Erlent

Vill að aftökusveit skjóti fanga í sparnaðarskyni

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Bruce Burns vill að aftökusveit taki fanga af lífi í Wyoming.
Bruce Burns vill að aftökusveit taki fanga af lífi í Wyoming.
„Mér finnst að við ættum að taka upp aftökusveit því, í hreinskilni sagt, það er ódýrasta lausnin fyrir ríkið,“ segir Bruce Burns þingmaður í Wyoming-ríki í Bandaríkjunum. Hann hefur lagt það til að lögum Wyoming-ríkis verði breytt á þann hátt að aftökusveit verði heimilað að taka fanga af lífi. Nú er einungis heimilt að taka fanga af lífi í gasklefa. Gasklefinn sem notaður hefur verið í þá iðju er nú bilaður og þarf væntanlega að smíða nýjan.

Bruce Burns finnst það vera of dýr aðgerð og leggur því til þessa óvenjulegu sparnaðarleið. Hann bendir á að lög í Utah heimili aftökusveitir í aflífun fanga.

Einnig bendir Bruce á að skortur sé á ákveðnum efnum sem notuð eru í banvænar sprautar, sem notaðar eru til að taka fanga af lífi. Því leggur hann til að aftökusveitir skjóti þá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×