Ólafur byrjar vel í úrtökumóti í Frakklandi Jón Júlíus Karlsson skrifar 23. september 2014 21:46 Ólafur Björn Loftsson ásamt föður sínum, Lofti Ólafssyni. Vísir/Ólafur Björn Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum lék fyrsta hringinn í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina í Frakklandi á 69 höggum eða tveimur höggum undir pari. Ólafur er í 14. sæti eftir fyrsta keppnisdag en 20-25 efstu kylfingarnir í mótinu komast áfram á næsta stig. Ólafur Björn var stöðugur í dag en hann fékk fjóra fugla og tvo skolla. Hann er þremur höggum á eftir efstu mönnum en fimm kylfingar léku á 66 höggum í dag. Leikið Golf d'Hardelot vellinum í Frakklandi. Á Facebook-síðu sinni kveðst Ólafur vera sáttur með spilamennsku dagsins. „Boltaslátturinn var betri en í síðustu mótum, hitti allar brautirnar nema eina og hitti 16 flatir í tilætluðum höggafjölda. Púttin voru ágæt á hringnum þó ég hefði verið til í að sjá aðeins fleiri detta. Frábært að hafa pabba á pokanum, við skemmtum okkur vel í dag. Nú er það bara að halda áfram að hafa gaman og gera enn betur á morgun,“ skrifar Ólafur. Fjórir íslenskrir kylfingar taka þátt í úrtökumótunum fyrir Evrópumótaröðina. Í síðustu viku komst Þórður Rafn Gissurarson úr GR áfram á annað stig eftir að hafa orðið í 23. sæti í móti í Englandi. Axel Bóasson úr GK féll úr keppni eftir þátttöku í móti í Þýskalandi. Íslandsmeistarinn Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG verður meðal keppenda í úrtökumóti sem fram fer í Portúgal í næstu viku. Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum lék fyrsta hringinn í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina í Frakklandi á 69 höggum eða tveimur höggum undir pari. Ólafur er í 14. sæti eftir fyrsta keppnisdag en 20-25 efstu kylfingarnir í mótinu komast áfram á næsta stig. Ólafur Björn var stöðugur í dag en hann fékk fjóra fugla og tvo skolla. Hann er þremur höggum á eftir efstu mönnum en fimm kylfingar léku á 66 höggum í dag. Leikið Golf d'Hardelot vellinum í Frakklandi. Á Facebook-síðu sinni kveðst Ólafur vera sáttur með spilamennsku dagsins. „Boltaslátturinn var betri en í síðustu mótum, hitti allar brautirnar nema eina og hitti 16 flatir í tilætluðum höggafjölda. Púttin voru ágæt á hringnum þó ég hefði verið til í að sjá aðeins fleiri detta. Frábært að hafa pabba á pokanum, við skemmtum okkur vel í dag. Nú er það bara að halda áfram að hafa gaman og gera enn betur á morgun,“ skrifar Ólafur. Fjórir íslenskrir kylfingar taka þátt í úrtökumótunum fyrir Evrópumótaröðina. Í síðustu viku komst Þórður Rafn Gissurarson úr GR áfram á annað stig eftir að hafa orðið í 23. sæti í móti í Englandi. Axel Bóasson úr GK féll úr keppni eftir þátttöku í móti í Þýskalandi. Íslandsmeistarinn Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG verður meðal keppenda í úrtökumóti sem fram fer í Portúgal í næstu viku.
Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira