Segir mikla vöntun á afurðum þörungsins Haraldur Guðmundsson skrifar 29. janúar 2014 07:00 Ragnheiður E. Árnadóttir iðnaðarráðherra og Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, skoðuðu húsnæðið að undirritun lokinni. Vísir/GVA „Fyrirtækið er ólíkt mörgum öðrum að því leytinu til að öll okkar framleiðsla mun seljast vegna mikils skorts á þessum afurðum þörungsins,“ segir Skarphéðinn Orri Björnsson, framkvæmdastjóri líftæknifyrirtækisins Algalífs. Skarphéðinn og Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, skrifuðu í gær undir fjárfestingarsamning vegna örþörungaverksmiðju fyrirtækisins á Ásbrú í Reykjanesbæ. Þar mun Algalíf rækta þörunga og vinna úr þeim virka efnið astaxanthin, sem er sterkt andoxunarefni og er meðal annars notað í fæðubótarefni og vítamínblöndur. Algalíf var stofnað í ágúst 2012 og er í eigu norska félagsins NutraQ A/S. Átta manns starfa nú hjá fyrirtækinu en starfsmenn verða um þrjátíu talsins þegar verksmiðjan verður komin í full afköst um mitt ár 2016. Verksmiðjan mun að sögn Skarphéðins kosta um tvo milljarða króna. Fyrirtækið nýtir nú fimmtán hundruð fermetra húsnæði á Ásbrú en áform eru um að stækka húsnæðið um sex þúsund fermetra. „Í rauninni er búið að vinna markvisst með þennan þörung í tæp tvö ár og við höfum leitað að húsnæði fyrir verksmiðjuna bæði hér og erlendis. Ákvörðunin um að fara á Ásbrú var tekin snemma síðasta haust og þá var farið á fullt í að semja,“ segir Skarphéðinn og bætir því við að margar ástæður hafi legið að baki ákvörðuninni um að reisa verksmiðjuna hér á landi. „Augljósi kosturinn er hagstætt orkuverð, en það var ekki úrslitaatriði því verðið er lægra í Bandaríkjunum. Samfélagið í Reykjanesbæ er einnig mjög opið og vildi styðja við okkur, veðurfarið er hagstætt fyrir framleiðsluna vegna kuldans og hér er nóg af hreinu vatni. Þörungarnir vaxa í vel yfir tuttugu stiga hita og því getum við notast við náttúrulega kælingu allt árið.“ Verksmiðjan verður að sögn Skarphéðins sú fullkomnasta sinnar tegundar í heiminum. „Þörungarnir verða ræktaðir í lokuðu kerfi þar sem næringu, hita og birtumagni verður stýrt nákvæmlega.“ Mest lesið Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Sjá meira
„Fyrirtækið er ólíkt mörgum öðrum að því leytinu til að öll okkar framleiðsla mun seljast vegna mikils skorts á þessum afurðum þörungsins,“ segir Skarphéðinn Orri Björnsson, framkvæmdastjóri líftæknifyrirtækisins Algalífs. Skarphéðinn og Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, skrifuðu í gær undir fjárfestingarsamning vegna örþörungaverksmiðju fyrirtækisins á Ásbrú í Reykjanesbæ. Þar mun Algalíf rækta þörunga og vinna úr þeim virka efnið astaxanthin, sem er sterkt andoxunarefni og er meðal annars notað í fæðubótarefni og vítamínblöndur. Algalíf var stofnað í ágúst 2012 og er í eigu norska félagsins NutraQ A/S. Átta manns starfa nú hjá fyrirtækinu en starfsmenn verða um þrjátíu talsins þegar verksmiðjan verður komin í full afköst um mitt ár 2016. Verksmiðjan mun að sögn Skarphéðins kosta um tvo milljarða króna. Fyrirtækið nýtir nú fimmtán hundruð fermetra húsnæði á Ásbrú en áform eru um að stækka húsnæðið um sex þúsund fermetra. „Í rauninni er búið að vinna markvisst með þennan þörung í tæp tvö ár og við höfum leitað að húsnæði fyrir verksmiðjuna bæði hér og erlendis. Ákvörðunin um að fara á Ásbrú var tekin snemma síðasta haust og þá var farið á fullt í að semja,“ segir Skarphéðinn og bætir því við að margar ástæður hafi legið að baki ákvörðuninni um að reisa verksmiðjuna hér á landi. „Augljósi kosturinn er hagstætt orkuverð, en það var ekki úrslitaatriði því verðið er lægra í Bandaríkjunum. Samfélagið í Reykjanesbæ er einnig mjög opið og vildi styðja við okkur, veðurfarið er hagstætt fyrir framleiðsluna vegna kuldans og hér er nóg af hreinu vatni. Þörungarnir vaxa í vel yfir tuttugu stiga hita og því getum við notast við náttúrulega kælingu allt árið.“ Verksmiðjan verður að sögn Skarphéðins sú fullkomnasta sinnar tegundar í heiminum. „Þörungarnir verða ræktaðir í lokuðu kerfi þar sem næringu, hita og birtumagni verður stýrt nákvæmlega.“
Mest lesið Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Sjá meira