Sundkappinn Jón Margeir Sverrisson náði frábærum árangri á alþjóðlegu sundmóti fatlaðra sem fram fór í Manchester í Englandi um helgina.
Jón Margeir bætti tvö heimsmet í fötlunarflokki S14 um helgina og þrjú Evrópumet. Heimsmetin komu bæði í skriðsundi en hann synti 100 m á 53,70 sekúndum og 200 m á 1:55,11 mínútum.
Hann var einnig í metaham um síðustu helgi er hann keppti á Íslandsmóti SSÍ í 25 m laug. Þá bætti hann fjögur Íslandsmet. Jón Margeir virðist með þessu áframhaldi líklegur til afreka á HM fatlaðra í 50 m laug sem fer fram í Glasgow næsta sumar.
Jón Margeir setti tvö ný heimsmet

Tengdar fréttir

Jón Margeir setti fjögur Íslandsmet um helgina
Jón Margeir Sverrisson, gulldrengurinn frá Ólympíuleikunum í London fyrir tveimur árum, var í stuði á Íslandsmóti Sundsambands Íslands í 25 metra laug sem fór fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði um síðustu helgi.