Vilja reisa 77 milljarða kísilverksmiðju á Grundartanga Haraldur Guðmundsson skrifar 10. febrúar 2014 06:45 Athafnasvæðið á Grundartanga í Hvalfirði. Vísir/Pjetur Forsvarsmenn bandaríska fyrirtækisins Silicor Materials hafa óskað eftir lóð á Grundartanga undir eina stærstu sólarkísilverksmiðju í heimi. Fyrirtækið vill hefja framkvæmdir næsta haust og áætlaður byggingarkostnaður er samkvæmt heimildum Fréttablaðsins um 77 milljarðar króna. Áætlanir Silicor Materials gera ráð fyrir verksmiðju sem gæti framleitt um sextán þúsund tonn af kísil á ári og skapað um fjögur hundruð störf. Kísillinn yrði framleiddur með sérstakri framleiðsluaðferð þar sem efnið er hreinsað með bræddu áli og hann síðan seldur til framleiðenda sólarrafhlaðna. Gert er ráð fyrir að ál frá íslenskum álfyrirtækjum verði notað til framleiðslunnar og þá líklegast frá Norðuráli á Grundartanga.Davíð StefánssonDavíð Stefánsson, ráðgjafi Silicor Materials á Íslandi, staðfestir að fyrirtækið hafi sótt um lóð á svæðinu en tekur fram að önnur lönd séu einnig til skoðunar. „Það er ekki tímabært fyrir mig að tjá mig um málið. En gangi þetta eftir er þarna um mikla hagsmuni að ræða fyrir Íslendinga. Þetta er grænt verkefni sem skapar störf og styður við það sem fyrir er.“ Faxaflóahafnir, sem eiga lóðirnar á Grundartanga, eiga í viðræðum við Hvalfjarðarsveit um breytingar á aðalskipulagi svæðisins vegna aukins áhuga fyrirtækja á lóðunum.Laufey Jóhannsdóttir, sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um hvort farið verði í breytingar á aðalskipulaginu. „Málið er í ferli hjá umhverfis-, skipulags-, og náttúruverndarnefnd Hvalfjarðarsveitar sem er að skoða þessi skipulagsmál. Og það er ekki komin nein niðurstaða í þau mál,“ segir Laufey. Silicor Materials var stofnað árið 2006 og starfar í þremur löndum; Bandaríkjunum, Kanada og Þýskalandi. Fyrirtækið hefur fengið einkaleyfi á nýrri framleiðsluaðferð sem notar brætt ál til að fjarlægja óhreinindi úr kísil. Álið virkar þá eins og svampur sem dregur í sig óæskileg efni og eftir verður kísill sem hægt er að nota til framleiðslu á sólarrafhlöðum. Aðferðin er sögð helmingi ódýrari en aðrar. Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Viðskipti innlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Sjá meira
Forsvarsmenn bandaríska fyrirtækisins Silicor Materials hafa óskað eftir lóð á Grundartanga undir eina stærstu sólarkísilverksmiðju í heimi. Fyrirtækið vill hefja framkvæmdir næsta haust og áætlaður byggingarkostnaður er samkvæmt heimildum Fréttablaðsins um 77 milljarðar króna. Áætlanir Silicor Materials gera ráð fyrir verksmiðju sem gæti framleitt um sextán þúsund tonn af kísil á ári og skapað um fjögur hundruð störf. Kísillinn yrði framleiddur með sérstakri framleiðsluaðferð þar sem efnið er hreinsað með bræddu áli og hann síðan seldur til framleiðenda sólarrafhlaðna. Gert er ráð fyrir að ál frá íslenskum álfyrirtækjum verði notað til framleiðslunnar og þá líklegast frá Norðuráli á Grundartanga.Davíð StefánssonDavíð Stefánsson, ráðgjafi Silicor Materials á Íslandi, staðfestir að fyrirtækið hafi sótt um lóð á svæðinu en tekur fram að önnur lönd séu einnig til skoðunar. „Það er ekki tímabært fyrir mig að tjá mig um málið. En gangi þetta eftir er þarna um mikla hagsmuni að ræða fyrir Íslendinga. Þetta er grænt verkefni sem skapar störf og styður við það sem fyrir er.“ Faxaflóahafnir, sem eiga lóðirnar á Grundartanga, eiga í viðræðum við Hvalfjarðarsveit um breytingar á aðalskipulagi svæðisins vegna aukins áhuga fyrirtækja á lóðunum.Laufey Jóhannsdóttir, sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um hvort farið verði í breytingar á aðalskipulaginu. „Málið er í ferli hjá umhverfis-, skipulags-, og náttúruverndarnefnd Hvalfjarðarsveitar sem er að skoða þessi skipulagsmál. Og það er ekki komin nein niðurstaða í þau mál,“ segir Laufey. Silicor Materials var stofnað árið 2006 og starfar í þremur löndum; Bandaríkjunum, Kanada og Þýskalandi. Fyrirtækið hefur fengið einkaleyfi á nýrri framleiðsluaðferð sem notar brætt ál til að fjarlægja óhreinindi úr kísil. Álið virkar þá eins og svampur sem dregur í sig óæskileg efni og eftir verður kísill sem hægt er að nota til framleiðslu á sólarrafhlöðum. Aðferðin er sögð helmingi ódýrari en aðrar.
Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Viðskipti innlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Sjá meira