Kostar níu þúsund krónur að fylgjast með Anítu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. janúar 2014 09:00 Aníta fagnar sigri á HM 17 ára og yngri í Úkraínu í fyrra. Nordicphotos/Getty Þrjár af fljótustu ungu hlaupakonum heimsins leiða saman hesta sína á Millrose-leikunum í New York þann 15. febrúar. Aníta Hinriksdóttir er ein hinna þriggja en miðasala á mótið stendur yfir. Millrose-leikarnir eru eitt stærsta innanhússmótið sem haldið er vestanhafs ár hvert. Mótshaldarar lögðu mikið upp úr því að fá efnilegustu hlaupakonur heimsins til að leiða saman hesta sína í 800 metra hlaupinu. Það gekk eftir og fyrir vikið er greinin ein af aðalgreinum dagsins.Aníta Hinriksdóttir úr ÍR, heimsmeistari 17 ára og yngri og Evrópumeistari 19 ára og yngri í 800 metrunum, mætir vonarstjörnum Bandaríkjanna, Mary Cane og Ajee Wilson. Hin bandaríska Cane verður á heimavelli í New York en hlaupamærin á best 1:59,51 mínútur í 800 metrunum utanhúss. Cane er jafngömul Anítu en keppti þó ekki á HM 19 ára og yngri í Úkraínu síðastliðið sumar. Hún kaus að keppa á HM fullorðinna í Moskvu þar sem hún komst í úrslit og hafnaði í 10. sæti í 1500 metra hlaupi. Wilson er tveimur árum eldri en þær Aníta og Cane. Hún var heimsmeistari í 800 metra hlaupi 19 ára og yngri árið 2012. Segja má að Wilson sé einnig á heimavelli enda uppalin í New Jersey, handan árinnar. Wilson á best 1:58,21 mínútur í greininni frá því í fyrra.Mary Cain.Nordicphotos/GettyÞá verður Natoya Goule, 22 ára hlaupakona frá Jamaíka, einnig á meðal keppenda. Goule rauf tveggja mínútna múrinn í Kingston síðastliðið sumar er hún kom í mark á tímanum 1:59,93 mínútur. Allir ofantaldir tímar eru úr hlaupum utanhúss. Íslandsmet Anítu utanhúss er 2:00,49 mínútur en met hennar innanhúss er 2:03,27 mínútur. Miðasala á Millrose leikana stendur yfir á heimasíðu þeirra, sjá hér. Keppni hefst klukkan 12 á hádegi og stendur til 18:30. Keppni í helstu greinum, þar á meðal 800 metra hlaupinu, fer fram einhvers staðar á milli klukkan 15 og 17. Ódýrustu miðarnir kosta 80 dali eða rúmlega 9.200 krónur. Þá er einnig hægt að bæta við tólf þúsund krónum til að fá sæti á besta stað en í þeim pakka fylgja ókeypis veitingar. Nánari upplýsingar um mótið má fá á heimasíðu þess þar sem ítarlega er fjallað um 800 metra hlaupið, sjá hér. Frjálsar íþróttir Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sjá meira
Þrjár af fljótustu ungu hlaupakonum heimsins leiða saman hesta sína á Millrose-leikunum í New York þann 15. febrúar. Aníta Hinriksdóttir er ein hinna þriggja en miðasala á mótið stendur yfir. Millrose-leikarnir eru eitt stærsta innanhússmótið sem haldið er vestanhafs ár hvert. Mótshaldarar lögðu mikið upp úr því að fá efnilegustu hlaupakonur heimsins til að leiða saman hesta sína í 800 metra hlaupinu. Það gekk eftir og fyrir vikið er greinin ein af aðalgreinum dagsins.Aníta Hinriksdóttir úr ÍR, heimsmeistari 17 ára og yngri og Evrópumeistari 19 ára og yngri í 800 metrunum, mætir vonarstjörnum Bandaríkjanna, Mary Cane og Ajee Wilson. Hin bandaríska Cane verður á heimavelli í New York en hlaupamærin á best 1:59,51 mínútur í 800 metrunum utanhúss. Cane er jafngömul Anítu en keppti þó ekki á HM 19 ára og yngri í Úkraínu síðastliðið sumar. Hún kaus að keppa á HM fullorðinna í Moskvu þar sem hún komst í úrslit og hafnaði í 10. sæti í 1500 metra hlaupi. Wilson er tveimur árum eldri en þær Aníta og Cane. Hún var heimsmeistari í 800 metra hlaupi 19 ára og yngri árið 2012. Segja má að Wilson sé einnig á heimavelli enda uppalin í New Jersey, handan árinnar. Wilson á best 1:58,21 mínútur í greininni frá því í fyrra.Mary Cain.Nordicphotos/GettyÞá verður Natoya Goule, 22 ára hlaupakona frá Jamaíka, einnig á meðal keppenda. Goule rauf tveggja mínútna múrinn í Kingston síðastliðið sumar er hún kom í mark á tímanum 1:59,93 mínútur. Allir ofantaldir tímar eru úr hlaupum utanhúss. Íslandsmet Anítu utanhúss er 2:00,49 mínútur en met hennar innanhúss er 2:03,27 mínútur. Miðasala á Millrose leikana stendur yfir á heimasíðu þeirra, sjá hér. Keppni hefst klukkan 12 á hádegi og stendur til 18:30. Keppni í helstu greinum, þar á meðal 800 metra hlaupinu, fer fram einhvers staðar á milli klukkan 15 og 17. Ódýrustu miðarnir kosta 80 dali eða rúmlega 9.200 krónur. Þá er einnig hægt að bæta við tólf þúsund krónum til að fá sæti á besta stað en í þeim pakka fylgja ókeypis veitingar. Nánari upplýsingar um mótið má fá á heimasíðu þess þar sem ítarlega er fjallað um 800 metra hlaupið, sjá hér.
Frjálsar íþróttir Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti