80 MW þarf í verksmiðju Silicor á Grundartanga Svavar Hávarðsson skrifar 11. febrúar 2014 13:00 Verksmiðja Silicor Materials í Kanada er heldur smærri en verksmiðjan sem horft er til að koma upp á Grundartanga. Mynd/Silicor Verði af uppbyggingu nýrrar kísilverksmiðju Silicor Materials á Grundartanga þarf 80 megavött af raforku til verksmiðjunnar í fullum afköstum. Viðræður um orkukaup á milli Silicor og Landsvirkjunar standa yfir. Fulltrúar fyrirtækisins hafa komið til landsins til viðræðna við fjármálastofnanir, kynnt verkefnið fyrir Landsneti og sveitarstjórnarfólki, auk þess sem íslensk verkfræðistofa vinnur að umhverfisskýrslu. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær hafa forsvarsmenn bandaríska fyrirtækisins óskað eftir lóð á Grundartanga undir sólarkísilverksmiðju með um 16 þúsund tonna framleiðslugetu á ári.Ragnheiður Elín ÁrnadóttirVísir/VilhelmSlík verksmiðja er mannaflsfrek og skapar um 400 störf, en þá eru ótalin störf á byggingartíma verksmiðjunnar. Byggingarkostnaður er metinn um 77 milljarðar króna. Helsta spurningin sem vaknar varðandi verkefnið eru aðdrættir orku og raforkuverð. Landsvirkjun staðfestir við Fréttablaðið að fyrirtækið eigi í viðræðum við fulltrúa Silicor Materials um verkefnið. Frekari upplýsingar er ekki hægt að gefa á þessum tímapunkti, að sögn Landsvirkjunar. Heimildir Fréttablaðsins herma hins vegar að viðræðurnar hafi hafist strax í haust. Orkuþörf verksmiðjunnar, sem byggð yrði upp í tveimur áföngum, er í kringum 80 megavött. Ný Búðarhálsvirkjun framleiðir 95 megavött, til samanburðar. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir aðspurð hvort Silicor hafi rekið erindi við ráðuneytið, og hvort til greina komi einhverjar ívilnanir til að tryggja að fyrirtækið komi hingað, að Silicor hafi fundað með henni síðla sumars. „Við erum með hefðbundinn farveg varðandi ívilnanir og auðvitað kemur þetta verkefni til greina eins og önnur sambærileg verkefni,“ segir Ragnheiður en í gildi eru lög um ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi. Þrátt fyrir að verkefnið sé á byrjunarreit telja heimildarmenn Fréttablaðsins það athyglisvert að fulltrúar Silicon Materials hafa sest niður með öllum stóru viðskiptabönkunum til að ræða fjármögnun. Gísli GislasonEins hefur verkefnið verið kynnt Landsneti, auk áðurnefndra viðræðna við Landsvirkjun. Eins var fundað með heimamönnum í síðustu viku, auk þess sem VSÓ ráðgjöf vinnur að umhverfisskýrslu. Gísli Gíslason, framkvæmdastjóri Faxaflóahafna, segir að verkefnið falli afar vel að uppbyggingarhugmyndum á Grundartanga. Verkefnið sé grænt og hóflegt magn orku þurfi til að skapa mörg hundruð störf. Verkefnið falli mjög vel að hugmyndafræði sem var mótuð í kjölfar umhverfisúttektar á Grundartanga í fyrra.Ný aðferð umhverfisvæn og sparar orku Með nýrri aðferð Silicor er aðeins notaður um þriðjungur af þeirri orku sem notuð er í dag til þess að framleiða sólarkísil.Sú aðferð sem notuð er í dag hefur verið gagnrýnd, bæði sem orkufrek og vegna tilheyrandi mengandi efna sem falla til við framleiðsluna.Sú framleiðsluaðferð sem Silicor Materials notar byggist á því að „þvo“ óhreinindi úr kísilmálminum með fljótandi áli, og lítill sem enginn úrgangur fellur til. Kísillinn er leystur upp í álinu, síðan er blandan kæld að vissu marki, þannig að álið helst fljótandi en kísillinn fellur út. Þessi kísill er nógu hreinn til þess að nota beint í sólarsellur.Álið sem notað er við „þvottinn“ er síðan selt aftur til álvers sem þynnir það út með viðbótaráli og býr til blöndu sem seld er til fyrirtækja í bifreiðaiðnaði. Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Verði af uppbyggingu nýrrar kísilverksmiðju Silicor Materials á Grundartanga þarf 80 megavött af raforku til verksmiðjunnar í fullum afköstum. Viðræður um orkukaup á milli Silicor og Landsvirkjunar standa yfir. Fulltrúar fyrirtækisins hafa komið til landsins til viðræðna við fjármálastofnanir, kynnt verkefnið fyrir Landsneti og sveitarstjórnarfólki, auk þess sem íslensk verkfræðistofa vinnur að umhverfisskýrslu. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær hafa forsvarsmenn bandaríska fyrirtækisins óskað eftir lóð á Grundartanga undir sólarkísilverksmiðju með um 16 þúsund tonna framleiðslugetu á ári.Ragnheiður Elín ÁrnadóttirVísir/VilhelmSlík verksmiðja er mannaflsfrek og skapar um 400 störf, en þá eru ótalin störf á byggingartíma verksmiðjunnar. Byggingarkostnaður er metinn um 77 milljarðar króna. Helsta spurningin sem vaknar varðandi verkefnið eru aðdrættir orku og raforkuverð. Landsvirkjun staðfestir við Fréttablaðið að fyrirtækið eigi í viðræðum við fulltrúa Silicor Materials um verkefnið. Frekari upplýsingar er ekki hægt að gefa á þessum tímapunkti, að sögn Landsvirkjunar. Heimildir Fréttablaðsins herma hins vegar að viðræðurnar hafi hafist strax í haust. Orkuþörf verksmiðjunnar, sem byggð yrði upp í tveimur áföngum, er í kringum 80 megavött. Ný Búðarhálsvirkjun framleiðir 95 megavött, til samanburðar. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir aðspurð hvort Silicor hafi rekið erindi við ráðuneytið, og hvort til greina komi einhverjar ívilnanir til að tryggja að fyrirtækið komi hingað, að Silicor hafi fundað með henni síðla sumars. „Við erum með hefðbundinn farveg varðandi ívilnanir og auðvitað kemur þetta verkefni til greina eins og önnur sambærileg verkefni,“ segir Ragnheiður en í gildi eru lög um ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi. Þrátt fyrir að verkefnið sé á byrjunarreit telja heimildarmenn Fréttablaðsins það athyglisvert að fulltrúar Silicon Materials hafa sest niður með öllum stóru viðskiptabönkunum til að ræða fjármögnun. Gísli GislasonEins hefur verkefnið verið kynnt Landsneti, auk áðurnefndra viðræðna við Landsvirkjun. Eins var fundað með heimamönnum í síðustu viku, auk þess sem VSÓ ráðgjöf vinnur að umhverfisskýrslu. Gísli Gíslason, framkvæmdastjóri Faxaflóahafna, segir að verkefnið falli afar vel að uppbyggingarhugmyndum á Grundartanga. Verkefnið sé grænt og hóflegt magn orku þurfi til að skapa mörg hundruð störf. Verkefnið falli mjög vel að hugmyndafræði sem var mótuð í kjölfar umhverfisúttektar á Grundartanga í fyrra.Ný aðferð umhverfisvæn og sparar orku Með nýrri aðferð Silicor er aðeins notaður um þriðjungur af þeirri orku sem notuð er í dag til þess að framleiða sólarkísil.Sú aðferð sem notuð er í dag hefur verið gagnrýnd, bæði sem orkufrek og vegna tilheyrandi mengandi efna sem falla til við framleiðsluna.Sú framleiðsluaðferð sem Silicor Materials notar byggist á því að „þvo“ óhreinindi úr kísilmálminum með fljótandi áli, og lítill sem enginn úrgangur fellur til. Kísillinn er leystur upp í álinu, síðan er blandan kæld að vissu marki, þannig að álið helst fljótandi en kísillinn fellur út. Þessi kísill er nógu hreinn til þess að nota beint í sólarsellur.Álið sem notað er við „þvottinn“ er síðan selt aftur til álvers sem þynnir það út með viðbótaráli og býr til blöndu sem seld er til fyrirtækja í bifreiðaiðnaði.
Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira