Tryggja ókeypis aðgang að Dettifossi Brjánn Jónasson skrifar 26. febrúar 2014 07:00 Þeir sem skoða Dettifoss frá vestari bakka Jökulsár á Fjöllum gera það frá landi sem tilheyrir Vatnajökulsþjóðgarði, en þeir fara um land í einkaeigu til að komast þangað. Nordicphotos/Getty Stjórnendur Vatnajökulsþjóðgarðs munu skoða hvort áform landeigenda í Reykjahlíð um að innheimta gjald af þeim sem vilja skoða Dettifoss standist lög. Þjóðgarðsvörður segir að ókeypis aðgengi að fossinum verði tryggt. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær áforma landeigendur í Reykjahlíð að innheimta 800 króna gjald af ferðamönnum sem vilja skoða Dettifoss. Sama gjald verður innheimt af þeim sem vilja skoða Námaskarð og Leirhnjúk. Athygli vekur að Dettifoss er í landi Vatnajökulsþjóðgarðs, en liggur rétt við landamörkin við Reykjahlíð.Hjörleifur Finnsson„Lagalega hliðin á þessari gjaldtöku verður skoðuð í kjölinn af þjóðgarðinum með tilliti til hagsmuna almennings,“ segir Hjörleifur Finnsson, þjóðgarðsvörður á norðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs. Hann segir að honum beri að stuðla að auknu aðgengi að þjóðgarðinum, á meðan það skarist ekki á við náttúruverndarhagsmuni. „Innan þess ramma mun ég beita mér fyrir því að það verði leiðir að Dettifossi innan þjóðgarðs sem ekki bera gjald.“ Í ljósi þess að fossinn er í landi Vatnajökulsþjóðgarðs segist Hjörleifur ekki átta sig á því að hverju landeigendur í Reykjahlíð ætli að selja aðgang. Hann bendir á að óvíst sé hvort það standist lög á annað borð að rukka fólk fyrir að fara um óræktað land samkvæmt náttúruverndarlögum. „En jafnvel þó gjaldtakan stæðist lög er staðan sú að þeir staðir sem fólk skoðar fossinn frá eru innan þjóðgarðsins, og eru ekki í landi Reykjahlíðar,“ segir Hjörleifur. „Þeir væru því að selja aðgang að ríkislandi.“ Hjörleifur segir að um 120 þúsund ferðamenn hafi skoðað Dettifoss í fyrra. Þjóðgarðurinn þjónusti þá á ýmsan hátt, eigi og sjái um klósettaðstöðu og gæti að öryggi. Þá hafi ríkið lagt göngustíg að svæðinu, og haldið honum við, þó stígurinn sé í landi Reykjahlíðar. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Stjórnendur Vatnajökulsþjóðgarðs munu skoða hvort áform landeigenda í Reykjahlíð um að innheimta gjald af þeim sem vilja skoða Dettifoss standist lög. Þjóðgarðsvörður segir að ókeypis aðgengi að fossinum verði tryggt. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær áforma landeigendur í Reykjahlíð að innheimta 800 króna gjald af ferðamönnum sem vilja skoða Dettifoss. Sama gjald verður innheimt af þeim sem vilja skoða Námaskarð og Leirhnjúk. Athygli vekur að Dettifoss er í landi Vatnajökulsþjóðgarðs, en liggur rétt við landamörkin við Reykjahlíð.Hjörleifur Finnsson„Lagalega hliðin á þessari gjaldtöku verður skoðuð í kjölinn af þjóðgarðinum með tilliti til hagsmuna almennings,“ segir Hjörleifur Finnsson, þjóðgarðsvörður á norðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs. Hann segir að honum beri að stuðla að auknu aðgengi að þjóðgarðinum, á meðan það skarist ekki á við náttúruverndarhagsmuni. „Innan þess ramma mun ég beita mér fyrir því að það verði leiðir að Dettifossi innan þjóðgarðs sem ekki bera gjald.“ Í ljósi þess að fossinn er í landi Vatnajökulsþjóðgarðs segist Hjörleifur ekki átta sig á því að hverju landeigendur í Reykjahlíð ætli að selja aðgang. Hann bendir á að óvíst sé hvort það standist lög á annað borð að rukka fólk fyrir að fara um óræktað land samkvæmt náttúruverndarlögum. „En jafnvel þó gjaldtakan stæðist lög er staðan sú að þeir staðir sem fólk skoðar fossinn frá eru innan þjóðgarðsins, og eru ekki í landi Reykjahlíðar,“ segir Hjörleifur. „Þeir væru því að selja aðgang að ríkislandi.“ Hjörleifur segir að um 120 þúsund ferðamenn hafi skoðað Dettifoss í fyrra. Þjóðgarðurinn þjónusti þá á ýmsan hátt, eigi og sjái um klósettaðstöðu og gæti að öryggi. Þá hafi ríkið lagt göngustíg að svæðinu, og haldið honum við, þó stígurinn sé í landi Reykjahlíðar.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira