Af vondu réttlæti Árni Páll Árnason skrifar 22. janúar 2014 06:00 Um leið og skuldaniðurfellingarhugmyndirnar voru kynntar í Hörpu, kallaði ég eftir skýringum frá ríkisstjórninni um áhrif niðurfellinganna. Hversu stór hluti niðurfellingarinnar lendir hjá þeim sem skulda mikið og hversu stór hjá þeim sem skulda lítið sem ekkert? Hversu margir af þeim sem skulda mikið og eru í vanda þess vegna komast út úr vanda með aðgerðinni og hversu margir verða áfram í vanda? Hversu stór hluti lendir hjá þeim sem eru á svo háum tekjum að húsnæðiskostnaður er lítill hluti ráðstöfunartekna? Hversu margir af þeim sem skulda mest eru á háum tekjum? Ríkisstjórnin fékk einn og hálfan mánuð til að svara þessum spurningum og skilaði auðu. Forsætisráðherra sagði ekkert vitað um þessa þætti og engar upplýsingar liggja fyrir um þetta. Það er með ólíkindum að ríkisstjórnin ráði ekki við að svara svo einföldum spurningum um áhrif sinna helstu aðgerða. Upplýsingar sem gera mögulegt að áætla þessa þætti eru aðgengilegar í skattkerfinu eða má ráða af fyrri rannsóknum. Við í Samfylkingunni studdum álagningu bankaskatts fyrir jól og teljum ástæðu til að verja þeim 80 milljörðum sem gert er ráð fyrir að hann skili til að taka á vanda skuldsettra heimila og bæta raunverulegan forsendubrest. Þess vegna höfum við lagt fram ítarlegar tillögur um að mæta þeim hópum sem keyptu á versta tíma og sitja uppi með tjón sem enn er óbætt. Tillögur ríkisstjórnarinnar munu ekki bæta forsendubrestinn. Allur sá fjöldi fólks sem upplifði að lán hækkuðu meira en sem nam verðhækkun húsnæðis mun áfram sitja uppi með sitt tjón óbætt að hluta eða að öllu leyti. Fólkið sem var í mestum skuldavanda mun lítið sem ekkert fá, því allar aðgerðir fyrri ríkisstjórnar verða dregnar frá því sem fólk fær nú. Gríðarlegar fjárhæðir fara til fólks sem ekki hefur orðið fyrir neinu tjóni og jafnvel hagnast á þróun undanfarinna ára. Sannast nú hið fornkveðna: Vont er þeirra ranglæti en verra er þeirra réttlæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Um leið og skuldaniðurfellingarhugmyndirnar voru kynntar í Hörpu, kallaði ég eftir skýringum frá ríkisstjórninni um áhrif niðurfellinganna. Hversu stór hluti niðurfellingarinnar lendir hjá þeim sem skulda mikið og hversu stór hjá þeim sem skulda lítið sem ekkert? Hversu margir af þeim sem skulda mikið og eru í vanda þess vegna komast út úr vanda með aðgerðinni og hversu margir verða áfram í vanda? Hversu stór hluti lendir hjá þeim sem eru á svo háum tekjum að húsnæðiskostnaður er lítill hluti ráðstöfunartekna? Hversu margir af þeim sem skulda mest eru á háum tekjum? Ríkisstjórnin fékk einn og hálfan mánuð til að svara þessum spurningum og skilaði auðu. Forsætisráðherra sagði ekkert vitað um þessa þætti og engar upplýsingar liggja fyrir um þetta. Það er með ólíkindum að ríkisstjórnin ráði ekki við að svara svo einföldum spurningum um áhrif sinna helstu aðgerða. Upplýsingar sem gera mögulegt að áætla þessa þætti eru aðgengilegar í skattkerfinu eða má ráða af fyrri rannsóknum. Við í Samfylkingunni studdum álagningu bankaskatts fyrir jól og teljum ástæðu til að verja þeim 80 milljörðum sem gert er ráð fyrir að hann skili til að taka á vanda skuldsettra heimila og bæta raunverulegan forsendubrest. Þess vegna höfum við lagt fram ítarlegar tillögur um að mæta þeim hópum sem keyptu á versta tíma og sitja uppi með tjón sem enn er óbætt. Tillögur ríkisstjórnarinnar munu ekki bæta forsendubrestinn. Allur sá fjöldi fólks sem upplifði að lán hækkuðu meira en sem nam verðhækkun húsnæðis mun áfram sitja uppi með sitt tjón óbætt að hluta eða að öllu leyti. Fólkið sem var í mestum skuldavanda mun lítið sem ekkert fá, því allar aðgerðir fyrri ríkisstjórnar verða dregnar frá því sem fólk fær nú. Gríðarlegar fjárhæðir fara til fólks sem ekki hefur orðið fyrir neinu tjóni og jafnvel hagnast á þróun undanfarinna ára. Sannast nú hið fornkveðna: Vont er þeirra ranglæti en verra er þeirra réttlæti.
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar