Umsóknum hælisleitenda fjölgaði um nærri 130 prósent á tveimur árum Eva Bjarnadóttir skrifar 28. janúar 2014 07:15 Hælisleitendur Langur biðtími eftir afgreiðslu hælisumsókna getur verið ómannúðlegur segir Rauði krossinn. Fréttablaðið/Anton Tæplega fimmtíu prósent aukning varð á hælisumsóknum á síðasta ári, samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun. Ef litið er til ársins 2011 er aukningin nálægt 130 prósent. Samkvæmt nýju frumvarpi innanríkisráðherra er stefnt að því að stytta málsmeðferð hælisumsókna. Þá verður réttaröryggi hælisleitenda bætt með skipan nefndar, sem mun úrskurða um kærur vegna ákvarðana Útlendingastofnunar um brottvísanir hælisleitenda og frávísanir mála. „Þetta er lykilatriði og hagsmunamál bæði stjórnvalda og hælisleitenda,“ segir Atli Viðar Thorstensen, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum, um breytingarnar og segir hann langa málsmeðferð hælisumsókna geta verið ómannúðlega. Meðalafgreiðslutími umsókna var 229 dagar árið 2012.Umsóknir um hæli og afgreiðsla á þeim.Auk þess að stytta bið hælisleitenda, mun styttri málsmeðferðartími koma til með að lækka kostnað ríkisins vegna umönnunar hælisleitenda, en kostnaðurinn nam 600 milljónum króna árið 2013. Verði af breytingunum mun hælisleitendi fá svar, innan 48 klukkustunda, við því hvort hann eigi rétt á að sækja um hæli hér á landi. Stuðst er við sambærilega reglu í Noregi. Endanlegt svar um það hvort viðkomandi fái hæli á Íslandi getur þó tekið lengri tíma. Jafnframt er lagt til að sett verði á fót úrskurðarnefnd um ákvarðanir Útlendingastofnunar sem varða brottvísanir og frávísanir mála hælisleitenda.Hægt verður að skjóta ákvörðunum Útlendingastofnunar til úrskurðarnefndar samkvæmt frumvarpi innanríkisráðherra.Fréttablaðið/StefánNúverandi fyrirkomulag, þar sem innanríkisráðuneytið úrskurðar, hefur verið gagnrýnt, meðal annars af Flóttamannastofnun og mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna, auk Mannréttindaskrifstofu Íslands. „Við erum mjög ánægð með þessa kærunefnd og teljum hana vera stórt skref í rétta átt,“ segir Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastýra Mannréttindaskrifstofu Íslands. „Þetta snýst um trúverðugleika þess sem úrskurðar. Það er komið í veg fyrir hugsanlega hagsmunaárekstra með skipan sjálfstæðs og óháðs aðila,“ segir Margrét, en gert er ráð fyrir aðkomu mannréttindasamtaka að úrskurðarnefndinni. Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Tæplega fimmtíu prósent aukning varð á hælisumsóknum á síðasta ári, samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun. Ef litið er til ársins 2011 er aukningin nálægt 130 prósent. Samkvæmt nýju frumvarpi innanríkisráðherra er stefnt að því að stytta málsmeðferð hælisumsókna. Þá verður réttaröryggi hælisleitenda bætt með skipan nefndar, sem mun úrskurða um kærur vegna ákvarðana Útlendingastofnunar um brottvísanir hælisleitenda og frávísanir mála. „Þetta er lykilatriði og hagsmunamál bæði stjórnvalda og hælisleitenda,“ segir Atli Viðar Thorstensen, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum, um breytingarnar og segir hann langa málsmeðferð hælisumsókna geta verið ómannúðlega. Meðalafgreiðslutími umsókna var 229 dagar árið 2012.Umsóknir um hæli og afgreiðsla á þeim.Auk þess að stytta bið hælisleitenda, mun styttri málsmeðferðartími koma til með að lækka kostnað ríkisins vegna umönnunar hælisleitenda, en kostnaðurinn nam 600 milljónum króna árið 2013. Verði af breytingunum mun hælisleitendi fá svar, innan 48 klukkustunda, við því hvort hann eigi rétt á að sækja um hæli hér á landi. Stuðst er við sambærilega reglu í Noregi. Endanlegt svar um það hvort viðkomandi fái hæli á Íslandi getur þó tekið lengri tíma. Jafnframt er lagt til að sett verði á fót úrskurðarnefnd um ákvarðanir Útlendingastofnunar sem varða brottvísanir og frávísanir mála hælisleitenda.Hægt verður að skjóta ákvörðunum Útlendingastofnunar til úrskurðarnefndar samkvæmt frumvarpi innanríkisráðherra.Fréttablaðið/StefánNúverandi fyrirkomulag, þar sem innanríkisráðuneytið úrskurðar, hefur verið gagnrýnt, meðal annars af Flóttamannastofnun og mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna, auk Mannréttindaskrifstofu Íslands. „Við erum mjög ánægð með þessa kærunefnd og teljum hana vera stórt skref í rétta átt,“ segir Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastýra Mannréttindaskrifstofu Íslands. „Þetta snýst um trúverðugleika þess sem úrskurðar. Það er komið í veg fyrir hugsanlega hagsmunaárekstra með skipan sjálfstæðs og óháðs aðila,“ segir Margrét, en gert er ráð fyrir aðkomu mannréttindasamtaka að úrskurðarnefndinni.
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira