Watson ætlar að fella bestu menn Evrópu Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. september 2014 11:30 Tom Watson er elsti fyrirliðinn í sögu bandaríska Ryder-liðsins. vísir/getty Tom Watson, fyrirliði Ryder-liðs Bandaríkjanna, leggur upp með þá leikáætlun að leggja bestu menn Evrópu um helgina og einbeitir sér þar að Rory McIlroy og IanPoulter. Bandaríkin hafa ekki unnið Ryder-bikarinn í Evrópu í 21 ár og heimamenn mæta til leiks með besta kylfing heims, Rory McIlroy, og þrjá af fjórum sigurvegurum risamótanna í ár. Tom Watson á góðar minningar frá Skotlandi en þar vann hann fjóra af fimm sigrum sínum á opna breska meistaramótinu. Hann er viss um að sínir menn geti lagt Rory og Poulter að velli og fagnað sigri í Ryder-bikarnum. „Þegar bestu leikmenn andstæðingsins eru sigraðir gefur það þínu liði mikinn kraft. Niðurstaðan er alltaf sú, að ef okkar kylfingar vinna fleiri leiki en þeir tapa þá vinnum við sem lið. Þetta er það sem ég hef sagt okkar liði,“ segir Tom Watson. „Poulter hefur unnið 80 prósent allra leikja sinna í Ryder-bikarnum. Við viljum minnka það sigurhlutfall,“ segir Watson. Bandaríkin vilja hefna ófaranna í Medinah í fyrra þar sem þau voru 10-6 yfir fyrir lokadaginn en töpuðu átta einstaklingsviðureignum og gerðu eitt jafntefli sem færði Evrópu sigurinn. „Ég hef gert öllum í mínu liði það ljóst að við erum mættir til að bæta fyrir tapið í fyrra. Þeir sem voru í tapliðinu 2012 þurfa að bæta fyrir það sem gerðist þá,“ segir Tom Watson. Golf Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Körfubolti Antony búinn að skora jafn oft fyrir Betis og United á tímabilinu Fótbolti Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íslenski boltinn Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Handbolti Mark Hákons fékk ekki að standa og Lille tapaði gegn botnliðinu Fótbolti Jafntefli niðurstaðan í nágrannatoppslag Fótbolti Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Enski boltinn „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ Handbolti Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Tom Watson, fyrirliði Ryder-liðs Bandaríkjanna, leggur upp með þá leikáætlun að leggja bestu menn Evrópu um helgina og einbeitir sér þar að Rory McIlroy og IanPoulter. Bandaríkin hafa ekki unnið Ryder-bikarinn í Evrópu í 21 ár og heimamenn mæta til leiks með besta kylfing heims, Rory McIlroy, og þrjá af fjórum sigurvegurum risamótanna í ár. Tom Watson á góðar minningar frá Skotlandi en þar vann hann fjóra af fimm sigrum sínum á opna breska meistaramótinu. Hann er viss um að sínir menn geti lagt Rory og Poulter að velli og fagnað sigri í Ryder-bikarnum. „Þegar bestu leikmenn andstæðingsins eru sigraðir gefur það þínu liði mikinn kraft. Niðurstaðan er alltaf sú, að ef okkar kylfingar vinna fleiri leiki en þeir tapa þá vinnum við sem lið. Þetta er það sem ég hef sagt okkar liði,“ segir Tom Watson. „Poulter hefur unnið 80 prósent allra leikja sinna í Ryder-bikarnum. Við viljum minnka það sigurhlutfall,“ segir Watson. Bandaríkin vilja hefna ófaranna í Medinah í fyrra þar sem þau voru 10-6 yfir fyrir lokadaginn en töpuðu átta einstaklingsviðureignum og gerðu eitt jafntefli sem færði Evrópu sigurinn. „Ég hef gert öllum í mínu liði það ljóst að við erum mættir til að bæta fyrir tapið í fyrra. Þeir sem voru í tapliðinu 2012 þurfa að bæta fyrir það sem gerðist þá,“ segir Tom Watson.
Golf Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Körfubolti Antony búinn að skora jafn oft fyrir Betis og United á tímabilinu Fótbolti Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íslenski boltinn Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Handbolti Mark Hákons fékk ekki að standa og Lille tapaði gegn botnliðinu Fótbolti Jafntefli niðurstaðan í nágrannatoppslag Fótbolti Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Enski boltinn „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ Handbolti Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira