Innlent

Innnes er stærsti innflytjandi osta

Jóhanna Margrét Einararsdóttir skrifar
Guðni Ágústsson  segir að bændafyrirtækin haldi ekki uppi verði á innfluttum ostum.
Guðni Ágústsson segir að bændafyrirtækin haldi ekki uppi verði á innfluttum ostum.
Guðni Ágústsson, framkvæmdastjóri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði, segir að hlutdeild Mjólkursamsölunnar í samanlögðum ostakvóta á síðastliðnum fimm árum hafi aðeins verið 11 prósent.

„Tölurnar sýna að bændafyrirtækin halda ekki uppi verði á innfluttum ostum,“ segir Guðni.

Samkvæmt upplýsingum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins hafa fyrirtæki mátt flytja inn 1.400 tonn af osti frá árinu 2009.

Sá háttur er hafður á að fyrirtækin bjóða í tollkvótana og er þeim úthlutað til hæstbjóðenda.

Enginn hefur boðið í rúmlega fjórðung þess ostakvóta sem í boði hefur verið, eða 360 tonn.

Stærsti innflytjandinn er Innnes ehf. sem hefur flutt inn tæp 330 tonn, Sólstjarnan hefur flutt inn 200 tonn, MS tæp 160 tonn og innflutningur Haga nemur tæpum 130 tonnum.

Guðni segir að tölurnar sýni að það sé rangt, sem haldið hefur fram í fjölmiðlum, að MS sé ráðandi í innflutningi á ostum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×