Hún hefur algjörlega helgað körfuboltanum líf sitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2014 08:00 Hildur Sigurðardóttir er að daðra við þrennu í hverjum leik. Vísir/Daníel „Hún hefur algjörlega helgað körfuboltanum líf sitt og það eru ekki rosalega margar stelpur á Íslandi sem hafa gert það. Hún hefur sett allt annað til hliðar og það eina sem kemst að hjá henni er karfan,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari kvennaliðs Snæfells, um fyrirliða og leikstjórnanda sinn, Hildi Sigurðardóttur, sem náði tvennum tímamótum á dögunum. Hildur rauf þá bæði fjögur þúsund stiga múrinn í efstu deild kvenna og komst upp fyrir Jón Arnar Ingvarsson á listanum yfir þá leikmenn sem hafa gefið flestar stoðsendingar í efstu deild karla og kvenna á Íslandi. Aðeins tvær konur voru meðlimir í fjögur þúsund stiga klúbbnum áður en Hildur tryggði sér aðganginn á dögunum. Birna Valgarðsdóttir bætti stigamet Önnu Maríu Sveinsdóttur á síðasta tímabili en þær hafa báðar komist yfir fimm þúsund stigin. Hildur lék fyrst í efstu deild með ÍR veturinn 1998-1999 og var þá kosin besti nýliðinn. Hún fór árið eftir yfir í KR þar sem hún hefur spilað stærstan hluta síns ferils. Hildur lék einnig með Grindavík og sem atvinnumaður í Svíþjóð en fyrir tæpum þremur árum kom hún heim í Stykkishólm og hóf að leika með Snæfelli. „Hún hefur alla tíð verið íþróttastelpa og aldrei liðið vel nema hún sé að æfa þótt skrokkurinn sé núna farinn að kalla aðeins á það að fara róa sig niður,“ segir Ingi Þór sem hefur hjálpað Hildi að sameina vinnu, skóla og körfuboltann í vetur. „Hún er leiðtogi fyrst og fremst í því hvernig hún spilar og hvernig hún leggur sig fram. Hún er ekki þessi „vókal“ týpa en það er samt að koma hjá henni. Tölurnar segja að hún sé ofboðslega góður leikstjórnandi og hún er líkamlega sterk. Hún hefur í gegnum tíðina lært að nýta sér íþróttahæfileika sína. Hún er góður íþróttamaður, þekkir skrokk sinn vel og þekkir jafnframt sín takmörk. Hún er ein af lykilmanneskjunum hjá mér. Ég er með góðan kjarna í höndunum en Hildur keyrir þetta áfram og stýrir þessu,“ segir Ingi. Hildur og félagar hafa fjögurra stiga forskot á toppi Dominos-deildar kvenna en liðið hefur unnið sex síðustu leiki sína. Hildur er nálægt því að vera með þrennu að meðaltali en hún er með 15,1 stig, 7,7 fráköst og 7,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hildur er að ná þessum tímamótum bæði með því að skora og búa til fyrir liðsfélaga sína. „Hún býr mikið til og gerir það bæði í hraðaupphlaupum og á hálfum velli. Það er því ekki hægt að stoppa eitthvað eitt hjá henni,“ segir Ingi Þór að lokum.Hildur Sigurðardóttir í leik með Snæfelli í vetur. Vísir/VilhelmTölfræðin hjá Hildi Sigurðardóttur:Flest stig í efstu deild kvenna 1. Birna Valgarðsdóttir 5067 2. Anna María Sveinsdóttir 5005 3. Hildur Sigurðardóttir 4040 4. Linda Stefánsdóttir 3487 5. Kristrún Sigurjónsdóttir 3284 6. Guðbjörg Norðfjörð 3281 7. Hafdís Helgadóttir 3180 8. Alda Leif Jónsdóttir 2955Flestar stoðsendingar í efstu deild karla og kvenna 1. Hildur Sigurðardóttir 1417 2. Jón Arnar Ingvarsson 1393 3. Jón Kristinn Gíslason 1359 4. Eiríkur Sverrir Önundarson 1308 5. Sverrir Þór Sverrisson 1300 6. Teitur Örlygsson 1168 7. Justin Shouse 1121 8. Friðrik Pétur Ragnarsson 1101Tölur Hildar í efstu deild Leikir - 308 Stig - 4040 (13,1 í leik) Fráköst - 2506 (8,1 í leik) Stoðendingar - 1417 (4,6 í leik)Stigaskor með liðum ÍR - 169 (8,9 í leik) KR - 2284 (13,0) Snæfell - 1003 (13,7) Grindavík - 584 (14,6)Stoðsendingar með liðum ÍR - 24 (1,3 í leik) KR - 793 (4,5) Snæfell - 450 (6,2) Dominos-deild kvenna Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Sport Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Sjá meira
„Hún hefur algjörlega helgað körfuboltanum líf sitt og það eru ekki rosalega margar stelpur á Íslandi sem hafa gert það. Hún hefur sett allt annað til hliðar og það eina sem kemst að hjá henni er karfan,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari kvennaliðs Snæfells, um fyrirliða og leikstjórnanda sinn, Hildi Sigurðardóttur, sem náði tvennum tímamótum á dögunum. Hildur rauf þá bæði fjögur þúsund stiga múrinn í efstu deild kvenna og komst upp fyrir Jón Arnar Ingvarsson á listanum yfir þá leikmenn sem hafa gefið flestar stoðsendingar í efstu deild karla og kvenna á Íslandi. Aðeins tvær konur voru meðlimir í fjögur þúsund stiga klúbbnum áður en Hildur tryggði sér aðganginn á dögunum. Birna Valgarðsdóttir bætti stigamet Önnu Maríu Sveinsdóttur á síðasta tímabili en þær hafa báðar komist yfir fimm þúsund stigin. Hildur lék fyrst í efstu deild með ÍR veturinn 1998-1999 og var þá kosin besti nýliðinn. Hún fór árið eftir yfir í KR þar sem hún hefur spilað stærstan hluta síns ferils. Hildur lék einnig með Grindavík og sem atvinnumaður í Svíþjóð en fyrir tæpum þremur árum kom hún heim í Stykkishólm og hóf að leika með Snæfelli. „Hún hefur alla tíð verið íþróttastelpa og aldrei liðið vel nema hún sé að æfa þótt skrokkurinn sé núna farinn að kalla aðeins á það að fara róa sig niður,“ segir Ingi Þór sem hefur hjálpað Hildi að sameina vinnu, skóla og körfuboltann í vetur. „Hún er leiðtogi fyrst og fremst í því hvernig hún spilar og hvernig hún leggur sig fram. Hún er ekki þessi „vókal“ týpa en það er samt að koma hjá henni. Tölurnar segja að hún sé ofboðslega góður leikstjórnandi og hún er líkamlega sterk. Hún hefur í gegnum tíðina lært að nýta sér íþróttahæfileika sína. Hún er góður íþróttamaður, þekkir skrokk sinn vel og þekkir jafnframt sín takmörk. Hún er ein af lykilmanneskjunum hjá mér. Ég er með góðan kjarna í höndunum en Hildur keyrir þetta áfram og stýrir þessu,“ segir Ingi. Hildur og félagar hafa fjögurra stiga forskot á toppi Dominos-deildar kvenna en liðið hefur unnið sex síðustu leiki sína. Hildur er nálægt því að vera með þrennu að meðaltali en hún er með 15,1 stig, 7,7 fráköst og 7,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hildur er að ná þessum tímamótum bæði með því að skora og búa til fyrir liðsfélaga sína. „Hún býr mikið til og gerir það bæði í hraðaupphlaupum og á hálfum velli. Það er því ekki hægt að stoppa eitthvað eitt hjá henni,“ segir Ingi Þór að lokum.Hildur Sigurðardóttir í leik með Snæfelli í vetur. Vísir/VilhelmTölfræðin hjá Hildi Sigurðardóttur:Flest stig í efstu deild kvenna 1. Birna Valgarðsdóttir 5067 2. Anna María Sveinsdóttir 5005 3. Hildur Sigurðardóttir 4040 4. Linda Stefánsdóttir 3487 5. Kristrún Sigurjónsdóttir 3284 6. Guðbjörg Norðfjörð 3281 7. Hafdís Helgadóttir 3180 8. Alda Leif Jónsdóttir 2955Flestar stoðsendingar í efstu deild karla og kvenna 1. Hildur Sigurðardóttir 1417 2. Jón Arnar Ingvarsson 1393 3. Jón Kristinn Gíslason 1359 4. Eiríkur Sverrir Önundarson 1308 5. Sverrir Þór Sverrisson 1300 6. Teitur Örlygsson 1168 7. Justin Shouse 1121 8. Friðrik Pétur Ragnarsson 1101Tölur Hildar í efstu deild Leikir - 308 Stig - 4040 (13,1 í leik) Fráköst - 2506 (8,1 í leik) Stoðendingar - 1417 (4,6 í leik)Stigaskor með liðum ÍR - 169 (8,9 í leik) KR - 2284 (13,0) Snæfell - 1003 (13,7) Grindavík - 584 (14,6)Stoðsendingar með liðum ÍR - 24 (1,3 í leik) KR - 793 (4,5) Snæfell - 450 (6,2)
Dominos-deild kvenna Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Sport Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum