Langt í metfjölda undirskrifta Brjánn Jónasson skrifar 28. febrúar 2014 07:00 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, synjaði fjölmiðlalögunum svokölluðu staðfestingar árið 2004. Þá vísaði hann til þess að gjá hefði myndast milli þings og þjóðar og byggði það mat sitt á þeim tæplega 32 þúsund undirskriftum sem honum höfðu verið afhentar. Fréttablaðið/GVA Fjöldi þeirra sem skrifað hafa undir áskorun til Alþingis um að hætta við að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið nálgast nú fjóra tugi þúsunda. Undirskriftir hafa safnast hratt, en söfnunin hefur aðeins verið í gangi frá því síðastliðið sunnudagskvöld. Fjöldi þeirra sem hafa skrifað undir áskorunina á vefnum thjod.is er orðinn svipaður og sá fjöldi sem skrifaði undir áskorun til forseta Íslands um að synja öðrum Icesave-samningnum staðfestingar, en um 38 þúsund settu nafn sitt á þann lista. Fjöldinn er samt talsvert undir þeim mikla fjölda sem skrifaði undir áskorun til forseta vegna fyrri Icesave-samningsins, þegar rúmlega 56 þúsund skrifuðu undir. Stærsta undirskriftasöfnunin hér á landi fór fram á síðasta ári. Þá skoruðu nærri 70 þúsund á Reykjavíkurborg að tryggja að Reykjavíkurflugvöllur yrði áfram í Vatnsmýrinni. Sextán stórar undirskriftasafnanir hafa farið fram hér á landi frá því Ísland varð sjálfstætt ríki árið 1944. Safnanirnar voru fáar þar til fór að líða á 21. öldina, en hafa verið tíðar síðustu árin. Áhrif þeirra virðast upp og ofan. Stundum hlusta ráðamenn á þá sem setja nafn sitt á blað og stundum ekki, og ræður þá ekki alltaf fjöldi undirskrifta. Undirskriftasöfnun getur vissulega haft áhrif. Þegar tæplega 32 þúsund skoruðu á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, að synja fjölmiðlalögum ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar staðfestingar gerði hann það. Hann vísaði meðal annars til þess að undirskriftirnar sýndu að gjá hefði myndast milli þings og þjóðar. Ekki varð af þjóðaratkvæðagreiðslu um málið þar sem ríkisstjórnin dró lögin til baka áður en til þess kom. Að sama skapi varð forsetinn við áskorunum vegna Icesave í tvígang og vísaði samningum við Breta og Hollendinga vegna málsins í þjóðaratkvæðagreiðslu, þar sem þeir voru snarlega felldir.Gunnar Helgi KristinssonFjöldinn skiptir ekki öllu Fjöldi undirskrifta er þó greinilega ekki það eina sem forsetinn og aðrir sem taka við slíkum undirskriftum hafa í huga. Tæplega 35 þúsund skoruðu á hann að synja lögum um lækkun veiðigjalda staðfestingar í fyrra. Forsetinn varð ekki við þeirri ósk. Þetta sýnir að áhrif undirskriftasafnana eru háð geðþóttavaldi stjórnvalda, segir Gunnar Helgi Kristinsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands. Stjórnvöld á landsvísu eru ekki bundin af undirskriftasöfnunum, sama hversu hátt hlutfall kosningabærra manna skrifar undir. Engin leið er til að knýja fram neinar afleiðingar kjósi stjórnvöld að ganga gegn vilja þeirra sem skrifa undir. Gunnar bendir á að til sé rammi í íslenskum sveitarstjórnarlögum þar sem 20 prósent atkvæðisbærra íbúa geti kallað fram almenna atkvæðagreiðslu í sveitarfélaginu um tiltekið mál. Gunnar segist sjálfur hallast að því að aðrar aðferðir séu heppilegri en undirskriftasöfnun til að framkalla þjóðaratkvæðagreiðslu. Til dæmis mætti hugsa sér að ákveðinn minnihluti þingmanna gæti kallað fram þjóðaratkvæðagreiðslu. Í tillögum stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá landsins, sem ekki urðu að veruleika, var ákvæði um málskot til þjóðarinnar. Þar var gert ráð fyrir því að tíu prósent kjósenda gætu krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um lög sem Alþingi hefði samþykkt. Í dag eru rúmlega 240 þúsund Íslendingar 18 ára og eldri, og því hefði þurft rúmlega 24 þúsund undirskriftir til að kalla fram þjóðaratkvæðagreiðslu samkvæmt þessu ákvæði. Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Fjöldi þeirra sem skrifað hafa undir áskorun til Alþingis um að hætta við að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið nálgast nú fjóra tugi þúsunda. Undirskriftir hafa safnast hratt, en söfnunin hefur aðeins verið í gangi frá því síðastliðið sunnudagskvöld. Fjöldi þeirra sem hafa skrifað undir áskorunina á vefnum thjod.is er orðinn svipaður og sá fjöldi sem skrifaði undir áskorun til forseta Íslands um að synja öðrum Icesave-samningnum staðfestingar, en um 38 þúsund settu nafn sitt á þann lista. Fjöldinn er samt talsvert undir þeim mikla fjölda sem skrifaði undir áskorun til forseta vegna fyrri Icesave-samningsins, þegar rúmlega 56 þúsund skrifuðu undir. Stærsta undirskriftasöfnunin hér á landi fór fram á síðasta ári. Þá skoruðu nærri 70 þúsund á Reykjavíkurborg að tryggja að Reykjavíkurflugvöllur yrði áfram í Vatnsmýrinni. Sextán stórar undirskriftasafnanir hafa farið fram hér á landi frá því Ísland varð sjálfstætt ríki árið 1944. Safnanirnar voru fáar þar til fór að líða á 21. öldina, en hafa verið tíðar síðustu árin. Áhrif þeirra virðast upp og ofan. Stundum hlusta ráðamenn á þá sem setja nafn sitt á blað og stundum ekki, og ræður þá ekki alltaf fjöldi undirskrifta. Undirskriftasöfnun getur vissulega haft áhrif. Þegar tæplega 32 þúsund skoruðu á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, að synja fjölmiðlalögum ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar staðfestingar gerði hann það. Hann vísaði meðal annars til þess að undirskriftirnar sýndu að gjá hefði myndast milli þings og þjóðar. Ekki varð af þjóðaratkvæðagreiðslu um málið þar sem ríkisstjórnin dró lögin til baka áður en til þess kom. Að sama skapi varð forsetinn við áskorunum vegna Icesave í tvígang og vísaði samningum við Breta og Hollendinga vegna málsins í þjóðaratkvæðagreiðslu, þar sem þeir voru snarlega felldir.Gunnar Helgi KristinssonFjöldinn skiptir ekki öllu Fjöldi undirskrifta er þó greinilega ekki það eina sem forsetinn og aðrir sem taka við slíkum undirskriftum hafa í huga. Tæplega 35 þúsund skoruðu á hann að synja lögum um lækkun veiðigjalda staðfestingar í fyrra. Forsetinn varð ekki við þeirri ósk. Þetta sýnir að áhrif undirskriftasafnana eru háð geðþóttavaldi stjórnvalda, segir Gunnar Helgi Kristinsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands. Stjórnvöld á landsvísu eru ekki bundin af undirskriftasöfnunum, sama hversu hátt hlutfall kosningabærra manna skrifar undir. Engin leið er til að knýja fram neinar afleiðingar kjósi stjórnvöld að ganga gegn vilja þeirra sem skrifa undir. Gunnar bendir á að til sé rammi í íslenskum sveitarstjórnarlögum þar sem 20 prósent atkvæðisbærra íbúa geti kallað fram almenna atkvæðagreiðslu í sveitarfélaginu um tiltekið mál. Gunnar segist sjálfur hallast að því að aðrar aðferðir séu heppilegri en undirskriftasöfnun til að framkalla þjóðaratkvæðagreiðslu. Til dæmis mætti hugsa sér að ákveðinn minnihluti þingmanna gæti kallað fram þjóðaratkvæðagreiðslu. Í tillögum stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá landsins, sem ekki urðu að veruleika, var ákvæði um málskot til þjóðarinnar. Þar var gert ráð fyrir því að tíu prósent kjósenda gætu krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um lög sem Alþingi hefði samþykkt. Í dag eru rúmlega 240 þúsund Íslendingar 18 ára og eldri, og því hefði þurft rúmlega 24 þúsund undirskriftir til að kalla fram þjóðaratkvæðagreiðslu samkvæmt þessu ákvæði.
Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira