Elta rokkstjörnudrauminn erlendis Gunnar Leó Pálsson skrifar 27. febrúar 2014 11:00 Hljómsveitina Vintage Caravan skipa f.v. Guðjón Reynisson trommuleikari, Óskar Logi Ágústsson gítarleikari og söngvari og Alexander Örn Númason bassaleikari. Þeir ætla að flytja til Danmerkur í leit að tækifærum. mynd/bowen staines „Við erum að flytja til Sønderborg í Danmörku í næsta mánuði. Þetta er miðsvæðis og það er stutt í allt,“ segir Óskar Logi Ágústsson, gítarleikari og söngvari hljómsveitarinnar Vintage Caravan, en sveitin ætlar að flytja til Danmerkur til elta rokkstjörnudrauminn. Ástæða flutninganna er sú að sveitin vill vera nær meginlandi Evrópu vegna þess að möguleikarnir eru töluvert fleiri úti en á Íslandi. „Það er bara fjögurra tíma akstur til Hollands og líka stutt til Þýskalands og svona. Við erum allir barnlausir og því kjörið að láta verða af þessu núna,“ bætir Óskar við. Það getur verið dýrt að fara út í tónleikaferðlag og því aðgengilegra að ferðast þegar á meginlandið er komið. „Þetta er fyrsta tónleikaferðalagið sem við förum í og við erum að hita upp fyrir þrjú önnur bönd. Þetta er frábært tækifæri og verður geggjuð kynning. Túrinn hefur verið auglýstur víða,“ útskýrir Óskar. Búferlaflutningar sveitarinnar eru þó ekki það eina sem er í gangi hjá þeim félögum. „Við gerðum útgáfusamning við Nuclearblast í Þýskalandi, sem er stærsta þungarokksútgáfufyrirtæki í heimi og nú er platan okkar, Voyage, komin út í Bandaríkjunum og í Evrópu,“ útskýrir Óskar. Platan hefur fengið frábærar viðtökur og gaf til að mynda hið virta þungarokkstímarit Kerrang! plötunni fjórar stjörnur af fimm mögulegum. „Kerrang! sendi meira að segja ljósmyndara til landsins og við fengum heilsíðu í tímaritinu.“ Sveitin hefur einnig gert samning við bókunarfyrirtækið Rock The Nation sem hefur skipulagt þriggja vikna tónleikaferðalag fyrir sveitina og hefst hún um miðjan marsmánuð og farið verður um Evrópu. „Við förum til Bretlands, Írlands, Frakklands, Sviss, Austurríkis, og Hollands.“ Sveitin spilaði einnig á Eurosonic-hátíðinni í Hollandi fyrir skömmu. Hljómsveitin er bókuð á eina stærstu þungarokkshátíð í heimi, Wacken Open Air, sem er 90.000 manna hátíð sem haldin er í Þýskalandi í sumar. Í tilefni flutninganna til Danmerkur ætlar sveitin að halda veglegt kveðjupartí á Gauknum þann 7. mars og kostar 1.500 krónur inn. „Við ætlum að kveðja landann vel, þetta verður mikil veisla.“ Hljómsveitin ONI sér um upphitun en tónleikarnir hefjast klukkan 22.00. Tónlist Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Við erum að flytja til Sønderborg í Danmörku í næsta mánuði. Þetta er miðsvæðis og það er stutt í allt,“ segir Óskar Logi Ágústsson, gítarleikari og söngvari hljómsveitarinnar Vintage Caravan, en sveitin ætlar að flytja til Danmerkur til elta rokkstjörnudrauminn. Ástæða flutninganna er sú að sveitin vill vera nær meginlandi Evrópu vegna þess að möguleikarnir eru töluvert fleiri úti en á Íslandi. „Það er bara fjögurra tíma akstur til Hollands og líka stutt til Þýskalands og svona. Við erum allir barnlausir og því kjörið að láta verða af þessu núna,“ bætir Óskar við. Það getur verið dýrt að fara út í tónleikaferðlag og því aðgengilegra að ferðast þegar á meginlandið er komið. „Þetta er fyrsta tónleikaferðalagið sem við förum í og við erum að hita upp fyrir þrjú önnur bönd. Þetta er frábært tækifæri og verður geggjuð kynning. Túrinn hefur verið auglýstur víða,“ útskýrir Óskar. Búferlaflutningar sveitarinnar eru þó ekki það eina sem er í gangi hjá þeim félögum. „Við gerðum útgáfusamning við Nuclearblast í Þýskalandi, sem er stærsta þungarokksútgáfufyrirtæki í heimi og nú er platan okkar, Voyage, komin út í Bandaríkjunum og í Evrópu,“ útskýrir Óskar. Platan hefur fengið frábærar viðtökur og gaf til að mynda hið virta þungarokkstímarit Kerrang! plötunni fjórar stjörnur af fimm mögulegum. „Kerrang! sendi meira að segja ljósmyndara til landsins og við fengum heilsíðu í tímaritinu.“ Sveitin hefur einnig gert samning við bókunarfyrirtækið Rock The Nation sem hefur skipulagt þriggja vikna tónleikaferðalag fyrir sveitina og hefst hún um miðjan marsmánuð og farið verður um Evrópu. „Við förum til Bretlands, Írlands, Frakklands, Sviss, Austurríkis, og Hollands.“ Sveitin spilaði einnig á Eurosonic-hátíðinni í Hollandi fyrir skömmu. Hljómsveitin er bókuð á eina stærstu þungarokkshátíð í heimi, Wacken Open Air, sem er 90.000 manna hátíð sem haldin er í Þýskalandi í sumar. Í tilefni flutninganna til Danmerkur ætlar sveitin að halda veglegt kveðjupartí á Gauknum þann 7. mars og kostar 1.500 krónur inn. „Við ætlum að kveðja landann vel, þetta verður mikil veisla.“ Hljómsveitin ONI sér um upphitun en tónleikarnir hefjast klukkan 22.00.
Tónlist Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira