Heilluðu Google upp úr skónum Gunnar Leó Pálsson skrifar 10. mars 2014 10:30 Hér eru piltarnir á bak við Blendin í höfuðstöðvum Google. Þeir náðu að gera starfsmenn Google spennta fyrir Blendin-appinu. mynd/einkasafn „Fundurinn gekk ótrúlega vel og fólk var mjög spennt. Þetta endaði með því að við fórum í hádegismat með konu einni og aðstoðarmanni hennar og út frá því kynnti hún okkur fyrir manneskju innan Google. Sú manneskja var í sama teymi og hannaði Google Maps,“ segir Davíð Örn Símonarson, framkvæmdastjóri Blendin. Ásamt Davíð Erni standa þeir Kristján Ingi Mikaelsson, Ásgeir Vísir og Daníel Björn Sigurbjörnsson á bak við Blendin. Þeir félagar fluttu fyrir skömmu til San Francisco til að taka hugmyndina um Blendin-appið á næsta stig og kynntu appið á fjárfestingarráðstefnunni Seed Forum sem haldin var í San Francisco. Þeir voru eitt af fjórum fyrirtækjum sem fékk að kynna hugmyndir sínar og starfsemi. „Það er frábært að fá tækifæri til þess að kynna hugmyndina á svona fundi en það er líka rándýrt. Það kostar um 2.500 evrur að halda sjö mínútna kynningu þarna. Við fengum hins vegar að gera þetta á góðum kjörum því við höfðum áður kynnt fyrirtækið á Seed Forum í London.“ Þeir fóru í höfuðstöðvar Google eftir fundinn og hittu þar konu sem var í teymi sem hannaði meðal annars Google Maps. „Þetta er alveg ótrúlegur vinnustaður,“ bætir Davíð Örn við. Hugmyndin að Blendin kviknaði í samkvæmi í Danmörku sumarið 2012. „Þá kom Egill Ásbjarnarson, meðstofnandi Blendin, upp að mér með vandamál. Hann var orðinn þreyttur á því að þurfa að hringja í alla vini sína til þess að fá upplýsingar um hvort sá eða sú væri að fara að skemmta sér. Frá og með þessu kvöldi var ákveðið að slá á þetta og koma með lausn á þessu vandamáli,“ segir Davíð Örn spurður út í upphafið. App þeirra félaga er allt útspekúlerað og hafa þeir unnið að smíði appsins í rúmt ár. „Eftir að við komum hingað út þá höfum hugsað Blendin upp á nýtt og einfaldað það talsvert. Við tókum marga fídusa út því þetta er svo nýtt og ákváðum að byrja frekar einfalt og bæta svo við. Reynslumikið fólk í geiranum ráðlagði okkur að byrja með einfalda útgáfu af appinu,“ segir Davíð Örn. Þeir stefna á að stækka appið smátt og smátt. „Við getum vonandi eftir eitt til tvö ár selt fyrirtækið til stærra fyrirtækis eins og Google eða Facebook en ætlum þó að byrja á að byggja upp aðdáendahóp.“ Stefnt er að því að gefa út einfalda útgáfu af Blendin í lok mars eða byrjun apríl og mun appið aldrei kosta neitt. Nánar um appið á Blendin.is og á fésabókarsíðu þeirra félaga. Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Sjá meira
„Fundurinn gekk ótrúlega vel og fólk var mjög spennt. Þetta endaði með því að við fórum í hádegismat með konu einni og aðstoðarmanni hennar og út frá því kynnti hún okkur fyrir manneskju innan Google. Sú manneskja var í sama teymi og hannaði Google Maps,“ segir Davíð Örn Símonarson, framkvæmdastjóri Blendin. Ásamt Davíð Erni standa þeir Kristján Ingi Mikaelsson, Ásgeir Vísir og Daníel Björn Sigurbjörnsson á bak við Blendin. Þeir félagar fluttu fyrir skömmu til San Francisco til að taka hugmyndina um Blendin-appið á næsta stig og kynntu appið á fjárfestingarráðstefnunni Seed Forum sem haldin var í San Francisco. Þeir voru eitt af fjórum fyrirtækjum sem fékk að kynna hugmyndir sínar og starfsemi. „Það er frábært að fá tækifæri til þess að kynna hugmyndina á svona fundi en það er líka rándýrt. Það kostar um 2.500 evrur að halda sjö mínútna kynningu þarna. Við fengum hins vegar að gera þetta á góðum kjörum því við höfðum áður kynnt fyrirtækið á Seed Forum í London.“ Þeir fóru í höfuðstöðvar Google eftir fundinn og hittu þar konu sem var í teymi sem hannaði meðal annars Google Maps. „Þetta er alveg ótrúlegur vinnustaður,“ bætir Davíð Örn við. Hugmyndin að Blendin kviknaði í samkvæmi í Danmörku sumarið 2012. „Þá kom Egill Ásbjarnarson, meðstofnandi Blendin, upp að mér með vandamál. Hann var orðinn þreyttur á því að þurfa að hringja í alla vini sína til þess að fá upplýsingar um hvort sá eða sú væri að fara að skemmta sér. Frá og með þessu kvöldi var ákveðið að slá á þetta og koma með lausn á þessu vandamáli,“ segir Davíð Örn spurður út í upphafið. App þeirra félaga er allt útspekúlerað og hafa þeir unnið að smíði appsins í rúmt ár. „Eftir að við komum hingað út þá höfum hugsað Blendin upp á nýtt og einfaldað það talsvert. Við tókum marga fídusa út því þetta er svo nýtt og ákváðum að byrja frekar einfalt og bæta svo við. Reynslumikið fólk í geiranum ráðlagði okkur að byrja með einfalda útgáfu af appinu,“ segir Davíð Örn. Þeir stefna á að stækka appið smátt og smátt. „Við getum vonandi eftir eitt til tvö ár selt fyrirtækið til stærra fyrirtækis eins og Google eða Facebook en ætlum þó að byrja á að byggja upp aðdáendahóp.“ Stefnt er að því að gefa út einfalda útgáfu af Blendin í lok mars eða byrjun apríl og mun appið aldrei kosta neitt. Nánar um appið á Blendin.is og á fésabókarsíðu þeirra félaga.
Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Sjá meira