
Ráðdeild í rekstri
Stórt heimili
Sveitarfélag er eins og risastórt heimili eða fyrirtæki og á að rekast sem slíkt. Að ráðstafa fé annarra á ekki að vera auðveldara en að ráðstafa sínu eigin. Að mínu mati er ráðdeild í rekstri sveitarfélags gríðarlega mikilvæg en einnig að sköttum og öðrum álögum verði haldið í lágmarki þar sem barnafjölskyldur eru margar í Mosó. Við þurfum af virðingu að forgangsraða því hvernig við ráðstöfum fé til hinna ýmsu málaflokka. Sanngirnissjónarmiðin þurfa að vera í hávegum höfð og við þurfum að huga að komandi kynslóðum.
Íbúalýðræði í skólamálum
Ég er formaður fræðslunefndar Mosfellsbæjar og hef setið í nefndinni undanfarin 5 ár. Fræðslumálin eru stærsti einstaki útgjaldaliður bæjarins því þar erum við að leggja drög að byggingu tveggja nýrra skóla. Núverandi skólar eru orðnir yfirfullir vegna fjölgunar í bæjarfélaginu og það ýtir undir mikilvægi þess að vanda ákvarðanir. Í heilt ár hefur meirihluti Sjálfstæðismanna og Vinstri grænna leitt þetta verkefni í nánu samstarfi við foreldra, skólasamfélagið og ráðgjafa og hefur það verið afar lærdómsríkt ferli. Mörg sjónarmið hafa komið fram og mun sú ákvörðun sem tekin verður því byggja á ítarlegri greiningu á stöðunni og sannkölluðu íbúalýðræði.
Almennt tel ég að við þurfum að vera meðvituð um að bæta skólastarfið, vera opin og raunsæ hvað varðar skóla án aðgreiningar og hafa valfrelsi að leiðarljósi. Við þurfum að bæta grunnfærni barna á yngri stigum og samfella í skólastarfi er mikilvæg frá leikskóla til framhaldsskóla. Þá tel ég að sveitarfélög ættu að hafa val um að taka yfir framhaldsskólana til að þjóna því markmiði.
Fjölbreytt tómstundastarf
Mosfellsbær býður upp á fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf þar sem hægt er að stunda fjölbreytta hreyfingu, jafnt útihlaup og göngur í dásamlegu umhverfi, fimleika, fótbolta, hestamennsku, akstur krossara, skátastarfs, tónlist, myndlist eða söngnám. Ég er hlynnt því að halda í það valfrelsi sem boðið er upp á. Ég sat í stjórn Fimleikadeildar Aftureldingar í 9 ár, þar af í 8 ár sem formaður, og leiddi þar uppbyggingu og stækkun deildarinnar ásamt því að vinna að bættri aðstöðu fimleikabarna í bæjarfélaginu. Þessi ár eru mér dýrmæt og ég þekki vel hversu gefandi það er að leiða sjálfboðastarf innan íþróttafélags og vil standa við bakið á því.
Ég hef á undanförnum árum fengið tækifæri til þess að koma að margvíslegum málum í bænum okkar, aðallega er snúa að íþrótta og fræðslustarfi barna. Jafnframt hef ég setið í stjórn Framhaldsskólans í Mosfellsbæ sl. ár og verið varaþingmaður Suðvestur kjördæmis 2009-2013. Ég er með MBA í Viðskiptafræði og stjórnun og hef starfað sem forstöðumaður hjá Mílu ehf. og setið þar í framkvæmdastjórn sl. 7 ár auk þess að hafa verið forstöðumaður almannatengsla til fjölda ára hjá Símanum. Ég er reiðubúin til að nýta mína reynslu áfram í þágu Mosfellsbæjar.
Ég óska eftir stuðningi þínum í 4. sætið til þess að halda áfram að taka þátt í uppbyggingu í þessu fallega bæjarfélagi. Ég hef mikla ánægju af þeim verkefnum sem mér hafa verið falin og tekst auðveldlega á við nýjar áskoranir.
Skoðun

Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað
Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar

Þegar vald óttast þekkingu.
Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar

Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Hverjir eiga Ísland?
Jón Baldvin Hannibalsson skrifar

Komum náminu á Höfn í höfn
Halla Hrund Logadóttir skrifar

Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn
Sigríður Gunnarsdóttir skrifar

Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu
Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar

Tollar – Fyrir hverja?
Valdimar Birgisson skrifar

Þau eru fá en þörfin er stór
Sif Huld Albertsdóttir skrifar

Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri
Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar

Leiðin til helvítis
Jón Pétur Zimsen skrifar

Eitruð kvenmennska
Ása Lind Finnbogadóttir skrifar

Hinn nýi íslenski aðall
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri
Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar

Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað
Sæþór Randalsson skrifar

Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga
Sólrún María Ólafsdóttir skrifar

Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði?
Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar

Þegar rykið hefur sest
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Búum til réttlátt lífeyriskerfi
Hrafn Magnússon skrifar

Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur…
Stefán Pálsson skrifar

Hin raunverulega byggðastefna
Jón Þór Kristjánsson skrifar

Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi
Ó. Ingi Tómasson skrifar

Rúmir 30 milljarðar í fangelsi
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Sérstök staða orkusveitarfélaga!
Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar

Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna
Elín Íris Fanndal skrifar

Drögum úr fordómum í garð Breiðholts
Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar

Er almenningur rusl?
Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar

Líffræðilega ómögulegt
Björn Ólafsson skrifar

Veiðigjaldið stendur undir kostnaði
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Minn gamli góði flokkur
Hólmgeir Baldursson skrifar