Mikill meirihluti vill þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðildarumsókn Brjánn Jónasson skrifar 28. febrúar 2014 06:00 Mótmælendur hafa látið í sér heyra á Austurvelli undanfarna daga og mótmælt því að ríkisstjórnin ætli að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Fréttablaðið/Valli Meirihluti stuðningsmanna allra flokka vill að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið, samkvæmt niðurstöðu nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Samkvæmt niðurstöðunum vilja 81,6 prósent landsmanna taka ákvörðun um málið í þjóðaratkvæðagreiðslu í stað þess að láta þingmönnum eftir að útkljá málið í þingsalnum. Um 18,4 prósent vilja láta þinginu eftir að ákveða örlög aðildarumsóknarinnar. Í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í lok janúar sögðust 74,6 prósent vilja að atkvæðagreiðsla um framhald aðildarviðræðna verði haldin samhliða sveitarstjórnarkosningum í vor. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra mælti í gær fyrir þingsályktunartillögu þar sem lagt var til að viðræðum við ESB yrði slitið tafarlaust. Í ræðu á Alþingi benti Gunnar Bragi á að skoðanakannanir sýndu að meirihluti þjóðarinnar væri á móti aðild að Evrópusambandinu.Afstaða landsmanna er nokkuð breytileg eftir stuðningi við stjórnmálaflokka, þó meirihluti stuðningsmanna allra flokka vilji ljúka málinu með þjóðaratkvæðagreiðslu. Minnstur stuðningur við þjóðaratkvæðagreiðslu mælist meðal þeirra sem myndu kjósa Framsóknarflokkinn verði gengið til kosninga nú. Alls sögðust 51,9 prósent framsóknarmanna vilja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu, en 48,1 prósent vildi það ekki. Nærri tveir af hverjum þremur stuðningsmanna hins stjórnarflokksins vilja kjósa um málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Um 66,2 prósent sjálfstæðismanna vilja ljúka málinu með þeim hætti en 33,8 prósent vilja að þingmenn ljúki málinu í þingsal. Afgerandi meirihluti stuðningsmanna stjórnarandstöðuflokkanna vill að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort halda eigi aðildarviðræðum við ESB áfram eða slíta þeim, samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Um 88 prósent stuðningsmanna Vinstri grænna vilja þjóðaratkvæðagreiðslu og 88,4 prósent þeirra sem kjósa myndu Pírata yrði gengið til kosninga nú. Stuðningurinn er jafnvel meiri meðal stuðningsmanna Samfylkingarinnar, 96,2 prósent. Mestur er hann hjá þeim sem styðja Bjarta framtíð, 94,6 prósent. Lítill munur er á afstöðu fólks eftir búsetu. Um 83,3 prósent Reykvíkinga vilja skera úr um aðildarumsóknina í þjóðaratkvæðagreiðslu, en 80,6 prósent íbúa annarra kjördæma. Munurinn er innan skekkjumarka. Um 79,2 prósent karla vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð aðildarumsóknar Íslands og 84,1 prósent kvenna. Munurinn er einnig innan skekkjumarka. Enginn munur mælist á afstöðu fólks eftir aldri.AðferðafræðinHringt var í 1.309 manns þar til náðist í 805 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 26. og 27. febrúar. Svarhlutfallið var 61,5 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Vilt þú að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort halda eigi aðildarviðræðum við Evrópusambandið áfram eða slíta þeim? Alls tóku 93,9 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Meirihluti stuðningsmanna allra flokka vill að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið, samkvæmt niðurstöðu nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Samkvæmt niðurstöðunum vilja 81,6 prósent landsmanna taka ákvörðun um málið í þjóðaratkvæðagreiðslu í stað þess að láta þingmönnum eftir að útkljá málið í þingsalnum. Um 18,4 prósent vilja láta þinginu eftir að ákveða örlög aðildarumsóknarinnar. Í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í lok janúar sögðust 74,6 prósent vilja að atkvæðagreiðsla um framhald aðildarviðræðna verði haldin samhliða sveitarstjórnarkosningum í vor. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra mælti í gær fyrir þingsályktunartillögu þar sem lagt var til að viðræðum við ESB yrði slitið tafarlaust. Í ræðu á Alþingi benti Gunnar Bragi á að skoðanakannanir sýndu að meirihluti þjóðarinnar væri á móti aðild að Evrópusambandinu.Afstaða landsmanna er nokkuð breytileg eftir stuðningi við stjórnmálaflokka, þó meirihluti stuðningsmanna allra flokka vilji ljúka málinu með þjóðaratkvæðagreiðslu. Minnstur stuðningur við þjóðaratkvæðagreiðslu mælist meðal þeirra sem myndu kjósa Framsóknarflokkinn verði gengið til kosninga nú. Alls sögðust 51,9 prósent framsóknarmanna vilja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu, en 48,1 prósent vildi það ekki. Nærri tveir af hverjum þremur stuðningsmanna hins stjórnarflokksins vilja kjósa um málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Um 66,2 prósent sjálfstæðismanna vilja ljúka málinu með þeim hætti en 33,8 prósent vilja að þingmenn ljúki málinu í þingsal. Afgerandi meirihluti stuðningsmanna stjórnarandstöðuflokkanna vill að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort halda eigi aðildarviðræðum við ESB áfram eða slíta þeim, samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Um 88 prósent stuðningsmanna Vinstri grænna vilja þjóðaratkvæðagreiðslu og 88,4 prósent þeirra sem kjósa myndu Pírata yrði gengið til kosninga nú. Stuðningurinn er jafnvel meiri meðal stuðningsmanna Samfylkingarinnar, 96,2 prósent. Mestur er hann hjá þeim sem styðja Bjarta framtíð, 94,6 prósent. Lítill munur er á afstöðu fólks eftir búsetu. Um 83,3 prósent Reykvíkinga vilja skera úr um aðildarumsóknina í þjóðaratkvæðagreiðslu, en 80,6 prósent íbúa annarra kjördæma. Munurinn er innan skekkjumarka. Um 79,2 prósent karla vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð aðildarumsóknar Íslands og 84,1 prósent kvenna. Munurinn er einnig innan skekkjumarka. Enginn munur mælist á afstöðu fólks eftir aldri.AðferðafræðinHringt var í 1.309 manns þar til náðist í 805 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 26. og 27. febrúar. Svarhlutfallið var 61,5 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Vilt þú að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort halda eigi aðildarviðræðum við Evrópusambandið áfram eða slíta þeim? Alls tóku 93,9 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar.
Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira