Gítargoðsögnin hittir aðdáendur sína Gunnar Leó Pálsson skrifar 31. janúar 2014 10:30 Hljómsveitina Meik skipa fyrrverandi og núverandi Kiss-aðdáendur og er Einar Þór gítarleikari meira að segja með Kiss-tattú eins og hér sést. fréttablaðið/vilhelm „Hann er kominn til landsins og er mjög sáttur við íslenska loftið,“ segir Þráinn Árni Baldvinsson, gítarleikari Meik, en Kiss-gítarleikarinn Bruce Kulick er kominn hingað til lands til að spila með sveitinni. Meik er hljómsveit sem leikur lög til heiðurs Kiss og hefur verið starfrækt í rúmt ár en hana skipa þeir Magni Ásgeirsson söngvari, Einar Þór Jóhannsson, Jón Elvar Hafsteinsson, Þráinn Árni Baldvinsson gítarleikarar, Eiður Arnarsson bassaleikari og Jóhann Hjörleifsson trommuleikari. „Við æfðum með honum í gær og það var alveg geggjað. Í dag er svo svona Meet and Greet, þar getur fólk fengið að heilsa upp á kappann, látið hann árita plötur og myndir. Þar fá Kiss-nördarnir að spyrja hann spurninga,“ útskýrir Þráinn. Hann verður hér á landi í fjóra daga. „Við tökum góðan túristapakka með honum, förum með hann í Bláa lónið og sýnum honum helstu perlurnar hérna í kring.“ Umboðsmaður Kulicks er mikill Íslandsáhugamaður en þeir vissu báðir að við Íslendingar borðuðum skrítinn mat. „Þeir vilja allavega ekki borða andlit dýra eða æxlunarfæri.“ Bruce Kulick kom hingað til lands með Kiss 30. ágúst 1988, þegar þeir spiluðu í Reiðhöllinni. „Það var talað um að það hafi verið um 7.500 manns á þeim tónleikum, sem var mjög mikið á þeim tíma. Ég er 12 ára gamall þarna og fór með pabba á tónleikana, þetta var alveg brjálað.“ Meðlimir Kiss voru á þeim tíma taldir vera orðnir frekar gamlir en þeir voru mjög vinsælir í Evrópu þá. Þá voru þeir einnig ómálaðir á þessum tíma. Kiss er enn að koma fram í dag. „Bruce var aldrei málaður, hann lék inn á átta Kiss-plötur, Crazy Nights og Revenge eru líklega vinsælastar,“ segir Þráinn. Hann er þó ekki bara þekktur sem gítarleikari Kiss því þegar Bat Out of Hell, vinsælasta plata Meat Loaf, kom út, fór Kulick á heimstúr með Meat Loaf til að fylgja þeirri plötur eftir. „Þetta var ótrúlega vinsæl plata og innihélt marga slagara en Bruce var bara rúmlega tvítugur á þessum tíma. Eftir þetta stofnar Kulick hljómsveitina Black Jack og bauð Michael Bolton að vera með. „Það þekkja flestir Michael Bolton. Bruce hefur því komið víða við,“ bætir Þráinn við. Einnig lék hann inn á sólóplötur Pauls Stanley og Gene Simmons, meðlima Kiss. Plötur sem Bruce Kulick lék inn hjá KissAnimalize árið 1984Asylum árið 1985Crazy Nights árið 1987Smashes, Thrashes & Hits árið 1988Hot in the shade árið 1989Revenge árið 1992Alive III árið 1993Unplugged árið 1995Carnival of souls (þessi plata var tekin upp 1995 en gefin út 1997 þegar upprunalega bandið var komið saman aftur). Í dag leikur hann talsvert með Kiss-heiðursböndum. „Hann kemur einnig fram í svokölluðum Rock and Roll Fantasy Camp, þar sem hann og fleiri goðsagnir spila með ungu fólki og djamma með þeim.“ Þá spilar hann líka með Grand Funk Railroad. „Hann er ofboðslega góður, mjög professional og er með allt á hreinu. Hann fær að skína hjá okkur og við munum líklega bakka aðeins og vera slakir fyrir aftan hann,“ segir Þráinn fullur tilhlökkunar. Tónlist Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Hann er kominn til landsins og er mjög sáttur við íslenska loftið,“ segir Þráinn Árni Baldvinsson, gítarleikari Meik, en Kiss-gítarleikarinn Bruce Kulick er kominn hingað til lands til að spila með sveitinni. Meik er hljómsveit sem leikur lög til heiðurs Kiss og hefur verið starfrækt í rúmt ár en hana skipa þeir Magni Ásgeirsson söngvari, Einar Þór Jóhannsson, Jón Elvar Hafsteinsson, Þráinn Árni Baldvinsson gítarleikarar, Eiður Arnarsson bassaleikari og Jóhann Hjörleifsson trommuleikari. „Við æfðum með honum í gær og það var alveg geggjað. Í dag er svo svona Meet and Greet, þar getur fólk fengið að heilsa upp á kappann, látið hann árita plötur og myndir. Þar fá Kiss-nördarnir að spyrja hann spurninga,“ útskýrir Þráinn. Hann verður hér á landi í fjóra daga. „Við tökum góðan túristapakka með honum, förum með hann í Bláa lónið og sýnum honum helstu perlurnar hérna í kring.“ Umboðsmaður Kulicks er mikill Íslandsáhugamaður en þeir vissu báðir að við Íslendingar borðuðum skrítinn mat. „Þeir vilja allavega ekki borða andlit dýra eða æxlunarfæri.“ Bruce Kulick kom hingað til lands með Kiss 30. ágúst 1988, þegar þeir spiluðu í Reiðhöllinni. „Það var talað um að það hafi verið um 7.500 manns á þeim tónleikum, sem var mjög mikið á þeim tíma. Ég er 12 ára gamall þarna og fór með pabba á tónleikana, þetta var alveg brjálað.“ Meðlimir Kiss voru á þeim tíma taldir vera orðnir frekar gamlir en þeir voru mjög vinsælir í Evrópu þá. Þá voru þeir einnig ómálaðir á þessum tíma. Kiss er enn að koma fram í dag. „Bruce var aldrei málaður, hann lék inn á átta Kiss-plötur, Crazy Nights og Revenge eru líklega vinsælastar,“ segir Þráinn. Hann er þó ekki bara þekktur sem gítarleikari Kiss því þegar Bat Out of Hell, vinsælasta plata Meat Loaf, kom út, fór Kulick á heimstúr með Meat Loaf til að fylgja þeirri plötur eftir. „Þetta var ótrúlega vinsæl plata og innihélt marga slagara en Bruce var bara rúmlega tvítugur á þessum tíma. Eftir þetta stofnar Kulick hljómsveitina Black Jack og bauð Michael Bolton að vera með. „Það þekkja flestir Michael Bolton. Bruce hefur því komið víða við,“ bætir Þráinn við. Einnig lék hann inn á sólóplötur Pauls Stanley og Gene Simmons, meðlima Kiss. Plötur sem Bruce Kulick lék inn hjá KissAnimalize árið 1984Asylum árið 1985Crazy Nights árið 1987Smashes, Thrashes & Hits árið 1988Hot in the shade árið 1989Revenge árið 1992Alive III árið 1993Unplugged árið 1995Carnival of souls (þessi plata var tekin upp 1995 en gefin út 1997 þegar upprunalega bandið var komið saman aftur). Í dag leikur hann talsvert með Kiss-heiðursböndum. „Hann kemur einnig fram í svokölluðum Rock and Roll Fantasy Camp, þar sem hann og fleiri goðsagnir spila með ungu fólki og djamma með þeim.“ Þá spilar hann líka með Grand Funk Railroad. „Hann er ofboðslega góður, mjög professional og er með allt á hreinu. Hann fær að skína hjá okkur og við munum líklega bakka aðeins og vera slakir fyrir aftan hann,“ segir Þráinn fullur tilhlökkunar.
Tónlist Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira