Reykjavík Geothermal fær 640 milljóna króna styrk Haraldur Guðmundsson skrifar 5. febrúar 2014 07:15 Jarðvarmavirkjunin sem á að rísa á Corbetti-svæðinu verður ein sú stærsta í heiminum. Mynd/Reykjavík Geothermal Orkufyrirtækið Reykjavík Geothermal (RG) hefur fengið styrk upp á 4,1 milljónir evra, um 640 milljónir íslenskra króna, vegna framkvæmda við fyrsta áfanga í verkefni fyrirtækisins í Suður-Eþíópíu. Þetta staðfestir Davíð Stefánsson forstöðumaður ráðgjafasviðs RG. Fyrirtækið, sem er í eigu íslenskra og bandarískra fjárfesta, komst í haust að samkomulagi við ríkisstjórn Eþíópíu um að byggja og reka um eitt þúsund megavatta jarðvarmaorkuver í landinu.Davíð StefánssonStyrkurinn kemur úr sjóði sem er ætlað að styðja við jarðvarmaverkefni í Austur-Afríku sem nefnist The Geothermal Risk Mitigation Facility (GRMF). Sjóðurinn var stofnaður af framkvæmdastjórn Afríkubandalagsins (AUC), Innviðasjóði Evrópusambandsins fyrir Afríku og ráðuneyti þróunarmála í Þýskalandi, í samvinnu við þýska þróunarbankann KfW. „Markmið GRMF er að hvetja almenning og fjárfesta til að þróa raforkuframleiðslu með jarðhita í Austur-Afríku með því að veita styrki til rannsókna á yfirborði og borana á fyrstu borholum við leit að jarðhitaauðlindum til orkuframleiðslu. Sjóðurinn veitir styrki til að koma mönnum yfir fyrsta hjallann,“ segir Davíð og bætir því við að styrkurinn geti á endanum orðið enn hærri, eða um 5,8 milljónir evra, um níu hundruð milljónir króna. Verkefni RG í Eþíópíu er unnið í samstarfi við alþjóðlega fjárfesta og miðast við tvo fimm hundruð megavatta áfanga. Áætluð heildarfjárfesting hljómar upp á fimm hundruð milljarða króna. Jarðvarmaorkuverið á að rísa á svæði sem heitir Corbetti þar sem finna má virka eldstöð sem svipar til margra íslenskra eldstöðva. Davíð segir styrkinn eiga að duga fyrir að lágmarki fjörutíu prósentum af kostnaði við borun fyrstu tveggja borholanna. „Þessi styrkur mun auðvelda upphafið að þessu stóra verki sem framundan er í Corbetti-öskjunni í Suður-Eþíópíu jafnframt því að vera viðurkenning á mikilvægi verkefnisins. Íslenskir og eþíópískir jarðvísindamenn sem hafa rannsakað svæðið telja Corbetti vera eitt besta jarðhitasvæði heims til framleiðslu raforku.“ Mest lesið Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Sjá meira
Orkufyrirtækið Reykjavík Geothermal (RG) hefur fengið styrk upp á 4,1 milljónir evra, um 640 milljónir íslenskra króna, vegna framkvæmda við fyrsta áfanga í verkefni fyrirtækisins í Suður-Eþíópíu. Þetta staðfestir Davíð Stefánsson forstöðumaður ráðgjafasviðs RG. Fyrirtækið, sem er í eigu íslenskra og bandarískra fjárfesta, komst í haust að samkomulagi við ríkisstjórn Eþíópíu um að byggja og reka um eitt þúsund megavatta jarðvarmaorkuver í landinu.Davíð StefánssonStyrkurinn kemur úr sjóði sem er ætlað að styðja við jarðvarmaverkefni í Austur-Afríku sem nefnist The Geothermal Risk Mitigation Facility (GRMF). Sjóðurinn var stofnaður af framkvæmdastjórn Afríkubandalagsins (AUC), Innviðasjóði Evrópusambandsins fyrir Afríku og ráðuneyti þróunarmála í Þýskalandi, í samvinnu við þýska þróunarbankann KfW. „Markmið GRMF er að hvetja almenning og fjárfesta til að þróa raforkuframleiðslu með jarðhita í Austur-Afríku með því að veita styrki til rannsókna á yfirborði og borana á fyrstu borholum við leit að jarðhitaauðlindum til orkuframleiðslu. Sjóðurinn veitir styrki til að koma mönnum yfir fyrsta hjallann,“ segir Davíð og bætir því við að styrkurinn geti á endanum orðið enn hærri, eða um 5,8 milljónir evra, um níu hundruð milljónir króna. Verkefni RG í Eþíópíu er unnið í samstarfi við alþjóðlega fjárfesta og miðast við tvo fimm hundruð megavatta áfanga. Áætluð heildarfjárfesting hljómar upp á fimm hundruð milljarða króna. Jarðvarmaorkuverið á að rísa á svæði sem heitir Corbetti þar sem finna má virka eldstöð sem svipar til margra íslenskra eldstöðva. Davíð segir styrkinn eiga að duga fyrir að lágmarki fjörutíu prósentum af kostnaði við borun fyrstu tveggja borholanna. „Þessi styrkur mun auðvelda upphafið að þessu stóra verki sem framundan er í Corbetti-öskjunni í Suður-Eþíópíu jafnframt því að vera viðurkenning á mikilvægi verkefnisins. Íslenskir og eþíópískir jarðvísindamenn sem hafa rannsakað svæðið telja Corbetti vera eitt besta jarðhitasvæði heims til framleiðslu raforku.“
Mest lesið Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Sjá meira