Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - Valur 1-2 | Valsmenn byrja með látum Henry Birgir Gunnarsson í Laugardal skrifar 4. maí 2014 00:01 Vísir / Vilhelm Gunnarsson Valsmenn sendu út skýr skilaboð í Laugardalnum í kvöld. Liðið skellti þá Íslandsmeisturum KR í stórskemmtilegum leik. Fyrri hálfleikur var frábær skemmtun frá upphafi til enda. Bæði lið byrjuðu leikinn af miklum krafti. KR meira með boltann en Valsmenn gríðarlega duglegir í pressunni og gáfu KR-ingum engan tíma með boltann. Þeir sóttu svo hratt við hvert tækifæri. Fyrsta markið kom eftir flotta sendingu Hurst. Williamson tók boltann laglega niður og skoraði fallegt mark. KR-ingar reyndu hvað þeir gátu til að jafna en komust ekki í gegnum sterka vörn Vals. Ef þeir gáfu háan bolta át Nielsen það allt saman og hann gerði hið sama er þeir reyndu að spila sig í gegn. Valsmenn alltaf hættulegir í sínum sóknaraðgerðum og þeir skoruðu annað mark með síðustu spyrnu hálfleiksins. Frábær aukaspyrna hjá Magnúsi Má sem Kristinn setti í netið. Valsmenn í toppmálum í leikhléi. Haukur Páll átti skalla í síðari hálfleik sem virtist fara inn en ekkert dæmt. Aðeins nokkrum sekúndum síðar skoraði varamaðurinn Gary Martin með skalla eftir hornspyrnu annars varamanns, Óskars Arnar Haukssonar. Tvöfalt kjaftshögg fyrir Valsmenn. Eftir markið tóku KR-ingar yfir leikinn en þeim gekk illa að skapa sér færi nema upp úr föstum leikatriðum. Þeir náðu í raun aldrei að skapa neina stórhættu og Valsmenn fögnuðu mjög sterkum sigri. Valsmenn voru magnaðir í dag. Pressan sem þeir settu á KR strax frá upphafi var til fyrirmyndar og KR-ingar fundu engar leiðir. Pressan tók auðvitað sinn toll undir lokin en þeir héldu út. Nýi miðvörður liðsins, Mads Nielsen, var stórkostlegur og er mikill fengur fyrir liðið. Williamson sprækur lengstum og Kristinn alltaf hættulegur frammi. Ógnaði sífellt með hraða sínum og krafti eins og Gaupi segir ósjaldan. Magnús Már einnig öflugur og lagði upp mark með frábærri spyrnu. Valsmenn voru þéttir og með sama krafti geta þeir gert það virkilega gott í sumar. Haukur Páll meiddist í lokin og vonandi er hann ekki alvarlega meiddur. KR-ingar áttu einfaldlega ekki svör við leik Vals í dag. Það var lokað á þá alls staðar og kantmenn liðsins höfðu nákvæmlega ekkert fram að færa. Það var ekki fyrr en Óskar og Gary komu inn sem eitthvað fór að gerast. Það var of lítið og of seint.Vísir/VilhelmBaldur: Sólin var að trufla okkur "Mjög slæm byrjun á leiknum fór illa með okkur. Það er slæmt að tapa uppkestinu á svona dögum því það er rosalega erfitt að spila á móti sólinni," sagði Baldur Sigurðsson, fyrirliði KR. "Það var erfitt að horfa fram á við og við náðum aldrei neinum takti í okkar leik. Það var ekkert sjálfstraust í okkar spili og við kýldum boltanum bara fram. Varnarmennirnir og markvörðurinn töluðu um að það hefði verið erfitt að sjá fram í sólinni og skynja vegalengdir." Þessi sólarafsökun Baldurs er ódýr að mati blaðamanns enda spiluðu Valsmenn miklu betur og það var fyrst og fremst pressa Valsmanna sem gerði það að verkum að KR náði engum takti í sinn leik. "Ég er að segja að það er erfitt að spila okkar leik á móti svona sól. Þegar hún er svona lágt á lofti. Það er samt engin afsökun. Það er rétt hjá þér. Við vorum lélegir í dag. Sérstaklega í fyrri hálfleik. Valsmenn voru góðir í dag, ég tek það ekki af þeim. Þeir áttu sigurinn skilinn. "Við rifum okkur upp í seinni hálfleik en það dugði ekki. Nú er það bara næsti leikur. Það er nóg eftir af þessu móti."Vísir/VilhelmKristinn: Þetta var pottþétt mark hjá Hauki Kristinn Ingi Halldórsson, framherji Vals, brosti út að eyrum eftir leik en hann átti flottan leik og skoraði gott mark. "Við komum brjálaðir inn í leikinn og mér fannst við vinna þennan leik á baráttu," sagði Kristinn en pressa Valsmanna í leiknum var frábær. "Það var uppleggið og menn gjörsamlega keyrðu sig út. Ég viðurkenni að þetta var erfitt í lokin en við uppskárum þrjú stig." Valsmenn áttu líklega að fá dæmt mark skömmu áður en KR minnkaði muninn. "Þetta var pottþétt mark. Það þurfti karakter eftir þetta áfall og við sýndum hann. Rifum okkur upp. Það var mjög sterkt að vinna fyrsta leik en við verðum að mæta jafn brjálaðir í næsta leik." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Sjá meira
Valsmenn sendu út skýr skilaboð í Laugardalnum í kvöld. Liðið skellti þá Íslandsmeisturum KR í stórskemmtilegum leik. Fyrri hálfleikur var frábær skemmtun frá upphafi til enda. Bæði lið byrjuðu leikinn af miklum krafti. KR meira með boltann en Valsmenn gríðarlega duglegir í pressunni og gáfu KR-ingum engan tíma með boltann. Þeir sóttu svo hratt við hvert tækifæri. Fyrsta markið kom eftir flotta sendingu Hurst. Williamson tók boltann laglega niður og skoraði fallegt mark. KR-ingar reyndu hvað þeir gátu til að jafna en komust ekki í gegnum sterka vörn Vals. Ef þeir gáfu háan bolta át Nielsen það allt saman og hann gerði hið sama er þeir reyndu að spila sig í gegn. Valsmenn alltaf hættulegir í sínum sóknaraðgerðum og þeir skoruðu annað mark með síðustu spyrnu hálfleiksins. Frábær aukaspyrna hjá Magnúsi Má sem Kristinn setti í netið. Valsmenn í toppmálum í leikhléi. Haukur Páll átti skalla í síðari hálfleik sem virtist fara inn en ekkert dæmt. Aðeins nokkrum sekúndum síðar skoraði varamaðurinn Gary Martin með skalla eftir hornspyrnu annars varamanns, Óskars Arnar Haukssonar. Tvöfalt kjaftshögg fyrir Valsmenn. Eftir markið tóku KR-ingar yfir leikinn en þeim gekk illa að skapa sér færi nema upp úr föstum leikatriðum. Þeir náðu í raun aldrei að skapa neina stórhættu og Valsmenn fögnuðu mjög sterkum sigri. Valsmenn voru magnaðir í dag. Pressan sem þeir settu á KR strax frá upphafi var til fyrirmyndar og KR-ingar fundu engar leiðir. Pressan tók auðvitað sinn toll undir lokin en þeir héldu út. Nýi miðvörður liðsins, Mads Nielsen, var stórkostlegur og er mikill fengur fyrir liðið. Williamson sprækur lengstum og Kristinn alltaf hættulegur frammi. Ógnaði sífellt með hraða sínum og krafti eins og Gaupi segir ósjaldan. Magnús Már einnig öflugur og lagði upp mark með frábærri spyrnu. Valsmenn voru þéttir og með sama krafti geta þeir gert það virkilega gott í sumar. Haukur Páll meiddist í lokin og vonandi er hann ekki alvarlega meiddur. KR-ingar áttu einfaldlega ekki svör við leik Vals í dag. Það var lokað á þá alls staðar og kantmenn liðsins höfðu nákvæmlega ekkert fram að færa. Það var ekki fyrr en Óskar og Gary komu inn sem eitthvað fór að gerast. Það var of lítið og of seint.Vísir/VilhelmBaldur: Sólin var að trufla okkur "Mjög slæm byrjun á leiknum fór illa með okkur. Það er slæmt að tapa uppkestinu á svona dögum því það er rosalega erfitt að spila á móti sólinni," sagði Baldur Sigurðsson, fyrirliði KR. "Það var erfitt að horfa fram á við og við náðum aldrei neinum takti í okkar leik. Það var ekkert sjálfstraust í okkar spili og við kýldum boltanum bara fram. Varnarmennirnir og markvörðurinn töluðu um að það hefði verið erfitt að sjá fram í sólinni og skynja vegalengdir." Þessi sólarafsökun Baldurs er ódýr að mati blaðamanns enda spiluðu Valsmenn miklu betur og það var fyrst og fremst pressa Valsmanna sem gerði það að verkum að KR náði engum takti í sinn leik. "Ég er að segja að það er erfitt að spila okkar leik á móti svona sól. Þegar hún er svona lágt á lofti. Það er samt engin afsökun. Það er rétt hjá þér. Við vorum lélegir í dag. Sérstaklega í fyrri hálfleik. Valsmenn voru góðir í dag, ég tek það ekki af þeim. Þeir áttu sigurinn skilinn. "Við rifum okkur upp í seinni hálfleik en það dugði ekki. Nú er það bara næsti leikur. Það er nóg eftir af þessu móti."Vísir/VilhelmKristinn: Þetta var pottþétt mark hjá Hauki Kristinn Ingi Halldórsson, framherji Vals, brosti út að eyrum eftir leik en hann átti flottan leik og skoraði gott mark. "Við komum brjálaðir inn í leikinn og mér fannst við vinna þennan leik á baráttu," sagði Kristinn en pressa Valsmanna í leiknum var frábær. "Það var uppleggið og menn gjörsamlega keyrðu sig út. Ég viðurkenni að þetta var erfitt í lokin en við uppskárum þrjú stig." Valsmenn áttu líklega að fá dæmt mark skömmu áður en KR minnkaði muninn. "Þetta var pottþétt mark. Það þurfti karakter eftir þetta áfall og við sýndum hann. Rifum okkur upp. Það var mjög sterkt að vinna fyrsta leik en við verðum að mæta jafn brjálaðir í næsta leik."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Sjá meira