Dómstólar dæma eins og vindarnir blása Jakob Bjarnar skrifar 14. janúar 2014 16:49 Jón Steinar og Hæstiréttur í klakaböndum en þar innan dyra virðast menn fara í manngreinarálit þegar þeir fella dóma. Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, ritar stutta grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Þar segir hann meðal annars að dómari megi ekki láta vindana sem á „hverjum tíma blása í samfélagi okkar hafa nokkur áhrif á sig þegar hann leysir úr máli sem fyrir honum liggur.“ Þetta sé ekki samkvæmisleikur. Í samtali við Vísi segir Jón Steinar það rétt að þarna sé hann að víkja að grundvallaratriðum, að ýmislegt bendi til þess að dómarar fari í manngreinarálit og slíkt sé alvarlegt mál. Jón Steinar hefur áður vikið að málum sem þessum. „Vindar á hverjum tíma sem blása hafa áhrif á dómstóla miklu meira en efni standa til og við viljum. Við viljum að dómstólar séu hlutlausir og dæmi eftir lögum alveg sama hver á í hlut. Að minnsta kosti vil ég það,“ segir Jón Steinar. Hann segir að dómarar láti alltof auðveldlega afvegaleiðast eftir því hverjir eigi í hlut, þegar tilteknir menn eru komnir inn í myndina ruglast almenningur og dómarar í ríminu. En persónuleg afstaða megi ekki ráða. Jón Steinar vinnur nú að bók sem mun koma út á þessu ári og þar mun hann fara í saumana á þessu fyrirbæri, sem byggir á reynslu hans. „Í okkar litla samfélagi hefur það, hvernig vindarnir blása, alltof mikil áhrif oft, finnst mér, á störf þeirra stofnana sem síst skyldi. Það er að segja dómstólana. Ég tel að þar eigi menn að bíta á jaxlinn og vinna sín störf án þess að um slík áhrif sé að ræða. Í bókinni er farið yfir það að meðan þessir útrásarmenn okkar voru hetjur í augum þjóðarinnar, voru að leggja heiminn að fótum sér, þá voru höfðuð sakamál á hendur fyrirsvarsmanna Baugs; mín skoðun er sú að í þeim málum hafi fallið furðulegir dómar. Fyrir hrun.“ Jón nefnir sem dæmi mál sem vísað var frá dómi og tengdist sölu á 10/11 búðunum en fleiri dæmi verða tíunduð í óútkominni bók hans... „Svo kemur hrunið og þá verða veðrabrigði á afstöðu dómastóla til manna. Hætturnar eru þær af dæmum og öðru að það sé gengið alltof glatt fram í sakfellingu á hendur mönnum sem hafa orðið persóna non grata eftir þetta hrun. Svona á þetta ekki að vera. Dómsstólarnir eiga að starfa án tillits til þess hvernig vindarnir blása hverju sinni. Þeir sem brjóta af sér þeir eiga að bera ábyrgð á því, enda séu öll refsiskilyrði uppfyllt, en þeir sem gera það ekki – þá á ekki að dæma.“ Jóni Steinari er í þessu samhengi að hugsað til Al Thani-málið en hann telur grein sem Brynjar Níelsson ritaði um það hafi ekki verið nægjanlega gaumgæfð. En, hann ítrekar að hann er fyrst og fremst að ræða um grundvallaratriði. Jón Steinar segir ástæður fyrir því að menn hafi villst af leið hlutleysis, til dæmis séu dómsstólar undir alltof miklu álagi. Hann nefnir sem dæmi að árið 2010 dæmdi hann 336 mál. Það gangi náttúrlega ekki og í Hæstarétti, þá er fjölskipaður dómur er, sé einn sem er frummælandi í hverju máli fyrir sig sem leiði af sér ákveðna verkaskiptingu sem lög gera ekki ráð fyrir. Þetta þýðir að dómarar taka oft ekki sjálfstæða afstöðu. „Mínar tillögur voru um að binda endi á þetta og stofna millidómsstól og hafa bara stór prinsippmál fyrir hæstarétti.“ Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, ritar stutta grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Þar segir hann meðal annars að dómari megi ekki láta vindana sem á „hverjum tíma blása í samfélagi okkar hafa nokkur áhrif á sig þegar hann leysir úr máli sem fyrir honum liggur.“ Þetta sé ekki samkvæmisleikur. Í samtali við Vísi segir Jón Steinar það rétt að þarna sé hann að víkja að grundvallaratriðum, að ýmislegt bendi til þess að dómarar fari í manngreinarálit og slíkt sé alvarlegt mál. Jón Steinar hefur áður vikið að málum sem þessum. „Vindar á hverjum tíma sem blása hafa áhrif á dómstóla miklu meira en efni standa til og við viljum. Við viljum að dómstólar séu hlutlausir og dæmi eftir lögum alveg sama hver á í hlut. Að minnsta kosti vil ég það,“ segir Jón Steinar. Hann segir að dómarar láti alltof auðveldlega afvegaleiðast eftir því hverjir eigi í hlut, þegar tilteknir menn eru komnir inn í myndina ruglast almenningur og dómarar í ríminu. En persónuleg afstaða megi ekki ráða. Jón Steinar vinnur nú að bók sem mun koma út á þessu ári og þar mun hann fara í saumana á þessu fyrirbæri, sem byggir á reynslu hans. „Í okkar litla samfélagi hefur það, hvernig vindarnir blása, alltof mikil áhrif oft, finnst mér, á störf þeirra stofnana sem síst skyldi. Það er að segja dómstólana. Ég tel að þar eigi menn að bíta á jaxlinn og vinna sín störf án þess að um slík áhrif sé að ræða. Í bókinni er farið yfir það að meðan þessir útrásarmenn okkar voru hetjur í augum þjóðarinnar, voru að leggja heiminn að fótum sér, þá voru höfðuð sakamál á hendur fyrirsvarsmanna Baugs; mín skoðun er sú að í þeim málum hafi fallið furðulegir dómar. Fyrir hrun.“ Jón nefnir sem dæmi mál sem vísað var frá dómi og tengdist sölu á 10/11 búðunum en fleiri dæmi verða tíunduð í óútkominni bók hans... „Svo kemur hrunið og þá verða veðrabrigði á afstöðu dómastóla til manna. Hætturnar eru þær af dæmum og öðru að það sé gengið alltof glatt fram í sakfellingu á hendur mönnum sem hafa orðið persóna non grata eftir þetta hrun. Svona á þetta ekki að vera. Dómsstólarnir eiga að starfa án tillits til þess hvernig vindarnir blása hverju sinni. Þeir sem brjóta af sér þeir eiga að bera ábyrgð á því, enda séu öll refsiskilyrði uppfyllt, en þeir sem gera það ekki – þá á ekki að dæma.“ Jóni Steinari er í þessu samhengi að hugsað til Al Thani-málið en hann telur grein sem Brynjar Níelsson ritaði um það hafi ekki verið nægjanlega gaumgæfð. En, hann ítrekar að hann er fyrst og fremst að ræða um grundvallaratriði. Jón Steinar segir ástæður fyrir því að menn hafi villst af leið hlutleysis, til dæmis séu dómsstólar undir alltof miklu álagi. Hann nefnir sem dæmi að árið 2010 dæmdi hann 336 mál. Það gangi náttúrlega ekki og í Hæstarétti, þá er fjölskipaður dómur er, sé einn sem er frummælandi í hverju máli fyrir sig sem leiði af sér ákveðna verkaskiptingu sem lög gera ekki ráð fyrir. Þetta þýðir að dómarar taka oft ekki sjálfstæða afstöðu. „Mínar tillögur voru um að binda endi á þetta og stofna millidómsstól og hafa bara stór prinsippmál fyrir hæstarétti.“
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira