Einn seðlabankastjóri eða þrír? Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 19. febrúar 2014 07:15 Forsætisráðherra og fjármálaráðherra eru ekki samstiga þegar kemur að breytingum á Seðlabankanum. Vísir/GVA Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í spjallþættinum Sunnudagsmorgni um helgina að til stæði að breyta lögum um Seðlabankann. Í febrúar árið 2009 var lögum um bankann breytt meðal annars á þann veg að seðlabankastjórum var fækkað úr þremur í einn. Sparnaður við fækkunina var metinn á 32 milljónir króna á ári, en í umsögn fjármálaráðuneytisins um frumvarpið kom fram að vegna biðlauna yrði tímabundinn launakostnaður bankans fjörutíu og fjórar milljónir króna. Til lengri tíma litið lækkaði hins vegar launakostnaðurinn um þrjátíu og tvær milljónir króna á ári. Allir þingmenn Framsóknarflokksins greiddu atkvæði með breytingunum, ásamt þáverandi stjórnarliðum. Sigmundur Davíð var ekki þingmaður á þessum tíma en var þó orðinn formaður Framsóknarflokksins. Sjálfstæðismenn greiddu atkvæði gegn frumvarpinu, en ekki er að sjá á umræðum um frumvarpið að þeir hafi sett sig upp á móti fækkun seðlabankastjóra heldur vildu sjálfstæðismenn að ákvörðun forsætisráðherra um hver yrði skipaður í embættið yrði borin undir Alþingi.Fyrir árið 2009 voru þrír seðlabankastjórar á Íslandi.Vísir/GVAÓljóst er hvaða breytingar á lögum um Seðlabankann eru fyrirhugaðar hjá ríkisstjórninni en Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra, segir það snerta sig mjög illa ef menn ætli af einhverjum pólitískum ástæðum að hrófla við Seðlabankanum. „Seðlabankinn hefur náð prýðilegum árangri í því að ná hérna stöðugu verðlagi og sérstaklega stöðugu gengi krónunnar,“ segir Steingrímur í samtali við Markaðinn. Hann segir að árið 2009 hafi verið nauðsynlegt að endurreisa traust á bankanum og breytingar hafi verið gerðar sem horfa þurfi á heildstætt. „Það vakna margar spurningar um í hvaða tilgangi það yrði gert og hvaða breytingar yrðu gerðar að öðru leyti. Það er enginn tilgangur í að fjölga þeim og hafa jafnframt peningastefnunefnd,“ segir Steingrímur.Fimm skipa peningastefnunefnd Seðlabankans í dag.Vísir/Seðlabanki ÍslandsSeðlabanki Íslands Seðlabanki Íslands er sjálfstæð stofnun, sem er eign íslenska ríkisins en lýtur sérstakri stjórn. Yfirstjórn Seðlabankans er í höndum fjármála- og efnahagsráðherra og bankaráðs. Alþingi kýs sjö fulltrúa í bankaráð að loknum kosningum til Alþingis. Ráðherra skipar seðlabankastjóra og aðstoðarseðlabankastjóra til fimm ára í senn. Ákvarðanir um beitingu stjórntækja bankans í peningamálum eru teknar af peningastefnunefnd. Í peningastefnunefnd situr seðlabankastjóri, aðstoðarseðlabankastjóri, einn af yfirmönnum bankans á sviði mótunar eða stefnu í peningamálum og tveir sérfræðingar á sviði efnahags- og peningamála sem ráðherra skipar til fimm ára í senn. Seðlabankastjóri er jafnframt formaður peningastefnunefndar.Seðlabankar erlendis Það er misjafnt hvernig nágrannaþjóðir okkar haga yfirstjórn peningamála sinna. Danir eru með þriggja manna bankaráð, þar af einn aðalseðlabankastjóra sem er konunglega skipaður. Hinir tveir eru skipaðir af bankastjórn, sem samanstendur af 25 manns sem eru ýmist valdir af þinginu, viðskiptaráðherra eða bankastjórninni sjálfri. Bankaráðið ber fulla ábyrgð á peningastefnu Danmerkur. Í Svíþjóð er bankinn leiddur af bankastjórn sem mönnuð er sex einstaklingum. Þeir eru skipaðir af bankaráði sem í sitja ellefu einstaklingar, skipaðir af sænska þinginu. Bankastjórnin ber ábyrgð á starfsemi bankans. Noregur er með einn aðalbankastjóra og annan til vara. Þeir stýra bankastjórn norska seðlabankans sem stýrir peningastefnu landsins. Í henni sitja sjö einstaklingar. skipaðir af norska konunginum. Eftirlitsráð hefur eftirlit með starfsemi bankans. Englendingar breyttu að hluta til stýringu á sinni peningastefnu í apríl árið 2013, þar sem sjálfstæð peningastefnunefnd var mynduð. Seðlabankanum er stjórnað af einum aðalseðlabankastjóra, þremur staðgenglum og einum rekstrarstjóra. Saman mynda þau bankastjórn bankans. Framkvæmdastjórn breska seðlabankans er skipuð fjórtán einstaklingum. Í Bandaríkjunum skipa sjö einstaklingar bankastjórn sem ákveður peningastefnu landsins. Þar af er einn aðalseðlabankastjóri og annar til vara. Allir eru þeir skipaðir af forseta Bandaríkjanna.Nýtt frumvarp í mars Í endurskoðaðri áætlun um framlagningu stjórnarfrumvarpa kemur fram að frumvarp til laga um breytingu á lögum um Seðlabanka Íslands skuli lagt fram eigi síðar en 31. mars næstkomandi. Sigmundur Davíð sagði síðastliðinn sunnudag að frumvarpið væri í vinnslu, en að hann gerði ráð fyrir að fjöldi seðlabankastjóra væri meðal þess sem skoðað væri. Hann sagði ákveðin rök hníga að því að æskilegt væri að hafa fleiri en einn seðlabankastjóra, önnur að því að gott væri að hafa einn.Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sem hefur málefni Seðlabanka Íslands á sinni könnu segir að meiriháttar breytingar séu ekki fyrirhugaðar á bankanum. Ljóst er, og Markaðurinn hefur heimildir fyrir því, að ekki er full sátt um það innan ríkisstjórnarinnar hvernig yfirstjórn Seðlabanka Íslands skuli vera. Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í spjallþættinum Sunnudagsmorgni um helgina að til stæði að breyta lögum um Seðlabankann. Í febrúar árið 2009 var lögum um bankann breytt meðal annars á þann veg að seðlabankastjórum var fækkað úr þremur í einn. Sparnaður við fækkunina var metinn á 32 milljónir króna á ári, en í umsögn fjármálaráðuneytisins um frumvarpið kom fram að vegna biðlauna yrði tímabundinn launakostnaður bankans fjörutíu og fjórar milljónir króna. Til lengri tíma litið lækkaði hins vegar launakostnaðurinn um þrjátíu og tvær milljónir króna á ári. Allir þingmenn Framsóknarflokksins greiddu atkvæði með breytingunum, ásamt þáverandi stjórnarliðum. Sigmundur Davíð var ekki þingmaður á þessum tíma en var þó orðinn formaður Framsóknarflokksins. Sjálfstæðismenn greiddu atkvæði gegn frumvarpinu, en ekki er að sjá á umræðum um frumvarpið að þeir hafi sett sig upp á móti fækkun seðlabankastjóra heldur vildu sjálfstæðismenn að ákvörðun forsætisráðherra um hver yrði skipaður í embættið yrði borin undir Alþingi.Fyrir árið 2009 voru þrír seðlabankastjórar á Íslandi.Vísir/GVAÓljóst er hvaða breytingar á lögum um Seðlabankann eru fyrirhugaðar hjá ríkisstjórninni en Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra, segir það snerta sig mjög illa ef menn ætli af einhverjum pólitískum ástæðum að hrófla við Seðlabankanum. „Seðlabankinn hefur náð prýðilegum árangri í því að ná hérna stöðugu verðlagi og sérstaklega stöðugu gengi krónunnar,“ segir Steingrímur í samtali við Markaðinn. Hann segir að árið 2009 hafi verið nauðsynlegt að endurreisa traust á bankanum og breytingar hafi verið gerðar sem horfa þurfi á heildstætt. „Það vakna margar spurningar um í hvaða tilgangi það yrði gert og hvaða breytingar yrðu gerðar að öðru leyti. Það er enginn tilgangur í að fjölga þeim og hafa jafnframt peningastefnunefnd,“ segir Steingrímur.Fimm skipa peningastefnunefnd Seðlabankans í dag.Vísir/Seðlabanki ÍslandsSeðlabanki Íslands Seðlabanki Íslands er sjálfstæð stofnun, sem er eign íslenska ríkisins en lýtur sérstakri stjórn. Yfirstjórn Seðlabankans er í höndum fjármála- og efnahagsráðherra og bankaráðs. Alþingi kýs sjö fulltrúa í bankaráð að loknum kosningum til Alþingis. Ráðherra skipar seðlabankastjóra og aðstoðarseðlabankastjóra til fimm ára í senn. Ákvarðanir um beitingu stjórntækja bankans í peningamálum eru teknar af peningastefnunefnd. Í peningastefnunefnd situr seðlabankastjóri, aðstoðarseðlabankastjóri, einn af yfirmönnum bankans á sviði mótunar eða stefnu í peningamálum og tveir sérfræðingar á sviði efnahags- og peningamála sem ráðherra skipar til fimm ára í senn. Seðlabankastjóri er jafnframt formaður peningastefnunefndar.Seðlabankar erlendis Það er misjafnt hvernig nágrannaþjóðir okkar haga yfirstjórn peningamála sinna. Danir eru með þriggja manna bankaráð, þar af einn aðalseðlabankastjóra sem er konunglega skipaður. Hinir tveir eru skipaðir af bankastjórn, sem samanstendur af 25 manns sem eru ýmist valdir af þinginu, viðskiptaráðherra eða bankastjórninni sjálfri. Bankaráðið ber fulla ábyrgð á peningastefnu Danmerkur. Í Svíþjóð er bankinn leiddur af bankastjórn sem mönnuð er sex einstaklingum. Þeir eru skipaðir af bankaráði sem í sitja ellefu einstaklingar, skipaðir af sænska þinginu. Bankastjórnin ber ábyrgð á starfsemi bankans. Noregur er með einn aðalbankastjóra og annan til vara. Þeir stýra bankastjórn norska seðlabankans sem stýrir peningastefnu landsins. Í henni sitja sjö einstaklingar. skipaðir af norska konunginum. Eftirlitsráð hefur eftirlit með starfsemi bankans. Englendingar breyttu að hluta til stýringu á sinni peningastefnu í apríl árið 2013, þar sem sjálfstæð peningastefnunefnd var mynduð. Seðlabankanum er stjórnað af einum aðalseðlabankastjóra, þremur staðgenglum og einum rekstrarstjóra. Saman mynda þau bankastjórn bankans. Framkvæmdastjórn breska seðlabankans er skipuð fjórtán einstaklingum. Í Bandaríkjunum skipa sjö einstaklingar bankastjórn sem ákveður peningastefnu landsins. Þar af er einn aðalseðlabankastjóri og annar til vara. Allir eru þeir skipaðir af forseta Bandaríkjanna.Nýtt frumvarp í mars Í endurskoðaðri áætlun um framlagningu stjórnarfrumvarpa kemur fram að frumvarp til laga um breytingu á lögum um Seðlabanka Íslands skuli lagt fram eigi síðar en 31. mars næstkomandi. Sigmundur Davíð sagði síðastliðinn sunnudag að frumvarpið væri í vinnslu, en að hann gerði ráð fyrir að fjöldi seðlabankastjóra væri meðal þess sem skoðað væri. Hann sagði ákveðin rök hníga að því að æskilegt væri að hafa fleiri en einn seðlabankastjóra, önnur að því að gott væri að hafa einn.Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sem hefur málefni Seðlabanka Íslands á sinni könnu segir að meiriháttar breytingar séu ekki fyrirhugaðar á bankanum. Ljóst er, og Markaðurinn hefur heimildir fyrir því, að ekki er full sátt um það innan ríkisstjórnarinnar hvernig yfirstjórn Seðlabanka Íslands skuli vera.
Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Sjá meira