Enginn fullur á Samfés Snærós Sindradóttir skrifar 7. mars 2014 12:29 Myndin er tekin á Samfestingnum árið 2012 VÍSIR/Anton Brink Búist er við 4500 ungmennum á tónleika Samfés, Samfestinginn, í Laugardalshöll í kvöld. Hátt í 400 starfsmenn munu fylgja ungmennunum til að tryggja að allt fari vel fram. Páll Óskar mun tryggja stuð í höllinni auk þess sem hljómsveitin Retro Stefson mun leika fyrir dansi. „Það er bara mjög góð stemning“ segir bassaleikari Retro Stefson, Logi Pedro Stefánsson. „Fyrstu tónleikar Retro Stefson fyrir utan Austurbæjarskóla voru á Samfés.“ Þetta er í annað sinn sem hljómsveitin spilar á tónleikunum. Retro Stefson leika fyrir dansi. Samkvæmt Loga Pedro, bassaleikara hljómsveitarinnar, er mikil stemning fyrir kvöldinu.VÍSIR/Magnús AndersenEngin unglingadrykkjaBjörg Jónsdóttir, framkvæmdastýra Samfés, segir að síðustu ár hafi gengið áfallalaust fyrir sig. Samfestingurinn er áfengis og tóbakslaus samkoma og þau skilaboð hafa komist rækilega til skila til ungmennanna „Það hefur ekki komið upp eitt einasta tilvik síðastliðin 4 eða 5 ár“ segir Björg og bætir við „Unglingar eru svo frábærir.“Ekki reglur heldur viðmið um klæðaburðReglur um klæðaburð hafa jafnan vakið athygli og sitt sýnist hverjum. Ekki má klæðast of flegnu og ef pilsfaldurinn er fyrir ofan hné skal vera í þekjandi sokkabuxum undir. „Foreldrar hafa verið þakklátir fyrir þessi viðmið“ segir Björg „Með því að vera með svona viðmið erum við að kalla eftir því að starfsfólk, foreldrar og unglingar ræði saman um ákveðna hluti.“Páll Óskar heldur uppi stuðinu langt fram á kvöldVISIR/VilhelmBjörg segir að þessar reglur hafi ekki ollið vandræðum á Samfestingnum sjálfum „Það hafa kannski komið eitt eða tvö atvik sem hafa verið á gráu svæði.“ Öll mál eru þó leyst með hagsmuni unglinganna að leiðarljósi „Við myndum aldrei henda neinum út eða senda neinn heim, við bara leysum þessi mál.“Stemning hjá unglingum í VesturbæFélagsmiðstöðin Frosti í Vesturbæ mætir á ballið með 86 ungmenni. Ásta Lára Jónsdóttir, verkefnastýra hjá Frosta segir að mikil stemning ríki á meðal ungmennanna. „Unglingarnir á Íslandi eru til fyrirmyndar þegar kemur að svona hátíð. Þetta er stærsta unglingahátíð sem er haldin á landinu og aldrei neitt stórvægilegt sem kemur upp. Það verður bara stuð og stemning.“Söngkeppnin Samfés fer fram á morgun og hefst klukkan 13. Keppnin verður í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Popp Tíví og hér á Vísi. Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
Búist er við 4500 ungmennum á tónleika Samfés, Samfestinginn, í Laugardalshöll í kvöld. Hátt í 400 starfsmenn munu fylgja ungmennunum til að tryggja að allt fari vel fram. Páll Óskar mun tryggja stuð í höllinni auk þess sem hljómsveitin Retro Stefson mun leika fyrir dansi. „Það er bara mjög góð stemning“ segir bassaleikari Retro Stefson, Logi Pedro Stefánsson. „Fyrstu tónleikar Retro Stefson fyrir utan Austurbæjarskóla voru á Samfés.“ Þetta er í annað sinn sem hljómsveitin spilar á tónleikunum. Retro Stefson leika fyrir dansi. Samkvæmt Loga Pedro, bassaleikara hljómsveitarinnar, er mikil stemning fyrir kvöldinu.VÍSIR/Magnús AndersenEngin unglingadrykkjaBjörg Jónsdóttir, framkvæmdastýra Samfés, segir að síðustu ár hafi gengið áfallalaust fyrir sig. Samfestingurinn er áfengis og tóbakslaus samkoma og þau skilaboð hafa komist rækilega til skila til ungmennanna „Það hefur ekki komið upp eitt einasta tilvik síðastliðin 4 eða 5 ár“ segir Björg og bætir við „Unglingar eru svo frábærir.“Ekki reglur heldur viðmið um klæðaburðReglur um klæðaburð hafa jafnan vakið athygli og sitt sýnist hverjum. Ekki má klæðast of flegnu og ef pilsfaldurinn er fyrir ofan hné skal vera í þekjandi sokkabuxum undir. „Foreldrar hafa verið þakklátir fyrir þessi viðmið“ segir Björg „Með því að vera með svona viðmið erum við að kalla eftir því að starfsfólk, foreldrar og unglingar ræði saman um ákveðna hluti.“Páll Óskar heldur uppi stuðinu langt fram á kvöldVISIR/VilhelmBjörg segir að þessar reglur hafi ekki ollið vandræðum á Samfestingnum sjálfum „Það hafa kannski komið eitt eða tvö atvik sem hafa verið á gráu svæði.“ Öll mál eru þó leyst með hagsmuni unglinganna að leiðarljósi „Við myndum aldrei henda neinum út eða senda neinn heim, við bara leysum þessi mál.“Stemning hjá unglingum í VesturbæFélagsmiðstöðin Frosti í Vesturbæ mætir á ballið með 86 ungmenni. Ásta Lára Jónsdóttir, verkefnastýra hjá Frosta segir að mikil stemning ríki á meðal ungmennanna. „Unglingarnir á Íslandi eru til fyrirmyndar þegar kemur að svona hátíð. Þetta er stærsta unglingahátíð sem er haldin á landinu og aldrei neitt stórvægilegt sem kemur upp. Það verður bara stuð og stemning.“Söngkeppnin Samfés fer fram á morgun og hefst klukkan 13. Keppnin verður í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Popp Tíví og hér á Vísi.
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira