Enski boltinn

Debuchy frá keppni í þrjá mánuði

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Mathieu Debuchy verður lengi frá.
Mathieu Debuchy verður lengi frá. vísir/getty
Mathieu Debuchy, hægri bakvörður Arsenal, verður frá keppni vegna ökklameiðsla næstu þrjá mánuðina, en hann gekkst undir uppskurð í gær.

Franski landsliðsmaðurinn var borinn af velli í leik liðsins gegn Manchester City fyrir rúmri viku síðan og var fyrst talið að hann yrði frá í rúmar sex vikur.

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segir þetta áfall fyrir liðið, en Debuchy var fenginn til að leysa af annan Frakka, Bakary Sagna sem fór til Manchester City.

„Hversu mikið áfall þetta er kemur í ljós síðar. Það fer eftir því hvernig við leysum hann af. Við fengum CalumChambers til að gera það,“ sagði Arsene Wenger.

Chambers, sem kom til Arsenal í sumar frá Southampton fyrir 16 milljónir punda, meiddist einnig eftir jafnteflið gegn City og því þurfti Spánverjinn HéctorBellerín að spila í tapinu gegn Dortmund í Meistaradeildinni í síðustu viku.

Chambers, sem einnig er 19 ára gamall, var mættur aftur í byrjunarlið Arsenal þegar liðið rúllaði yfir Aston Villa, 3-0, um síðustu helgi, en hann á nú von á mörgum leikjum í byrjunarliðinu vegna fjarveru Debuchy.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×