Hinn Neville-bróðirinn ræðst á United: Þarf að eyða 20 milljörðum í viðbót Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. september 2014 07:00 Gary Neville, fyrrverandi fyrirliði Manchester United, gagnrýndi sína gömlu félaga harðlega eftir 5-3 tapið gegn nýliðum Leicester á sunnudaginn og sagði liðið vera mjúkt í miðjunni. Nú ræðst bróðir hans, Phil Neville, sem spilaði fyrir United og þjálfaði það í fyrra, á sitt gamla félag, en hann starfar sem sérfræðingur BBC í dag. Gary starfar hjá Sky Sports. „Ég veit að Manchester United eyddi 150 milljónum punda (30 milljörðum króna) í leikmenn. Það eru samt tveir félagaskiptagluggar - þar sem liðið þarf að eyða kannski samtals 100 milljónum punda (20 milljörðum króna) - þangað til það getur einu sinni hugsað um að vinna Englandsmeistaratitilinn,“ sagði Phil Neville í útvarpsviðtali á BBC í gærkvöldi.Louis van Gaal fékk að eyða fúlgum fjár í sumar og keypti Ángel di María, dýrasta leikmann í sögu úrvalsdeildarinnar, AnderHerrera, DaleyBlind, Marcos Rojo, Luke Shaw og fékk Radamel Falcao að láni. En þetta er ekki nóg að mati Neville. „Miðvarðarstaðan er ennþá vandamál. Það þarf líka að bæta við mönnum á miðjuna.“Tyler Blackett, tvítugur strákur sem kemur úr unglingastarfi United, hefur byrjað alla fimm leikina til þessa í úrvalsdeildinni, en hann átti skelfilegan dag gegn Leicester og var rekinn af velli. „Það þarf gæði, ekki bara einhverja menn sem til eru. United þurfti á heimsklassa mönnum að halda. Það voru engir slíkir í boði og þess vegna mun United halda áfram að leita að slíkum mönnum í næstu tveimur félagaskiptagluggum,“ sagði Neville. „Ég er samt viss um að Chris Smalling verði góður og ég hef fulla trú á PhilJones. United er búið að kaupa mikið af erlendum leikmönnum en það má ekki gleyma ensku hryggjarsúlunni,“ sagði Phil Neville. Manchester United er í tólfta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með fimm stig eftir fimm leiki gegn Swansea, Sunderland, Burnley, QPR og Leicester. Enski boltinn Tengdar fréttir Van Gaal eyddi 30 milljörðum en byrjar verr en Moyes Manchester United með fimm stig eftir fimm leiki í ensku úrvalsdeildinni. 22. september 2014 10:15 Ótrúleg endurkoma þegar Leicester skellti Man. Utd. | Sjáðu mörkin Unnu 5-3 sigur á lánlausu liði United eftir að hafa lent 3-1 undir. 21. september 2014 00:01 Mata biðst afsökunar á tapinu gegn Leicester Spánverjinn kom inn á sem varamaður þegar nýliðarnir keyrðu yfir milljónalið Manchester United. 22. september 2014 15:45 Utandeildarhetjan sá um stjörnur Van Gaal Jamie Vardy átti þátt í öllum fimm mörkum Leicester í mögnuðum 5-3 sigri liðsins á stjörnum prýddu liði Manchester United. 22. september 2014 06:30 Neville lætur United-menn heyra það: Þið eruð ekki nógu harðir Fyrrverandi fyrirliði liðsins segir Leicester hafa farið illa með milljónalið Louis van Gaal. 22. september 2014 07:45 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Sjá meira
Gary Neville, fyrrverandi fyrirliði Manchester United, gagnrýndi sína gömlu félaga harðlega eftir 5-3 tapið gegn nýliðum Leicester á sunnudaginn og sagði liðið vera mjúkt í miðjunni. Nú ræðst bróðir hans, Phil Neville, sem spilaði fyrir United og þjálfaði það í fyrra, á sitt gamla félag, en hann starfar sem sérfræðingur BBC í dag. Gary starfar hjá Sky Sports. „Ég veit að Manchester United eyddi 150 milljónum punda (30 milljörðum króna) í leikmenn. Það eru samt tveir félagaskiptagluggar - þar sem liðið þarf að eyða kannski samtals 100 milljónum punda (20 milljörðum króna) - þangað til það getur einu sinni hugsað um að vinna Englandsmeistaratitilinn,“ sagði Phil Neville í útvarpsviðtali á BBC í gærkvöldi.Louis van Gaal fékk að eyða fúlgum fjár í sumar og keypti Ángel di María, dýrasta leikmann í sögu úrvalsdeildarinnar, AnderHerrera, DaleyBlind, Marcos Rojo, Luke Shaw og fékk Radamel Falcao að láni. En þetta er ekki nóg að mati Neville. „Miðvarðarstaðan er ennþá vandamál. Það þarf líka að bæta við mönnum á miðjuna.“Tyler Blackett, tvítugur strákur sem kemur úr unglingastarfi United, hefur byrjað alla fimm leikina til þessa í úrvalsdeildinni, en hann átti skelfilegan dag gegn Leicester og var rekinn af velli. „Það þarf gæði, ekki bara einhverja menn sem til eru. United þurfti á heimsklassa mönnum að halda. Það voru engir slíkir í boði og þess vegna mun United halda áfram að leita að slíkum mönnum í næstu tveimur félagaskiptagluggum,“ sagði Neville. „Ég er samt viss um að Chris Smalling verði góður og ég hef fulla trú á PhilJones. United er búið að kaupa mikið af erlendum leikmönnum en það má ekki gleyma ensku hryggjarsúlunni,“ sagði Phil Neville. Manchester United er í tólfta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með fimm stig eftir fimm leiki gegn Swansea, Sunderland, Burnley, QPR og Leicester.
Enski boltinn Tengdar fréttir Van Gaal eyddi 30 milljörðum en byrjar verr en Moyes Manchester United með fimm stig eftir fimm leiki í ensku úrvalsdeildinni. 22. september 2014 10:15 Ótrúleg endurkoma þegar Leicester skellti Man. Utd. | Sjáðu mörkin Unnu 5-3 sigur á lánlausu liði United eftir að hafa lent 3-1 undir. 21. september 2014 00:01 Mata biðst afsökunar á tapinu gegn Leicester Spánverjinn kom inn á sem varamaður þegar nýliðarnir keyrðu yfir milljónalið Manchester United. 22. september 2014 15:45 Utandeildarhetjan sá um stjörnur Van Gaal Jamie Vardy átti þátt í öllum fimm mörkum Leicester í mögnuðum 5-3 sigri liðsins á stjörnum prýddu liði Manchester United. 22. september 2014 06:30 Neville lætur United-menn heyra það: Þið eruð ekki nógu harðir Fyrrverandi fyrirliði liðsins segir Leicester hafa farið illa með milljónalið Louis van Gaal. 22. september 2014 07:45 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Sjá meira
Van Gaal eyddi 30 milljörðum en byrjar verr en Moyes Manchester United með fimm stig eftir fimm leiki í ensku úrvalsdeildinni. 22. september 2014 10:15
Ótrúleg endurkoma þegar Leicester skellti Man. Utd. | Sjáðu mörkin Unnu 5-3 sigur á lánlausu liði United eftir að hafa lent 3-1 undir. 21. september 2014 00:01
Mata biðst afsökunar á tapinu gegn Leicester Spánverjinn kom inn á sem varamaður þegar nýliðarnir keyrðu yfir milljónalið Manchester United. 22. september 2014 15:45
Utandeildarhetjan sá um stjörnur Van Gaal Jamie Vardy átti þátt í öllum fimm mörkum Leicester í mögnuðum 5-3 sigri liðsins á stjörnum prýddu liði Manchester United. 22. september 2014 06:30
Neville lætur United-menn heyra það: Þið eruð ekki nógu harðir Fyrrverandi fyrirliði liðsins segir Leicester hafa farið illa með milljónalið Louis van Gaal. 22. september 2014 07:45