Kennslu- og einkafluginu sagt að víkja á næsta ári Kristján Már Unnarsson skrifar 14. janúar 2014 18:45 Óvissa ríkir um framtíð kennslu- og einkaflugs á Reykjavíkurflugvelli eftir að borgarráð samþykkti stefnumörkun um að það skuli víkja á næsta ári. Nýsamþykkt deiliskipulag gerir ráð fyrir að kennslu- og einkaflugið víki burt árið 2015. „Hvert á almannaflugið að fara?” spyr Sigurður Ingi Jónsson, forseti Flugmálafélags Íslands, í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Yfir 600 atvinnuflugmenn eru starfandi á Íslandi og áætlað er að 70-80 prósent þeirra hafi byrjað á einshreyfilsvélum á Reykjavíkurflugvelli. „Þetta er í raun grasrót íslensks flugs. Hér er bróðurparturinn alinn upp og á sjötta hundrað manns sem eru núna að læra á mismunandi stigum flugs,” segir Sigurður Ingi. Flugskýlin í Fluggörðum hýsa stóran hluta af einka- og kennsluflugflota landsins og þau eiga einnig að fara á næsta ári. „Ég sé ekki að það sé hægt. Það þarf fyrst að útvega aðstöðu fyrir okkur, fá ný flugskýli. Ég meina, ekki er hægt að henda öllum einkaflugvélum bara út á Guð og gaddinn,” segir Alfhild Nielsen, formaður félagsins ByggáBIRK, félags eigenda flugskýla á Reykjavíkurflugvelli.Alfhild Nielsen, formaður eigendafélags flugskýla á Reykjavíkurflugvelli.Stöð2/RagnarEigendur flugskýlanna búa sig undir að þurfa að verja rétt sinn eftir að Reykjavíkurborg lét í fyrra þinglýsa skilmálum um að hún geti krafist þess að byggingarnar víki, eigendum að bótalausu. „Þetta er náttúrlega bara út í hött. Við kyngjum því ekki,” segir Alfhild. Skýlin hafi verið reist með löglegum byggingarleyfum frá borginni fyrir 30-35 árum. Greidd sé af þeim bæði lóðarleiga og fasteignagjöld á atvinnuhúsnæðistaxta og hann sé mjög hár. „Við teljum í rauninni alveg fráleitt að fara að henda grasrótinni út áður en það er búið að fá botn í það hvað verður um Reykjavíkurflugvöll,” segir forseti Flugmálafélagsins. Alfhild telur að ekki fáist leyfi til að byggja upp á Sandskeiði, það sé vatnsverndarsvæði, og segir Keflavíkurflugvöll einnig út úr myndinni. Einkafluginu yrði ekki hleypt þangað inn. Sigurður Ingi segir hættulegt að flytja einka- og kennsluflugið til Keflavíkur. Stóru þoturnar komi inn á þreföldum lendingarhraða á við litlu vélarnar og skapi vængendahvirfla með mikilli ókyrrð, sem geti verið stórhættuleg litlum vélum. Hann segir ekkert í hendi sem geti komið í staðinn fyrir Reykjavíkurflugvöll. „Ef það á halda rekstri Reykjavíkurflugvallar áfram, þá er ekkert vit í því að fara að eyða peningum í annan flugvöll undir kennsluflug,” segir Sigurður. „Það eru borgarstjórnarkosningar í vor, eftir fjóra mánuði. Kannski fáum við borgarstjórn sem hefur meiri skilning á því að þetta sé höfuðborg landsins og að hér þurfi að vera flugvöllur,” segir Alfhild Nielsen. Tengdar fréttir Alþingi tilbúið að stöðva borgina í flugvallarmáli Alþingi mun taka fram fyrir hendurnar á borginni í flugvallarmálinu, ef þurfa þykir. Þetta segir Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, í viðtali í fréttum Stöðvar 2 23. desember 2013 19:33 Lokun Reykjavíkurflugvallar auglýst í dagblöðum í dag Nýtt deiliskipulag Reykjavíkurflugvallar, sem gerir ráð fyrir lokun minnstu brautarinnar strax og endanlegri lokun flugvallarins eftir tíu ár, er auglýst í dagblöðum í dag, í samræmi við samþykkt borgarráðs frá því á fimmtudag. 23. desember 2013 08:39 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Óvissa ríkir um framtíð kennslu- og einkaflugs á Reykjavíkurflugvelli eftir að borgarráð samþykkti stefnumörkun um að það skuli víkja á næsta ári. Nýsamþykkt deiliskipulag gerir ráð fyrir að kennslu- og einkaflugið víki burt árið 2015. „Hvert á almannaflugið að fara?” spyr Sigurður Ingi Jónsson, forseti Flugmálafélags Íslands, í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Yfir 600 atvinnuflugmenn eru starfandi á Íslandi og áætlað er að 70-80 prósent þeirra hafi byrjað á einshreyfilsvélum á Reykjavíkurflugvelli. „Þetta er í raun grasrót íslensks flugs. Hér er bróðurparturinn alinn upp og á sjötta hundrað manns sem eru núna að læra á mismunandi stigum flugs,” segir Sigurður Ingi. Flugskýlin í Fluggörðum hýsa stóran hluta af einka- og kennsluflugflota landsins og þau eiga einnig að fara á næsta ári. „Ég sé ekki að það sé hægt. Það þarf fyrst að útvega aðstöðu fyrir okkur, fá ný flugskýli. Ég meina, ekki er hægt að henda öllum einkaflugvélum bara út á Guð og gaddinn,” segir Alfhild Nielsen, formaður félagsins ByggáBIRK, félags eigenda flugskýla á Reykjavíkurflugvelli.Alfhild Nielsen, formaður eigendafélags flugskýla á Reykjavíkurflugvelli.Stöð2/RagnarEigendur flugskýlanna búa sig undir að þurfa að verja rétt sinn eftir að Reykjavíkurborg lét í fyrra þinglýsa skilmálum um að hún geti krafist þess að byggingarnar víki, eigendum að bótalausu. „Þetta er náttúrlega bara út í hött. Við kyngjum því ekki,” segir Alfhild. Skýlin hafi verið reist með löglegum byggingarleyfum frá borginni fyrir 30-35 árum. Greidd sé af þeim bæði lóðarleiga og fasteignagjöld á atvinnuhúsnæðistaxta og hann sé mjög hár. „Við teljum í rauninni alveg fráleitt að fara að henda grasrótinni út áður en það er búið að fá botn í það hvað verður um Reykjavíkurflugvöll,” segir forseti Flugmálafélagsins. Alfhild telur að ekki fáist leyfi til að byggja upp á Sandskeiði, það sé vatnsverndarsvæði, og segir Keflavíkurflugvöll einnig út úr myndinni. Einkafluginu yrði ekki hleypt þangað inn. Sigurður Ingi segir hættulegt að flytja einka- og kennsluflugið til Keflavíkur. Stóru þoturnar komi inn á þreföldum lendingarhraða á við litlu vélarnar og skapi vængendahvirfla með mikilli ókyrrð, sem geti verið stórhættuleg litlum vélum. Hann segir ekkert í hendi sem geti komið í staðinn fyrir Reykjavíkurflugvöll. „Ef það á halda rekstri Reykjavíkurflugvallar áfram, þá er ekkert vit í því að fara að eyða peningum í annan flugvöll undir kennsluflug,” segir Sigurður. „Það eru borgarstjórnarkosningar í vor, eftir fjóra mánuði. Kannski fáum við borgarstjórn sem hefur meiri skilning á því að þetta sé höfuðborg landsins og að hér þurfi að vera flugvöllur,” segir Alfhild Nielsen.
Tengdar fréttir Alþingi tilbúið að stöðva borgina í flugvallarmáli Alþingi mun taka fram fyrir hendurnar á borginni í flugvallarmálinu, ef þurfa þykir. Þetta segir Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, í viðtali í fréttum Stöðvar 2 23. desember 2013 19:33 Lokun Reykjavíkurflugvallar auglýst í dagblöðum í dag Nýtt deiliskipulag Reykjavíkurflugvallar, sem gerir ráð fyrir lokun minnstu brautarinnar strax og endanlegri lokun flugvallarins eftir tíu ár, er auglýst í dagblöðum í dag, í samræmi við samþykkt borgarráðs frá því á fimmtudag. 23. desember 2013 08:39 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Alþingi tilbúið að stöðva borgina í flugvallarmáli Alþingi mun taka fram fyrir hendurnar á borginni í flugvallarmálinu, ef þurfa þykir. Þetta segir Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, í viðtali í fréttum Stöðvar 2 23. desember 2013 19:33
Lokun Reykjavíkurflugvallar auglýst í dagblöðum í dag Nýtt deiliskipulag Reykjavíkurflugvallar, sem gerir ráð fyrir lokun minnstu brautarinnar strax og endanlegri lokun flugvallarins eftir tíu ár, er auglýst í dagblöðum í dag, í samræmi við samþykkt borgarráðs frá því á fimmtudag. 23. desember 2013 08:39
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent