unglingar eru svo frábærir.“Ekki reglur heldur viðmið um klæðaburðReglur um klæðaburð hafa jafnan vakið athygli og sitt sýnist hverjum. Ekki má klæðast of flegnu og ef pilsfaldurinn er fyrir ofan hné skal vera í þekjandi sokkabuxum undir. „Foreldrar hafa verið þakklátir fyrir þessi viðmið“ segir Björg „Með því að vera með svona viðmið erum við að kalla eftir því að starfsfólk, foreldrar og unglingar ræði saman um ákveðna hluti.“Páll Óskar heldur uppi stuðinu langt fram á kvöldVISIR/VilhelmBjörg segir að þessar reglur hafi ekki ollið vandræðum á Samfestingnum sjálfum „Það hafa kannski komið eitt eða tvö atvik sem hafa verið á gráu svæði.“ Öll mál eru þó leyst með hagsmuni unglinganna að leiðarljósi „Við myndum aldrei henda neinum út eða senda neinn heim, við bara leysum þessi mál.“Stemning hjá unglingum í VesturbæFélagsmiðstöðin Frosti í Vesturbæ mætir á ballið með 86 ungmenni. Ásta Lára Jónsdóttir, verkefnastýra hjá Frosta segir að mikil stemning ríki á meðal ungmennanna. „Unglingarnir á Íslandi eru til fyrirmyndar þegar kemur að svona hátíð. Þetta er stærsta unglingahátíð sem er haldin á landinu og aldrei neitt stórvægilegt sem kemur upp. Það verður bara stuð og stemning.“Söngkeppnin Samfés fer fram á morgun og hefst klukkan 13. Keppnin verður í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Popp Tíví og hér á Vísi. Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Sjá meira
Búist er við 4500 ungmennum á tónleika Samfés, Samfestinginn, í Laugardalshöll í kvöld. Hátt í 400 starfsmenn munu fylgja ungmennunum til að tryggja að allt fari vel fram. Páll Óskar mun tryggja stuð í höllinni auk þess sem hljómsveitin Retro Stefson mun leika fyrir dansi. „Það er bara mjög góð stemning“ segir bassaleikari Retro Stefson, Logi Pedro Stefánsson. „Fyrstu tónleikar Retro Stefson fyrir utan Austurbæjarskóla voru á Samfés.“ Þetta er í annað sinn sem hljómsveitin spilar á tónleikunum. Retro Stefson leika fyrir dansi. Samkvæmt Loga Pedro, bassaleikara hljómsveitarinnar, er mikil stemning fyrir kvöldinu.VÍSIR/Magnús AndersenEngin unglingadrykkjaBjörg Jónsdóttir, framkvæmdastýra Samfés, segir að síðustu ár hafi gengið áfallalaust fyrir sig. Samfestingurinn er áfengis og tóbakslaus samkoma og þau skilaboð hafa komist rækilega til skila til ungmennanna „Það hefur ekki komið upp eitt einasta tilvik síðastliðin 4 eða 5 ár“ segir Björg og bætir við „Unglingar eru svo frábærir.“Ekki reglur heldur viðmið um klæðaburðReglur um klæðaburð hafa jafnan vakið athygli og sitt sýnist hverjum. Ekki má klæðast of flegnu og ef pilsfaldurinn er fyrir ofan hné skal vera í þekjandi sokkabuxum undir. „Foreldrar hafa verið þakklátir fyrir þessi viðmið“ segir Björg „Með því að vera með svona viðmið erum við að kalla eftir því að starfsfólk, foreldrar og unglingar ræði saman um ákveðna hluti.“Páll Óskar heldur uppi stuðinu langt fram á kvöldVISIR/VilhelmBjörg segir að þessar reglur hafi ekki ollið vandræðum á Samfestingnum sjálfum „Það hafa kannski komið eitt eða tvö atvik sem hafa verið á gráu svæði.“ Öll mál eru þó leyst með hagsmuni unglinganna að leiðarljósi „Við myndum aldrei henda neinum út eða senda neinn heim, við bara leysum þessi mál.“Stemning hjá unglingum í VesturbæFélagsmiðstöðin Frosti í Vesturbæ mætir á ballið með 86 ungmenni. Ásta Lára Jónsdóttir, verkefnastýra hjá Frosta segir að mikil stemning ríki á meðal ungmennanna. „Unglingarnir á Íslandi eru til fyrirmyndar þegar kemur að svona hátíð. Þetta er stærsta unglingahátíð sem er haldin á landinu og aldrei neitt stórvægilegt sem kemur upp. Það verður bara stuð og stemning.“Söngkeppnin Samfés fer fram á morgun og hefst klukkan 13. Keppnin verður í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Popp Tíví og hér á Vísi.
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Sjá meira