Tónlist

Dúndurfréttir bæta við þriðju tónleikunum

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Lofa frábærum tónleikum
Lofa frábærum tónleikum
„Þetta kemur skemmtilega á óvart því við tókum þá áhættu að setja miðana í sölu fyrir jól og það tókst svona rosalega vel,“ segir Matthías Matthíasson, tónlistarmaður og meðlimur Dúndurfrétta.

Meistaraverk hljómsveitarinnar Pink Floyd, The Wall, verður 35 ára í ár og af því tilefni ætla Dúndurfréttir að flytja verkið í heild sinni í Eldborgarsal Hörpu 12. og 13. mars. Uppselt er á tvenna tónleika og hefur því verið bætt við þriðju tónleikunum, klukkan 22.30 þann 13. mars.

„Ég geri ekki ráð fyrir að við setjum tónleikana upp annars staðar á landinu en hins vegar viljum við ólmir komast í hvaða bæjarfélag sem er þar sem er sinfóníuhljómsveit,“ segir Matthías.

Mikið er lagt í tónleikana. „Við erum með okkar eigin sinfóníuhljómsveit þar sem er valinn maður í hverju rúmi ásamt kór.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×