Enn stendur álfakirkjan Steinunn Anna Gunnlaugsdóttir skrifar 31. janúar 2014 06:00 Á sunnudaginn lá leið mín í Gálgahraunið til að berja augum hraunflákana sem fjaðrafokið hefur staðið um. Mig langaði að skoða þetta svæði sem öldungar höfuðborgarinnar hafa lagt sig í líma við að vernda. Eftir að hafa horft á fréttir af lögreglu að bera silfurhært fólki af vettvangi mótmæla og hlustað á fréttir af lögsóknum á hendur hinum öldruðu langaði mig til að vita um hvað þessi styr stæði. Eiga Íslendingar ekki nóg af hrauni? Skilti sem á stendur Óviðkomandi bannaður aðgangur vísar leiðina, ég ákvað að þetta svæði væri mér viðkomandi og steig yfir það. Breiður vegur liggur í gegn um hraunið í Garðabæ en rétt áður en komið er að hraunklasa sem minnir á ævintýrahöll úr álfasögum hefur hann ekki enn verið breikkaður. Stutt frá er reisulegur, stórbrotinn þríhyrningslaga klettur, þetta er augljóslega álfakirkjan. Sorglegir fánar blakta í vindinum, minnismerki burt bornu öldunganna. Ég stend á gulri þúfu framan við álfakirkjuna og halla aftur augunum. Töfrar liggja í loftinu, helgi álfakirkjunnar gagntekur mig, á svipaðan hátt og ég verð bergnumin í Skálholtskirkju. Í loftinu liggur blessun. Ég arka hugfangin áfram á milli tveggja stórra hraunstapa sem standa tryggir eins og verndarvættir. Skyndilega breytist umhverfið, ég er aftur stödd í Garðabæ, heyri umferðarniðinn og sé ömurlegan skurð á landinu. Uppbrot er á þeim stað sem Kjarval dáði og opinberaði fegurð hraunsins í málverkum sínum. Til að geta myndað sér skoðun um þennan stað þarf að fara á hann. Ég skora á þig að gera það. Ekki til að upplifa sorg yfir forgengileika náttúrunnar í höndum ráðandi stjórnenda heldur til að vita hvað við enn eigum. Enn stendur álfakirkjan, enn er möguleiki á breytingum áætlana, enn er hægt að hliðra veginum fram hjá þessum náttúruminjum og útbúa göngustíga þar sem skörðin eru um þessa hraunþyrpingu. Ef það yrði gert kæmist þá Garðabær á kort ferðamanna? Myndi sérhver erlendur ferðamaður vilja skoða það fyrirbrigði sem Íslendingar meta að verðleikum, hina stórbrotnu náttúru á borgarsvæðinu? Eigum við að valta yfir hraunið, eigum við að láta það í friði, eigum við að láta minnisvarða um breytt hugarfar verða að eftirsóknarverðum segli? Hvers virði er helgi náttúrunnar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Á sunnudaginn lá leið mín í Gálgahraunið til að berja augum hraunflákana sem fjaðrafokið hefur staðið um. Mig langaði að skoða þetta svæði sem öldungar höfuðborgarinnar hafa lagt sig í líma við að vernda. Eftir að hafa horft á fréttir af lögreglu að bera silfurhært fólki af vettvangi mótmæla og hlustað á fréttir af lögsóknum á hendur hinum öldruðu langaði mig til að vita um hvað þessi styr stæði. Eiga Íslendingar ekki nóg af hrauni? Skilti sem á stendur Óviðkomandi bannaður aðgangur vísar leiðina, ég ákvað að þetta svæði væri mér viðkomandi og steig yfir það. Breiður vegur liggur í gegn um hraunið í Garðabæ en rétt áður en komið er að hraunklasa sem minnir á ævintýrahöll úr álfasögum hefur hann ekki enn verið breikkaður. Stutt frá er reisulegur, stórbrotinn þríhyrningslaga klettur, þetta er augljóslega álfakirkjan. Sorglegir fánar blakta í vindinum, minnismerki burt bornu öldunganna. Ég stend á gulri þúfu framan við álfakirkjuna og halla aftur augunum. Töfrar liggja í loftinu, helgi álfakirkjunnar gagntekur mig, á svipaðan hátt og ég verð bergnumin í Skálholtskirkju. Í loftinu liggur blessun. Ég arka hugfangin áfram á milli tveggja stórra hraunstapa sem standa tryggir eins og verndarvættir. Skyndilega breytist umhverfið, ég er aftur stödd í Garðabæ, heyri umferðarniðinn og sé ömurlegan skurð á landinu. Uppbrot er á þeim stað sem Kjarval dáði og opinberaði fegurð hraunsins í málverkum sínum. Til að geta myndað sér skoðun um þennan stað þarf að fara á hann. Ég skora á þig að gera það. Ekki til að upplifa sorg yfir forgengileika náttúrunnar í höndum ráðandi stjórnenda heldur til að vita hvað við enn eigum. Enn stendur álfakirkjan, enn er möguleiki á breytingum áætlana, enn er hægt að hliðra veginum fram hjá þessum náttúruminjum og útbúa göngustíga þar sem skörðin eru um þessa hraunþyrpingu. Ef það yrði gert kæmist þá Garðabær á kort ferðamanna? Myndi sérhver erlendur ferðamaður vilja skoða það fyrirbrigði sem Íslendingar meta að verðleikum, hina stórbrotnu náttúru á borgarsvæðinu? Eigum við að valta yfir hraunið, eigum við að láta það í friði, eigum við að láta minnisvarða um breytt hugarfar verða að eftirsóknarverðum segli? Hvers virði er helgi náttúrunnar?
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun