Læknar þýska ökuþórsins Michael Schumacher eru enn að vinna í því að vekja hann úr dái en rúmir þrír mánuðir eru síðan hann slasaðist alvarlega á skíðum.
"Michael er enn á því stigi að við erum að reyna að vekja hann. Staðan á honum hefur ekkert breyst," sagði í yfirlýsingu.
Schumacher meiddist alvarlega á höfði og var settur í dá af læknum til þess að aðstoða við að minnka þrýstinginn á heilanum.
Fjölskylda Schumacher er enn vongóð um að sagan fái farsælan endi og hún gerir sér grein fyrir því að það geti tekið langan tíma að vekja sjúklinginn.