Íslenskur djass frumfluttur á Björtuloftum Gunnar Leó Pálsson skrifar 26. febrúar 2014 10:00 ASA tríóið ætlar að frumflytja nýjan og íslenskan djass á Björtuloftum í kvöld. mynd/daníel starrason „Við erum að fara að leika mikið af tiltölulega nýju efni sem við ætlum að fara með í hljóðver á næstunni,“ segir Andrés Þór Gunnlaugsson, gítarleikari ASA tríósins sem kemur fram á næstu tónleikum Múlans á Björtuloftum í Hörpu sem fram fara í kvöld. ASA tríóið er skipað miklum fagmönnum í tónlistargeiranum og varð eiginlega til fyrir tilviljun, þegar Andrés Þór hóaði í Agnar Má Magnússon og Scott Mclemore fyrir lítið gigg á djasshátíð Reykjavíkur 2005. Hafa þeir getið sér gott orð síðan fyrir túlkun á afar fjölbreyttu efni, meðal annars frá Jimi Hendrix, Fionu Apple, John Coltrane og Thelonious Monk. „Við tökum þó bara frumsamið efni í kvöld þó að við höfum tekið efni eftir aðra áður. Við höfum meðal annars leikið efni eftir Red Hot Chili Peppers,“ segir Andrés léttur í lundu. Tónleikarnir eru eins og fyrr segir tónleikar á vegum djassklúbbsins Múlans og fara fram í Björtuloftum í Hörpu. „Þetta er nýr tónleikastaður sem hýsir tónleika Múlans. Mér líst vel á hann og ég held að það geti orðið ansi flott og góð djassstemning þarna.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 21.00. Það kostar 1.500 krónur inn og 1.000 krónur fyrir námsmenn og eldri borgara en miðasalan fer fram á Midi.is. Tónlist Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Við erum að fara að leika mikið af tiltölulega nýju efni sem við ætlum að fara með í hljóðver á næstunni,“ segir Andrés Þór Gunnlaugsson, gítarleikari ASA tríósins sem kemur fram á næstu tónleikum Múlans á Björtuloftum í Hörpu sem fram fara í kvöld. ASA tríóið er skipað miklum fagmönnum í tónlistargeiranum og varð eiginlega til fyrir tilviljun, þegar Andrés Þór hóaði í Agnar Má Magnússon og Scott Mclemore fyrir lítið gigg á djasshátíð Reykjavíkur 2005. Hafa þeir getið sér gott orð síðan fyrir túlkun á afar fjölbreyttu efni, meðal annars frá Jimi Hendrix, Fionu Apple, John Coltrane og Thelonious Monk. „Við tökum þó bara frumsamið efni í kvöld þó að við höfum tekið efni eftir aðra áður. Við höfum meðal annars leikið efni eftir Red Hot Chili Peppers,“ segir Andrés léttur í lundu. Tónleikarnir eru eins og fyrr segir tónleikar á vegum djassklúbbsins Múlans og fara fram í Björtuloftum í Hörpu. „Þetta er nýr tónleikastaður sem hýsir tónleika Múlans. Mér líst vel á hann og ég held að það geti orðið ansi flott og góð djassstemning þarna.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 21.00. Það kostar 1.500 krónur inn og 1.000 krónur fyrir námsmenn og eldri borgara en miðasalan fer fram á Midi.is.
Tónlist Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira