Menntamálaráðherra sigraði Steinda Jr. og Fjallið í troðslukeppni Kjartan Atli Kjartansson skrifar 24. nóvember 2014 16:32 Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra og ráðherra íþróttamála í landinu, vann troðslukeppni á vegum Körfuknattleikssambands Íslands í dag. Illugi lagði þar ekki ómerkari menn en Steinda Jr. grínista og Hafþór Júlíus Björnsson, kraftajötunn og fyrrum körfuboltamann. Menntamálaráðherra þrumaði niður fallegri troðslu, klæddur í skyrtu og með bindi. Hann notaði þó trampólín sér til hjálpar.Hægt er að sjá myndbönd af troðslunum neðst í fréttinni.Steindi setti tunguna út í loftinu að hætti Michael Jordan.vísir/pjeturSteindi Jr. tróð einnig með tilþrifum og hékk í hringnum og öskraði. Steindi var klæddur í Los Angeles Lakers treyju, merkta Kobe Bryant. Steindi þótti á sínum tíma ansi liðtækur í handbolta en var ekki frægur fyrir körfuknattleiksiðkun. Steindi er úr Mosfellsbæ og þar hefur handboltinn notið vinsælda, eins og rapparinn Dóri DNA kom inn á í lagi sínu Mosó. „Í Mosó ertu góður í skóla eða góður í handbolta.“Fjallið tróð af miklum styrk.vísir/pjeturHafþór Júlíus Björnsson, einnig þekktur sem Fjallið, þurfti ekkert trampólín fyrir sína troðslu. Hann vippaði sér upp og tróð með tilþrifum, enda var hann ákaflega efnilegur spilari hér um árið.Hafþór, Illugi og Steindi voru léttir.vísir/pjeturHafþór lék meðal annars með Breiðablik, FSu og KR. Hann var í yngri landsliðum Íslands og hafa einhverjir stungið upp á því í gamni að hann ætti að gefa kost á sér í landsliðið sem tekur þátt í úrslitum Evrópukeppninnar næsta sumar. Tilefnið að þessari troðslukeppni var kynning á nýjum styrktaraðila KKÍ. DHL Express mun styðja landsliðið til þriggja ára og kemur styrkurinn sér væntanlega vel fyrir komandi verkefni, en næstu opinberu leikir landsliðsins eru á Evrópumótinu. Árangur landsliðsins hefur vakið mikla athygli erlendis, enda þykir mönnum fréttnæmt að jafn lítil þjóð geti náð jafn miklum árangri í jafn vinsælli og útbreiddri íþrótt. Illugi treður með tilþrifum.vísir/pjeturTroðsla Illuga: Post by KKÍ - Körfuknattleikssamband Íslands. Troðsla Steinda: Post by KKÍ - Körfuknattleikssamband Íslands. Troðsla Hafþórs: Post by KKÍ - Körfuknattleikssamband Íslands. Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Grindavík | Bítur botnliðið frá sér? Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Sjá meira
Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra og ráðherra íþróttamála í landinu, vann troðslukeppni á vegum Körfuknattleikssambands Íslands í dag. Illugi lagði þar ekki ómerkari menn en Steinda Jr. grínista og Hafþór Júlíus Björnsson, kraftajötunn og fyrrum körfuboltamann. Menntamálaráðherra þrumaði niður fallegri troðslu, klæddur í skyrtu og með bindi. Hann notaði þó trampólín sér til hjálpar.Hægt er að sjá myndbönd af troðslunum neðst í fréttinni.Steindi setti tunguna út í loftinu að hætti Michael Jordan.vísir/pjeturSteindi Jr. tróð einnig með tilþrifum og hékk í hringnum og öskraði. Steindi var klæddur í Los Angeles Lakers treyju, merkta Kobe Bryant. Steindi þótti á sínum tíma ansi liðtækur í handbolta en var ekki frægur fyrir körfuknattleiksiðkun. Steindi er úr Mosfellsbæ og þar hefur handboltinn notið vinsælda, eins og rapparinn Dóri DNA kom inn á í lagi sínu Mosó. „Í Mosó ertu góður í skóla eða góður í handbolta.“Fjallið tróð af miklum styrk.vísir/pjeturHafþór Júlíus Björnsson, einnig þekktur sem Fjallið, þurfti ekkert trampólín fyrir sína troðslu. Hann vippaði sér upp og tróð með tilþrifum, enda var hann ákaflega efnilegur spilari hér um árið.Hafþór, Illugi og Steindi voru léttir.vísir/pjeturHafþór lék meðal annars með Breiðablik, FSu og KR. Hann var í yngri landsliðum Íslands og hafa einhverjir stungið upp á því í gamni að hann ætti að gefa kost á sér í landsliðið sem tekur þátt í úrslitum Evrópukeppninnar næsta sumar. Tilefnið að þessari troðslukeppni var kynning á nýjum styrktaraðila KKÍ. DHL Express mun styðja landsliðið til þriggja ára og kemur styrkurinn sér væntanlega vel fyrir komandi verkefni, en næstu opinberu leikir landsliðsins eru á Evrópumótinu. Árangur landsliðsins hefur vakið mikla athygli erlendis, enda þykir mönnum fréttnæmt að jafn lítil þjóð geti náð jafn miklum árangri í jafn vinsælli og útbreiddri íþrótt. Illugi treður með tilþrifum.vísir/pjeturTroðsla Illuga: Post by KKÍ - Körfuknattleikssamband Íslands. Troðsla Steinda: Post by KKÍ - Körfuknattleikssamband Íslands. Troðsla Hafþórs: Post by KKÍ - Körfuknattleikssamband Íslands.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Grindavík | Bítur botnliðið frá sér? Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Sjá meira