Margur er smjörs voðinn Þórólfur Matthíasson skrifar 2. janúar 2014 00:00 Innflutningur Mjólkursamsölunnar á írsku smjöri fyrir hátíðarnar hefur vakið athygli og umtal. Aðstæður á markaði fyrir mjólkurvörur á Íslandi eru enda með öðru sniði en gildir um flestan annan verslunarvarning. Opinber nefnd, verðlagsnefnd búvara, ákvarðar verð á mjólk og mjólkurvörum bæði til bænda og á heildsölustigi. Bændur semja við ríkisvaldið um framleiðslustyrki og framleiðslumagn. Framleiðendum sem vilja vera utan þessa kerfis er gert lífið leitt með margvíslegum hætti. Á innfluttar mjólkurvörur eru lagðir tollar sem eru svo háir að allajafna tekur ekki að flytja inn annað en lúxusosta sem keyptir eru í litlu magni til mikilla hátíðabrigða. Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, safnar upplýsingum um verð landbúnaðarafurða hjá aðildarlöndum sínum og vinnur úr. Mat OECD er að verð á mjólk til bænda sé 51% hærra en væri ef ofangreindar tollahömlur á viðskipti með mjólkurvörur væru ekki til staðar. Áhrif tolla á verð varnings sem unninn er úr hrámjólk eru ekki tilgreind í opinberum gögnum frá OECD en má nálgast með óbeinum hætti. Heimsmarkaðsverð á smjöri hefur hækkað talsvert á árinu 2013 og er nú um 475 krónur (3 evrur) á kíló. Á innri markaði Evrópusambandsins er sambærilegt verð um 635 krónur (4 evrur) á kíló. Heildsöluverð íslensks smjörs er 624 krónur á kíló (án virðisaukaskatts). Mjólkursamsalan flutti talsvert af smjöri út á fyrrihluta árs 2013. MS virðist því hafa flutt út smjör þegar lítið fékkst fyrir smjörið en flytur nú inn smjör þegar verð á þeirri vöru erlendis er hátt!Velt yfir á neytendur Til viðbótar við það verð sem MS greiðir erlendum seljanda smjörs þarf MS, eins og aðrir innflytendur landbúnaðarafurða, að greiða innflutningstolla. Samkvæmt tollskrá eru tollar sem Mjólkursamsalan þarf að greiða hvorki meira né minna en 680 til 850 krónur á hvert kíló auk flutningskostnaðar sem væntanlega er á bilinu 50 til 100 krónur á kíló þegar allt er talið. (Heimilt er að flytja inn lítilræði á lækkuðum tollum en ekki verður séð að Mjólkursamsalan hafi sótt um tollkvóta vegna smjörs vegna seinni hluta ársins 2013). Kostnaðarverð Mjólkursamsölunnar vegna hvers innflutts kílós af smjöri er því lauslega reiknað 1.350 til 1.550 krónur. Heildsöluverð íslensks smjörs sem Mjólkursamsalan framleiðir sjálf er 624 krónur. Það er því augljóst að Mjólkursamsalan tapar að minnsta kosti 626 krónum á hverju kílói af smjöri sem hún flytur inn frá Írlandi! MS er í þeirri aðstöðu að þurfa lítt að velta fyrir sér hvort einstakar aðgerðir á borð við innflutning smjörs frá Írlandi séu ábatasamar. Tapi verður velt yfir á neytendur við næstu eða þarnæstu verðlagsákvörðun. Þess vegna verður engin skynsemi í framleiðslu landbúnaðarafurða á Íslandi fyrr en eðlilegt samkeppnisaðhald fæst erlendis frá. Til þess þarf að fjarlægja tolla og aðrar aðflutningshindranir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Innflutningur Mjólkursamsölunnar á írsku smjöri fyrir hátíðarnar hefur vakið athygli og umtal. Aðstæður á markaði fyrir mjólkurvörur á Íslandi eru enda með öðru sniði en gildir um flestan annan verslunarvarning. Opinber nefnd, verðlagsnefnd búvara, ákvarðar verð á mjólk og mjólkurvörum bæði til bænda og á heildsölustigi. Bændur semja við ríkisvaldið um framleiðslustyrki og framleiðslumagn. Framleiðendum sem vilja vera utan þessa kerfis er gert lífið leitt með margvíslegum hætti. Á innfluttar mjólkurvörur eru lagðir tollar sem eru svo háir að allajafna tekur ekki að flytja inn annað en lúxusosta sem keyptir eru í litlu magni til mikilla hátíðabrigða. Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, safnar upplýsingum um verð landbúnaðarafurða hjá aðildarlöndum sínum og vinnur úr. Mat OECD er að verð á mjólk til bænda sé 51% hærra en væri ef ofangreindar tollahömlur á viðskipti með mjólkurvörur væru ekki til staðar. Áhrif tolla á verð varnings sem unninn er úr hrámjólk eru ekki tilgreind í opinberum gögnum frá OECD en má nálgast með óbeinum hætti. Heimsmarkaðsverð á smjöri hefur hækkað talsvert á árinu 2013 og er nú um 475 krónur (3 evrur) á kíló. Á innri markaði Evrópusambandsins er sambærilegt verð um 635 krónur (4 evrur) á kíló. Heildsöluverð íslensks smjörs er 624 krónur á kíló (án virðisaukaskatts). Mjólkursamsalan flutti talsvert af smjöri út á fyrrihluta árs 2013. MS virðist því hafa flutt út smjör þegar lítið fékkst fyrir smjörið en flytur nú inn smjör þegar verð á þeirri vöru erlendis er hátt!Velt yfir á neytendur Til viðbótar við það verð sem MS greiðir erlendum seljanda smjörs þarf MS, eins og aðrir innflytendur landbúnaðarafurða, að greiða innflutningstolla. Samkvæmt tollskrá eru tollar sem Mjólkursamsalan þarf að greiða hvorki meira né minna en 680 til 850 krónur á hvert kíló auk flutningskostnaðar sem væntanlega er á bilinu 50 til 100 krónur á kíló þegar allt er talið. (Heimilt er að flytja inn lítilræði á lækkuðum tollum en ekki verður séð að Mjólkursamsalan hafi sótt um tollkvóta vegna smjörs vegna seinni hluta ársins 2013). Kostnaðarverð Mjólkursamsölunnar vegna hvers innflutts kílós af smjöri er því lauslega reiknað 1.350 til 1.550 krónur. Heildsöluverð íslensks smjörs sem Mjólkursamsalan framleiðir sjálf er 624 krónur. Það er því augljóst að Mjólkursamsalan tapar að minnsta kosti 626 krónum á hverju kílói af smjöri sem hún flytur inn frá Írlandi! MS er í þeirri aðstöðu að þurfa lítt að velta fyrir sér hvort einstakar aðgerðir á borð við innflutning smjörs frá Írlandi séu ábatasamar. Tapi verður velt yfir á neytendur við næstu eða þarnæstu verðlagsákvörðun. Þess vegna verður engin skynsemi í framleiðslu landbúnaðarafurða á Íslandi fyrr en eðlilegt samkeppnisaðhald fæst erlendis frá. Til þess þarf að fjarlægja tolla og aðrar aðflutningshindranir.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun