Tónlist

20 ára afmæli Sigur Rósar

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Hljómsveitin Sigur Rós sem á 20 ára afmæli er hér á sviði.
Hljómsveitin Sigur Rós sem á 20 ára afmæli er hér á sviði. Nordicphotos/Getty
Hljómsveitin Sigur Rós hélt upp á tuttugu ára afmælið sitt með pompi og prakt en gleðskapurinn fór fram í Iðnó síðastliðið laugardagskvöld. Alls er talið að um fimm hundruð manns hafa sótt veisluna, sem fór fram á öllum hæðum hússins.

Ásamt fjölskyldu, vinum og velunnurum hljómsveitarinnar í gegnum árin, mátti sjá mörg þekkt andlit meðal gesta.

Í veislunni voru meðal annar forsetahjónin Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff, Emilíana Torrini, meðlimir hljómsveitarinnar Of Monsters and Men, Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði, Birgir Þórarinsson úr Gusgus, Mugison, Árni Matthíasson, Curver og margir fleiri.

Ingó Geirdal töframaður, Hermigervill og dj Einar Sonic komu fram og þá þeytti bassaleikari Ojba Rasta, Arnljótur Sigurðsson, skífum á annarri hæðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.