Enski boltinn

Sjáðu flottustu mörkin, markvörslurnar og tilþrifin í enska boltanum um helgina

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Frank Lampard skoraði gegn sínum gömlu félögum í Chelsea.
Frank Lampard skoraði gegn sínum gömlu félögum í Chelsea. vísir/getty
Nýliðar Leicester stálu senunni í fimmtu umferð ensku úrvalsdeildarinnar fótbolta um helgina með því að vinna milljónalið Manchester United 5-3 eftir að lenda 3-1 undir í seinni hálfleik.

Frank Lampard skoraði einnig fyrir Manchester City gegn sínum gömlu félögum í Chelsea í stórleik helgarinnar þar sem liðin skildu jöfn, 1-1, á Etihad-vellinum.

Arsenal hrökk í gírinn og rúllaði yfir Aston Villa, 3-0, þar sem hinn mikið gagnrýndi MesutÖzil fór á kostum og DannyWelbeck skoraði.

Hér að neðan má sjá mörkin úr öllum leikjum helgarinnar og allt það helsta frá fimmtu umferðinni; flottustu tilþrifin, flottustu mörkin, flottustu markvörslunar, stóru stundina og hina hliðina.

Þessi myndbönd koma inn á sjónvarpsvef Vísis eftir hverja umferð.

Mörkin úr leikjum helgarinnar:

Leicester - Man. Utd 5-3

Tottenham - WBA 0-1

Aston Villa - Arsenal 0-3

Everton - Crystal Palace 2-3

Man. City - Chelsea 1-1

Swansea - Southampton 0-1

QPR - Stoke 2-2

Burnley - Sunderland 0-0

Newcastle - Hull 2-2

West Ham - Liverpool

Leikmaður umferðarinnar: Lið umferðarinnar: Markvörslur umferðarinnar: Mörk umferðarinnar: Tilþrif umferðarinnar: Stóra stundin: Hin hliðin: 5. umferðin gerð upp:

Tengdar fréttir

Meulensteen: Kaupin á Rojo slæm fyrir Shaw

Vinstri bakvörðurinn Luke Shaw á enn eftir að leika sinn fyrsta keppnisleik fyrir Manchester United eftir vistaskiptin frá Southampton í sumar.

Ég er gagnrýndur meira en aðrir

Mesut Özil, miðjumaður Arsenal, hefur mátt þola mikla gagnrýni síðan hann gekk í raðir félagsins en hann svaraði þeim gagnrýnisröddum um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×